Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 80
Tölvusneiðmynd af höfði og heilarit eðlilegt. Til
stóð að hún færi í sálfræðipróf en útskrifaðist áður
en af því varð.
Gangur og meðferð
Við komu var
sjúklingur illa haldinn
af depurð og kvíða. í
fyrstu lokaði hún sig
af inni á herbergi og
fannst hún ekki eiga
heima á deildinni.
Hafði engin samskipti
við samsjúklinga.
Hún var svartsýn,
hrædd um að verða
„ eins og hinir“ og að
kannski væri ekkert
hægt að gera fyrir
hana. Gerð var lyfja-
breyting við komu
þannig að hætt var
við Fontex og Sobril
en hún sett í staðinn á
T. Rivotril 0,5 mg x 3
og T. Anafranil í
vaxandi skömmtum upp í 150 mg/dag, með
þráhyggjuna í huga. Fékk einnig T. Rohypnol 1 töflu
fyrir svefn. Svefninn lagaðist fljótt af þessu og hún
náði að hvílast vel strax fyrstu dagana. Hún fór í
sjúkra- og iðjuþjálfun og gekk vel þar. Eftir 3-4 daga
hafði kvíðinn minnkað til muna og henni leið skár.
Batinn hélt áfram og eftir tvær vikur fór hún ferða
sinna út í bæ og svaf nótt og nótt heima. Lýsti líðan
sinni sem mun betri. Hún leit einnig betur út og var
glaðlegri og eðlilegri í framkomu. Var raunsærri í
væntingum sínum til atvinnu og búsetu. Fékk
ákveðið aðhald og fræðslu varðandi þráhyggjuna og
reglubundin stuðningsviðtöl. Hún lá inni í alls 18
daga, þar af 5 daga í dagstatus. Við útskrift leið
henni miklu betur, var laus við þunglyndiseinkennin
en kvaðst finna fyrir kvíða öðru hvoru. Áráttu-
einkennin höfðu lagast til muna, metið í stigum frá
1-10, höfðu flest einkennin lagast um 5 stig. Hún var
á leið út á land í frí og ætlaði að vinna áfram að því
að minnka áráttuna. Fyrirhugað var að hún yrði á
Anafranili í a.m.k. 6 mánuði, jafnvel til frambúðar.
Átti að koma í eftirlit á göngudeild og ætlaði að
byrja aftur í viðtölum hjá sálfræðingnum. Að fimrn
mánuðum liðnum var líðanin orðin mjög góð. Hún
var alveg laus við
þráhyggjuna og ár-
áttueinkennin, nema
hvað dálítil þvottaár-
átta var enn til staðar.
ÞUNGLYNDI
Þunglyndi er algengur sjúkdómur og tvisvar
sinnum algengari hjá konum en körlum. Áhættan á
að fá þunglyndi einhvern tímann á ævinni er talin
vera um 10% hjá körlum og 20% hjá konum.
Lyfjameðferð gagnast í um 70-80% tilfella. Til eru
nokkrir flokkar þunglyndislyfja, en hefðbundnu
þríhringlaga lyfin og sérhæfðu serótónín endur-
upptökulyfin eru mest notuð. Þríhringlaga lyfin, t.d.
amitryptílín (Tryptizol) og klómípramín (Anafranil)
hafa andkólinergar aukaverkanir fyrst í stað sem
Iagast þó verulega þegar fram í sækir. Nýju
sérhæfðu serótónín endurupptökulyfin, t.d. flúoxetín
(Fontex, Seról, Tingus) valda færri aukaverkunum.
Þau eru virkjandi fyrstu 7-10 dagana og geta aukið á
kvíða og valdið ógleði og svefnleysi. Þess vegna eru
róandi lyf oft gefin með í fyrstu. Eitt af fyrstu
einkennunum sem láta undan lyfjameðferð er fram-
taksleysi og því getur verið aukin sjálfsvígshætta í
byrjun meðferðar. Verkun lyfjanna er síðkomin og
má almennt segja að það taki um 2-3 vikur að fá
Þetta var þó ekkert
sem háði henni í
daglegu lífi. Var hætt
hjá sálfræðingi. Hún
var byrjuð að kenna
aftur og gekk ljóm-
andi vel. Var ánægð í
kennslunni og hafði
nú bara gaman að
uppátækjum nemend-
anna.
Sjúkdómsgreining
311 Depressio
mentis
301.4 Obsessive
compulsive
disorder
74
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.