Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 80

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 80
Tölvusneiðmynd af höfði og heilarit eðlilegt. Til stóð að hún færi í sálfræðipróf en útskrifaðist áður en af því varð. Gangur og meðferð Við komu var sjúklingur illa haldinn af depurð og kvíða. í fyrstu lokaði hún sig af inni á herbergi og fannst hún ekki eiga heima á deildinni. Hafði engin samskipti við samsjúklinga. Hún var svartsýn, hrædd um að verða „ eins og hinir“ og að kannski væri ekkert hægt að gera fyrir hana. Gerð var lyfja- breyting við komu þannig að hætt var við Fontex og Sobril en hún sett í staðinn á T. Rivotril 0,5 mg x 3 og T. Anafranil í vaxandi skömmtum upp í 150 mg/dag, með þráhyggjuna í huga. Fékk einnig T. Rohypnol 1 töflu fyrir svefn. Svefninn lagaðist fljótt af þessu og hún náði að hvílast vel strax fyrstu dagana. Hún fór í sjúkra- og iðjuþjálfun og gekk vel þar. Eftir 3-4 daga hafði kvíðinn minnkað til muna og henni leið skár. Batinn hélt áfram og eftir tvær vikur fór hún ferða sinna út í bæ og svaf nótt og nótt heima. Lýsti líðan sinni sem mun betri. Hún leit einnig betur út og var glaðlegri og eðlilegri í framkomu. Var raunsærri í væntingum sínum til atvinnu og búsetu. Fékk ákveðið aðhald og fræðslu varðandi þráhyggjuna og reglubundin stuðningsviðtöl. Hún lá inni í alls 18 daga, þar af 5 daga í dagstatus. Við útskrift leið henni miklu betur, var laus við þunglyndiseinkennin en kvaðst finna fyrir kvíða öðru hvoru. Áráttu- einkennin höfðu lagast til muna, metið í stigum frá 1-10, höfðu flest einkennin lagast um 5 stig. Hún var á leið út á land í frí og ætlaði að vinna áfram að því að minnka áráttuna. Fyrirhugað var að hún yrði á Anafranili í a.m.k. 6 mánuði, jafnvel til frambúðar. Átti að koma í eftirlit á göngudeild og ætlaði að byrja aftur í viðtölum hjá sálfræðingnum. Að fimrn mánuðum liðnum var líðanin orðin mjög góð. Hún var alveg laus við þráhyggjuna og ár- áttueinkennin, nema hvað dálítil þvottaár- átta var enn til staðar. ÞUNGLYNDI Þunglyndi er algengur sjúkdómur og tvisvar sinnum algengari hjá konum en körlum. Áhættan á að fá þunglyndi einhvern tímann á ævinni er talin vera um 10% hjá körlum og 20% hjá konum. Lyfjameðferð gagnast í um 70-80% tilfella. Til eru nokkrir flokkar þunglyndislyfja, en hefðbundnu þríhringlaga lyfin og sérhæfðu serótónín endur- upptökulyfin eru mest notuð. Þríhringlaga lyfin, t.d. amitryptílín (Tryptizol) og klómípramín (Anafranil) hafa andkólinergar aukaverkanir fyrst í stað sem Iagast þó verulega þegar fram í sækir. Nýju sérhæfðu serótónín endurupptökulyfin, t.d. flúoxetín (Fontex, Seról, Tingus) valda færri aukaverkunum. Þau eru virkjandi fyrstu 7-10 dagana og geta aukið á kvíða og valdið ógleði og svefnleysi. Þess vegna eru róandi lyf oft gefin með í fyrstu. Eitt af fyrstu einkennunum sem láta undan lyfjameðferð er fram- taksleysi og því getur verið aukin sjálfsvígshætta í byrjun meðferðar. Verkun lyfjanna er síðkomin og má almennt segja að það taki um 2-3 vikur að fá Þetta var þó ekkert sem háði henni í daglegu lífi. Var hætt hjá sálfræðingi. Hún var byrjuð að kenna aftur og gekk ljóm- andi vel. Var ánægð í kennslunni og hafði nú bara gaman að uppátækjum nemend- anna. Sjúkdómsgreining 311 Depressio mentis 301.4 Obsessive compulsive disorder 74 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.