Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 84
Salvador Dali
1904 - 1989
Helgi H. Helgason
Mig langar til að stikla á stóru í ævisögu frægasta, en jafnframt umtalaðasta súrre^lísta þessarar aldar.
Salvador Felipe Jacinto Dali y Domenench fæddist hinn 11. maí 1904 í Figueras, smábæ í Katalóníuhluta
Geróníu, á Norður-Spáni. Ari áður en hann fæddist misstu foreldrar hans ungan son þannig að er Dali kom
til sögunnar létu þau eins og hann væri hinn látni sonur endurholdgaður. Dali reis gegn þessari afneitun
persónu sinnar og leitaðist vð að
styrkja sjálfsmynd sína, með
ýmsum uppátækjum, jafnframt
sem hann hafnaði hinni fegruðu
bróðurímynd. Hjá honum komu
fram ýmis sjúkdómseinkenni eins
og flog, málleysi ofl., en einnig
sýndi hann tilefnislausa ofbeldis-
hneigð og sýndarmennsku. Meðal
annars kastaði hann litlum dreng
fram að hengibrú og beit leður-
blökur í tvennt. Þessi uppreisnar-
og sýndarárátta átti eftir að fylgja
honum og koma í góðar þarfir á
listaferlinum. Foreldrar Dali voru
menningarlega sinnuð og naut
hann tilsagnar í tónlist og bók-
menntum hjá þeim, en kynntist
impressíoniskri málaralist og
teikningu hjá fjölskylduvinum.
Salvador Dali sýndi svo verk sín í
fyrsta sinn, aðeins fjórtán ára
gamall, árið 1917 í borgarleikhúsi
heimhéraðsins en það er nú
safnhús helgað verkum hans
eingöngu. Sautján ára gamall
gekk Dali í frægasta listaskóla
þess tíma, Listaakademíu San
Fernando í Madríd. Dali var
Salvador Dali, 1929
óánægður með Akademíuna og
svo fór að honum var vísað þaðan tímabundið 1923 og svo endanlega 1926 vegna agabrota sem í raun voru
velheppnaðar tilraunir hans til að vekja athygli. Þessi tími í Madríd, og reyndar einnig í París, urðu honum
á hinn bóginn mikill listrænn hvati og kynntist hann þar öðrum kenningum eins og kúbisma, raunsæisstefnu
ofl, m.a. frá Picasso. I Akademíunni eignaðist Dali einnig a.m.k. tvo af sínum bestu félögum, ljóð- og
leikskáldið Federico Garcia Lorca og Luis Bunuel heimspekingi og kvikmyndagerðarmanni. Á þessu árurn
þótti stíll Dalis fjölbreytilegur en það var ekki fyrr en um 1927 sem hann fór að kynna sér hugmyndafræði
súrrealismanns.
Súrrealisminn var sprottinn af eldri listastefnu, Dada, sem kom í ljós í Zurich árið 1916 en einangraðist
m.a. landfræðilega í Sviss vegna fyrri heimstyrjaldarinnar. Kjarni Dada var að tortíma skynseminni og allri
rökhugsun en súrrealisminn var öllu jákvæðari þ.s. markmið hanns var að frelsa vitundina sern rökhugsunin
hafði kæft.
Eg ætla ekki að rekja ævi Dalis hér frekar, en hún einkenndist af endalausum uppákomum ögrana og
hneykslunar sem höfðu þann tilgang að halda honum í miðju kastljósanna og viðhalda þeirri ímynd sem
hann hafði skapað sér og hann túlkaði best sjálfur : „ eini munurinn á mér og brjálæðingi er að ég er ekki
brjálaður “.
78
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.