Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 89
Einstaklingarnir geta þannig verið einkennalausir
allt þar til flysjunin gefur sig eða æðagúllinn spring-
ur og sjúklingurinn örkumlast eða deyr. Þannig er
subarachnoidal blæðing ein algengasta dánarorsök
þessara sjúklinga. Sjaldgæfara einkenni frá tauga-
kerfi er lömun neðri útlima (þverlömun, paraplegia)
af völdum þrýstings frá stórum hliðarblóðæðum í
mænugöngum (22).
Vandamálin geta einnig stafað af því aukna
viðnámi (afterload) sem þrengslin valda og hjartað
þarf að vinna á móti. Fullorðnir einstaklingar fá því
stundum hjartabilunareinkenni og hjartadrep sem
fyrstu einkenni ósæðarþrengsla.
Fullorðnir einstaklingar með ósæðarþrengsli geta
lifað í einstaka tilfelli, eðlilegu lífi fram á fullorð-
insár. Meðal ævilengd sjúklinga með ósæðarþrengsli
án meðferðar er á bilinu 30-40 ár, en 75% eru látnir
fyrir fimmtugsaldur (23).
Síðkomnir fylgikvillar ósæðarþrengsla eru nú
mun sjaldgæfari en áður. Munar þar mestu um betri
greiningartækni og fleiri snemmgreiningar í ung-
barnaeftirliti. Einnig hefur meðferð og meðhöndlun
sjúklinga í og eftir aðgerðir, sem og þróaðri
aðgerðartækni bætt lífshorfur þeirra (22).
Greining
Við sögutöku er mikilvægt að spyrja út í
viðeigandi einkenni m.t.t. aldurs eins og greint var
frá hér að ofan. Við skoðun er einkum þrennt sem er
einkennandi fyrir sjúklinga með þrengsli á ósæð og
sést það í meira eða minni mæli hjá öllum
aldurshópum.
1.1 fyrsta lagi er að þreifa eftir púlsum í nára og
bera saman við púls í hægri úlnlið. Púlsinn ætti að
koma örlítið fyrr og vera kröftugri í nára. Hjá
sjúklingum með þrengsli á ósæð er púls í nára ýmist
mjög veikur og síðkomnari samanborið við púls í
úlnlið, eða alveg horfinn. Þetta á við alla aldurshópa,
Samanburðurinn við hægri úlnlið er mikilvægur því
í einstaka tilviki á a. subclavia sin. upptök sín fyrir
neðan þrengslin.
2. Þá er mikilvægt að mæla blóðþrýsting bæði í
upphandlegg og lærlegg. Systoliskur blóðþrýstingur
er um 20 mmHg hærri í neðri hluta líkamans. Ef
hann mælist svipaður, eða hærri, í upphandlegg
miðað við læri er það mjög grunsamlegt fyrir
ósæðarþrengsli. Systoliskur blóðþrýstingur sem er
ÓSÆÐARÞRENGSLI
meira en 20 mmHg hærri í upphandlegg heldur en
lærlegg er einkennandi fyrir ósæðarþrengsli (9).
3. Hjartahlustun getur einnig hjálpað. Hjá nýbura
í hjartabilun er oft dauft óhljóð en gallop getur
heyrst. Hjá eldri einstaklingunum heyrast óhljóð frá
þrengslunum sjálfum en þau eiga upptök sín í því
iðustreymi sem verður um og aftan við þrengslin.
Þau heyrast greinilegast á milli herðablaðanna.
Óhljóðið er systoliskt en þ.s. útflæðisbylgjan fer
nokkrum msek. seinna um þrengslin nær óhljóðið
inn í diastoluna. Samhliða ósæðarþrengslunum eru
oft hjartagallar sem valda hjartaóhljóði. Algengastur
þeirra er tvíblaðka ósæðarloka, en þá heyrist oft
útflæðisóhljóð og smellur. Einnig má oft heyra
flæðisóhljóð sem eiga upptök sín frá hliðarblóðrás
(3,9,24,25).
Helstu rannsóknir
Til að staðfesta greiningu ósæðarþrengsla og sem
undirbúningur fyrir skurðaðgerð eru ýmsar rann-
sóknir nauðsynlegar.
Hiartarit (EKG)
Sýnir hægri slegilsstækkun hjá nýburum en hjá
eldri einstaklingum kernur fram vinstri slegils-
stækkun (24).
Mynd 4. Hér sést greinilega, með segulómun, lokun á
ósœð hjá þriggja og hálfs árs gömlum sjúklingi
(Röntgendeild Landspítala).
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg
83