Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Side 84

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 84
Salvador Dali 1904 - 1989 Helgi H. Helgason Mig langar til að stikla á stóru í ævisögu frægasta, en jafnframt umtalaðasta súrre^lísta þessarar aldar. Salvador Felipe Jacinto Dali y Domenench fæddist hinn 11. maí 1904 í Figueras, smábæ í Katalóníuhluta Geróníu, á Norður-Spáni. Ari áður en hann fæddist misstu foreldrar hans ungan son þannig að er Dali kom til sögunnar létu þau eins og hann væri hinn látni sonur endurholdgaður. Dali reis gegn þessari afneitun persónu sinnar og leitaðist vð að styrkja sjálfsmynd sína, með ýmsum uppátækjum, jafnframt sem hann hafnaði hinni fegruðu bróðurímynd. Hjá honum komu fram ýmis sjúkdómseinkenni eins og flog, málleysi ofl., en einnig sýndi hann tilefnislausa ofbeldis- hneigð og sýndarmennsku. Meðal annars kastaði hann litlum dreng fram að hengibrú og beit leður- blökur í tvennt. Þessi uppreisnar- og sýndarárátta átti eftir að fylgja honum og koma í góðar þarfir á listaferlinum. Foreldrar Dali voru menningarlega sinnuð og naut hann tilsagnar í tónlist og bók- menntum hjá þeim, en kynntist impressíoniskri málaralist og teikningu hjá fjölskylduvinum. Salvador Dali sýndi svo verk sín í fyrsta sinn, aðeins fjórtán ára gamall, árið 1917 í borgarleikhúsi heimhéraðsins en það er nú safnhús helgað verkum hans eingöngu. Sautján ára gamall gekk Dali í frægasta listaskóla þess tíma, Listaakademíu San Fernando í Madríd. Dali var Salvador Dali, 1929 óánægður með Akademíuna og svo fór að honum var vísað þaðan tímabundið 1923 og svo endanlega 1926 vegna agabrota sem í raun voru velheppnaðar tilraunir hans til að vekja athygli. Þessi tími í Madríd, og reyndar einnig í París, urðu honum á hinn bóginn mikill listrænn hvati og kynntist hann þar öðrum kenningum eins og kúbisma, raunsæisstefnu ofl, m.a. frá Picasso. I Akademíunni eignaðist Dali einnig a.m.k. tvo af sínum bestu félögum, ljóð- og leikskáldið Federico Garcia Lorca og Luis Bunuel heimspekingi og kvikmyndagerðarmanni. Á þessu árurn þótti stíll Dalis fjölbreytilegur en það var ekki fyrr en um 1927 sem hann fór að kynna sér hugmyndafræði súrrealismanns. Súrrealisminn var sprottinn af eldri listastefnu, Dada, sem kom í ljós í Zurich árið 1916 en einangraðist m.a. landfræðilega í Sviss vegna fyrri heimstyrjaldarinnar. Kjarni Dada var að tortíma skynseminni og allri rökhugsun en súrrealisminn var öllu jákvæðari þ.s. markmið hanns var að frelsa vitundina sern rökhugsunin hafði kæft. Eg ætla ekki að rekja ævi Dalis hér frekar, en hún einkenndist af endalausum uppákomum ögrana og hneykslunar sem höfðu þann tilgang að halda honum í miðju kastljósanna og viðhalda þeirri ímynd sem hann hafði skapað sér og hann túlkaði best sjálfur : „ eini munurinn á mér og brjálæðingi er að ég er ekki brjálaður “. 78 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.