Læknaneminn - 01.04.1995, Side 100

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 100
íslands eru skráðir 40 RP sjúklingar sem fer nærri 1 /6500. RP sjúklingar eru þó iðulega ekki skráðir þar fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins, svo að væntanlega eru þeir mun fleiri. Sumar gerðir RP leggjast einungis á augun, aðrar eru hluti af heilkennum. Hér verður megináhersla lögð á birtingarform sjúkdómsins, greiningu hans og gang, meingerð svo og genarannsóknir sem hafa komið fram með ýmislegt athyglisvert á síðari árum. Nafnið retinitis pigmentosa hefur verið gagnrýnt, telja menn að -itis viðskeytið sé villandi og það er auðvitað alveg rétt, því þarna á sér ekki stað nein bólga. Nöfn eins og rod-cone dystrophy, retinal dystrophy, retinal degeneration og tapetoretinal degeneration hafa verið notuð yfir sjúkdóminn. Nafnið RP hefur hins vegar unnið sér sögulegan sess og hljómar auk þess afar virðulega, næstum eins og viðkvæði í sálumessu. Því hljómar íslensk þýðing, sjónufreknur, skv. íðorðasafni, hálf ankannalega. Verður hún ekki notuð hér. Skilgreining áRP: (Symposium 1982) 1. Einkenni frá báðum augum. 2. Missir hliðarsjónar. 3. Rökkuraðlögun stafa minnkar og/eða svörun frá stöfum á sjónhimnurafriti (ERG) minnkar, með lækkun á styrk (amplitude) og lengingu á bylgjudvöl (implicit time). Svörun getur verið upphafin. 4. Stigvaxandi minnkun á starfsemi ljósnema. í upphafi sjúkdómsgangsins geta augnbotnar í RP litið eðlilega út. Því þarf að gera allnákvæmar rann- sóknir ef saga bendir til RP, eða sterk ættarsaga er um RP og viðkomandi er ungur að árum. RP-breyt- ingar í augnbotnum hjálpa hins vegar til við mismunagreiningu þar sem svipuð einkenni koma fyrir í fleiri augnsjúkdómum. Einkenni Fyrsta einkennið er jafnan náttblinda. Spyrja þarf einstaklingana um ástand við velþekktar kring- umstæður, s.s. hvernig því gangi að fóta sig í bíósölum eftir að búið er að slökkva, þegar það fer fram úr á nóttunni o.s.frv. Til að kanna hvenær einkenni hófust er gott að spyrja hvort viðkomandi hafi sem barn átt erfitt með að fylgja hinum krökkunum í leik eftir að rökkva tók. Samkvæmt einni stórri aftursýnni rannsókn greindist náttblinda fyrr hjá þeim sem voru með X- tengda eða autosomal ríkjandi RP heldur en hjá þeim sem voru með autosomal víkjándi. Það að sjúklingur komi og kvarti um einkenni náttblindu segir þó ekki um hvenær einkenni byrjuðu, heldur aðeins hvenær þau fóru að hamla honum verulega. Því verður að fara varlega í að draga almennar ályktanir við ákvarðun upphafspunkts sjúkdómsins. A seinni stigum kemur fram bláhlindn (greina bláa liti illa) og eru gleraugu með gulum glerjum eitt af hjálpartækjum í RP og hjálpa þau til að greina betur bláa hluti frá umhverfi sínu. Þegar RP sjúklingar sem haft hafa sjúkdóminn í töluverðan tíma eru spurðir, kannast flestir við að sjá ljósfjólublá ský sem líða um í sjónsviðinu. Ekki er vitað hvað veldur, en hugsanlega fylla sjúklingarnir upp í sjónsviðsskaðann með ofskynjunum, sem ekki er óalgengt í augnsjúkdómum, þar sem eyður koma í sjónsvið. Eftir því sem á líður sjúkdóminn og sjónsvið skerðist enda margir með mjög litla hliðarsjón, svokallaða kíkissjón (tunnel vision). Skapast þetta af því að í fyrstu verða fyrst og fremst skemmdir á stöfum, sem sjá um jaðarsjón, en keilur, sem einkum eru staðsettar í makúlu þar sem skarpa sjónin á upptök sín, eru svo til óskaddaðar þar til á lokastigum sjúkdómsins og því helst sjónskerpan svo lengi. Skoðun Gera þarf almenna sjónmælingu, skoða fremri og aftari hluta augans í raufarlampa og mæla augn- þrýsting. Sérstaklega skyldi beina athygli að auga- steini, glerhlaupi, sjóntaug, sjónuæðum, makúlu og jaðarsvæðum sjónu. Sjónskerpa helst yfirleitt óskert þar til á loka- stigum RP, eins og áður hefur komið fram. Þess ber að geta að fæstir RP sjúklinga verða alblindir af völdum sjúkdómsins, þó að flestir muni hafa mjög skerta sjón á lokastigum sjúkdómsins og teljist lögblindir (sjá síðar í kafla um sjónsvið). Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni sjónskerputaps og undirflokka RP á þann hátt, að meirihluti autosomal ríkjandi sjúklinga hafi 6/9 í sjón eða betri undir þrítugu, en allir yfir fimmtugu með X-tengda RP hafi sjón undir 6/60. I einni rannsókn urðu 94 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.