Læknaneminn - 01.04.1995, Side 90
Röntgen
A röntgenmyndum af brjóstholi sjúklingsins eru
ákveðin merki alveg einkennandi fyrir ósæðar-
þrengsli. Hjá nýburanum sést hjartastækkun og
þandar æðar (stasi) en hjá þeim eldri er hjarta-
stækkunin minna áberandi. Einnig kentur fram s.k.
„3“ merki í útlínur ósæðarbogans, þ.s. lungna-
vefurinn liggur upp að honum. Hjá eldri krökkum
og fullorðnum koma fram úrátur eða holur í
rifbeinin (rib notching), þ.s. stórar og hlykkjóttar
millirifjaæðar (aa. intercostalis) liggja og þjóna sem
hliðarblóðrás framhjá ósæðarþrengslunum. Holurnar
eru mest áberandi í fyrstu sex rifbeinunum og koma
fram sem pör u.þ.b. 5 og 8 cm. frá hrygg (26).
Hiartaómun
Með tvívíddarómskoðun af hjarta er unnt að meta
hversu þröng ósæðin er og þrýstingsfall yfir þrengsl-
in má mæla með Doppler ómun. Einnig fást mikils-
verðar upplýsingar um ástand hjartavöðvans og
einnig hvort um tengda hjartagalla geti verið að
ræða. Omun kemur einnig að notum við greiningu á
ósæðarþrengslum, eins og öðrum hjartagöllum, á
fósturskeiði. Ef vinstri hluti hjarta fósturs og
ósæðarboginn eru vanþroska (hypoplastisk), er það
talið greiningaratriði fyrir ósæðarþrengsli, en erfitt
er að greina sjáif þrengslin. Kostir ómskoðunar eru
augljósir enda án inngrips, sársaukalaus fyrir
sjúklinginn og henni fylgir engin skaðleg geislun
(27, 28,29).
Hjartaþræðing
Hjartaþræðing og æðamyndataka eru notaðar til
greiningar og til að meta alvarleika þrengslanna, þ.e.
hvort um algjöra lokun er að ræða eða ekki. Með
hjartaþræðingu má einnig meta blóðþrýstingsfallið
yfir þrengslin mjög nákvæmlega (9). Hjá nýburum
er æðamyndatöku sjaldnar beitt en áður þar sem
rannsóknir án inngrips, eins og ómun og segulómun,
hafa leyst hana af hólmi. Fullorðna þarf aftur á móti
ætíð að rannsaka með æðamyndatöku.
Segulómun
Segulómun (Magnetic resonance imaging) er
mikilvæg til að hjálpa skurðlækni að átta sig á legu
og lengd þrengsla fyrir aðgerð (Mynd 4).
Með sömu tækni (cine M.R.I.) er hægt að skoða
atriði eins og hjarta og hjartalokur, á hreyfingu.
Ákveðin útfærsla á þeirri tækni s.k. velocity en-
coded cine magnetic resonance imaging (VENC-
MRI) gerir okkur etv. kleyft, í framtíðinni, að áætla
blóðflæði um hliðarblóðrás fram hjá ósæðar-
þrengslum. Þetta er mjög mikilvægt þar eð einn
fylgikvilli aðgerðanna, sem kemur stöku sinnum
fyrir, er blóðþurrðarskemmd á mænu vegna ónógrar
hliðarblóðrásar (30).
Meðferð
Nvburar
Eftir að greining liggur fyrir hjá hjartabiluðum
nýbura eru gerðar ráðstafanir til að opna fósturæðina
með prostaglandin E, og tryggja þannig blóðrás til
neðri hluta líkamans þar til aðgerð hefur verið
framkvæmd.
Við hjartabilun er samdráttarkraftur hjartans
aukinn með inotróp lyfjum eins og digitalis, þvag-
útskilnaður aukinn með þvagræsilyfjum og súrefnis-
mettun bætt með 02 gjöf. Einnig er mikilvægt að
hvíla og róa sjúkling, t.d. með morfíni. Þá getur
verið nauðsynlegt, til að minnka álag á sjúklinginn,
að setja sjúklinginn á öndunarvél. I kjölfarið verður
ástand hans stöðugra og hann því betur undirbúinn
til aðgerðar.
Aðgerð er nauðsynleg til að nema burt þrengslin.
Þá er ýmist gerð s.k. subclavian flap aðgerð, end to
end anastomosis, extended end to end anastomosis
eða patch angioplasty. Ef æðin vex of hægt næstu
árin geta þrengsli komið aftur, en þá er hægt að gera
æðaútvíkkun (balloon angioplasty) á svæðinu
(3,17,18).
Eldri börn og fullorðnir
Barn eða fullorðinn einstaklingur sem greinist
með ósæðarþrengsli, en er annars einkennalítill, fer í
elektíva aðgerð eftir rannsóknir og uppvinnslu, sem
tryggja að sjúklingurinn sé í eins góðu líkamlegu
ástandi og frekast er kostur. Þannig er tryggt að
fylgikvillar aðgerðar verði færri.
Skurðaðgerðir
Sagan
Aðgerð vegna ósæðarþrengsla er ein elsta þekkta
aðgerð á hjarta og æðakerfinu. Fyrstur manna til að
lýsa aðgerð á ósæðarþrengslum var Robert E. Gross,
84
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.