Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Side 91

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 91
í Boston, sumarið 1945. Stuttu áður hafði honum borist fregnir um að Clarence Crafoord, í Svíþjóð, hefði framkvæmt svipaða aðgerð 19 október 1944 (31), Crafoord var því fyrstur til að framkvæma aðgerðina en þ.s. Gross var fyrstur til að lýsa henni, hafa þeir báðir verið nefndir frumkvöðlar á þessu sviði. Aðgerðin Aðgerðin er gerð gegnum lateral thoracotomy hjá ungum börnum en gegnum posterolateral thoraco- tomy hjá öðrum. Nauðsynlegt er að hafa stjórn á blæðingum, en oft er mikið um hliðarblóðrásir sem vilja blæða og geta myndað hematom eftir aðgerðina, ef ekki er blóðstillt rækilega. Brjósthoi er opnað milli 3. og 4. rifs. Ósæðin er frílögð bæði ofan og neðan við þrengslin og er böndum komið á æðina á þessum stöðum svo og um a. subclavia sin. og fósturæð. Varast ber að skaða vefi að óþörfu, til dæmis er óþarfi að opna rifjabilið mjög mikið og forðast skal að opna inn i lið rifja og hryggjar að aftan, hjá þeim sem ekki hafa náð fullum vexti, vegna hættu á aflögun (deformiteti) síðar, ef það er gert. Hjá fullorðnum er betra að opna inn í rifjar- liðina, en þá brotna rifin síður. Þegar hliðarblóðrás er vel þroskuð er minni hætta fólgin í því að loka ósæðinni á meðan tenging er gerð. Ef hliðarblóðrás er aftur á móti lítið þroskuð og æðar grannar, eru auknar líkur á ýmsum vandamálum. í fyrsta lagi eykst álag á vinstri slegil vegna háþrýstings í efri hluta líkamans en einnig getur þrýstingurinn valdið rofi á æðagúl í heila. í öðru lagi getur lokunin valdið lágum þrýstingi í neðri hluta líkamans og blóðþurrð í kviðarhols- líffærum og mænu. Ætíð skal reynt að loka sem fæstum hliðarblóðrásum við aðgerðina og þá aðeins tímabundið, eða rétt á meðan tengingin er gerð. Mikilvægt er að fjarlægja allan fósturvef frá ósæð þar eð vefjasamsetning fósturæðar er óæskileg fyrir vegg ósæðar. í þriðja lagi þarf að gæta þess að skaða ekki ductus thoracicus þar sem þessi rás liggur skammt aftan við ósæðina, rétt undir pleura, en sköddun á henni getur valdið chylothorax. Reyna skal að gera aðgerðina eins blóðfría og mögulegt er og forðast þekktar hliðaræðar, eins og Abbott's æð, sem annars getur valdið hvimleiðri blæðingu. ÓSÆÐARÞRENGSLI Hvaða aðgerðartækni er valin, þ.e brottnám þrengsla og samtenging enda í enda (resection and end to end anastomosis), brottnám þrengsla og lengd samtenging enda í enda (extended end to end ana- stomosis), flipaaðgerð (subclavian flap plastic) eða notkun gerviæðar (patch arthroplasy), ræðst af aldri sjúklingsins og líffærafræðilegri legu þrengslanna. Þannig krefst þröngur istmus annað hvort lengdrar samtengingar eða flipaaðgerð. Því minni sem æðarn- ar eru og barnið yngra eru líkurnar meiri á að flipaaðgerð verði valin sem kjöraðgerð, Ef þrengslin eru stutt er oftast hægt að nema þau brott og tengja ósæðina saman enda í enda á einfaldann máta (Mynd 5). Þessi aðgerð á oftast við og er fljótlegust. Við þessa aðgerð þarf stundum að setja töng á a. subclavia sin. á meðan tenging er gerð, en opnunin er umfangsminni en við hinar aðferðirnar og minna þarf að skerða blóðrás meðan á tengingu stendur. Þegar gerð er lengd samtenging þarf að loka ósæðarboganum milli truncus brachiocephalicus og vinstri a. carotis (Mynd 6). Oft þarf jafnvel að þrengja dálitið að truncus með tönginni. Þetta er gert til að hægt sé að framlengja opnun á ósæðarbog- anum innan og neðan á boganum yfir öll þrengslin þó þau séu í stórum hluta bogans eða til móts við truncus. Við þessa aðferð þarf að losa verulega um fallhluta ósæðar, þó þarf yfirleitt ekki að loka fleiri hliðaræðum en við hinar aðferðirnar. Flipaaðgerð hentar best þegar þrengsli eru mikil í isthmus og þegar hann er full langur til að nema brott í heild sinni (Mynd 7). Þá er hluti af vinstri a. subclavia notuð til að víkka ósæðina yfir isthmus og vel niður fyrir ósæðarþrengslin. Flipinn verður áfram lifandi æðaveggur og getur haldið áfram að vaxa með sjúklingnum. Oft þarf að loka hliðar- greinum a. subclavia talsvert langt út eftir æðinni og jafnvel a. thoracica int. (a. mam. sin.) líka. A. vertebralis er hins vegar látin halda sér á æðinni fjarlægt við þann stað sem a. subclavia sin. er lokað. Helst skal forðast að nota gerviæðar við teng- inguna , en stundum verður ekki komist hjá því, hjá þeim sem greinast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Oftast vex tengingin í takt við barnið en í nokkrum tilfellum verður vöxturinn á svæðinu of hægur miðað við vöxtinn á ósæðinni að öðru leyti, og getur þá þurft að víkka svæðið út sfðar með balloon angioplasty. LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.