Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 101

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 101
RETINITIS PIGMENTOSA langílestir sjúklingar með autosomal víkjandi og X- tengda RP lögblindir milli þrítugs og fertugs. I autosomal ríkjandi sjúkdómi kemur lögblinda milli fimmtugs og sextugs, fáir halda sjónskerpu lengur en það. Sumar rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á fylgni þarna á milli. I einni rannsókn var sýnt fram á að eftir að sjónskerpa byrjar að dvína, dalar hún nokkuð fljótt, yfirleitt á skemmri tíma en 10 árum (6/12 niður í 6/60). Þar voru skoðaðir autosomal vfkjandi sjúklingar. Sjónskerputap orsakast yfirleitt vegna hrörnun keilna í makúlu. Annað sem getur orsakað tap á sjónskerpu er bjúgur í makúlu, skýmyndun í auga- steini (cataracta) og himnumyndun framan við makúlu (macular preretinal fibrosis). Með sérstöku Iitbrigðaprófi (hue test) og rannsóknum á ljós- þröskuldi í fovea má yfirleitt greina afbrigðilega svörun mjög snemma í sjúkdómnum sem bendir til íhlutunar í fovea (og þar með á keilur) löngu áður en sjónskerpa minnkar. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á háa tíðni nærsýni í RP sjúklingum, allt frá 10% upp í 75% og er hún algengust í X-tengda hópnum. Augnþrýstingur er yfirleitt eðlilegur á öllum stigum sjúkdómsins, en nokkrir hafa getað tengt RP við aukna tíðni gláku. Skýmyndun í augasteini RP-sjúklinga er vel þekkt. Hún á sér oftast stað undir bakhýði auga- steinsins (posterior subcapsular cataracta) en það er sú tegund sem steralyf valda. Sumir hafa tengt þetta X-tengdri RP fremur en öðrum tegundum RP, en aðrir hafa ekki fundið neinn mun á tíðni skýmynd- unar milli hópa. Orsök skýmyndunarinnar er óþekkt. Flestir hafa breytingar í glerhlaupi og hefur þeim verið skipt í fjögur stig. A fyrsta stigi eru smáar litlausar agnir á sveimi. A stigi 2 hefur orðið glerhlaupslos aftanvert og á stigi 3 hafa myndast spólulaga þéttingar í glerhlaupi og líkt og bóm- ullarhnoðrar hér og hvar. A stigi 4 hefur glerhlaupið síðan fallið saman. Þessi stig fylgja ferli sjúkdóms- ins en í sumum tilfellum geta sjúklingar verið komnir á stig 4 fyrir tvítugt. Fyrstu merki RP í sjónhimnu eru mjókkun á slagæðlingum. Samhliða þessu safnast líkt og fín- gert ryk í sjónhimnunni og Iitarefni tapast úr litþekju. Áður fyrr var talað um RP „sine pigmento“ (án litarefnis) en því hefur verið kastað fyrir róða, því það gefur í skyn að þetta sé sérstakur sjúkdómur fremur en byrjunarstig RP. Eftir því sem ljósnema- hrörnunin gengur lengra eykst litarefnistap frá litþekju og litarefnið hraukast í beingaddamynstur (bone spicules) inni í sjónhimnu, yfirleitt mest áberandi á miðbaugssvæði sjónhimnu og í kringum æðar (Mynd 1). Þessar breytingar gerast oft nokkuð hratt. I einni rannsókn fékk yfir helmingur sjúklinga þessar breytingar á fyrstu þremur árunum eftir að sjúkdómurinn greindist. Fluorescein æðamynd af augnbotnum er óeðlileg á seinni stigum sjúkdómsins. Þá lýsir æðakerfi æðahimnu inn um svokallaða glugga sem myndast þegar litarefnið tapast úr litþekjunni, en í eðlilegum augnbotni hindrar litþekjan miðiun Ijóss frá æðahimnu. Talið er að æðar mjókki í tengslum við ljósnemaskemmdir. Velta sumir m.a. fyrir sér þeim möguleika hvort að fækkun ljósnema minnki þörf á súrefni og æðar sjónhimnu mjókki því, en þær víkka og dragast saman skv. sjálfsstjórnun (auto- regulation). Á seinni stigum sjúkdómsins verður sjóntaugar- ós (papilla - optic disc) fölleitur að sjá og eins og vaxkenndur á að líta. Fölvinn merkir þó ekki að þarna sé sjóntaugarhrörnun á ferðinni, þar eð taugahnoðafrumurnar (ganglion cells - hvers símar mynda sjóntaugina) eru óskaddaðar þar til á loka- stigum sjúkdómsins. I rafeindasmásjá má greina þykka himnu sem teygir sig út yfir sjónhimnu í alla fjórðunga hennar. Þessi himna er óaðskiljanleg frá Mynd 1. Hœgri augnbotn í retinitis pigmentosa (15 ára gömul stúlka). Þarna sést vel hið sérkennandi beingadda- mynstur sem er útfeliing á litarefni úr litþekju sjónhimnu. Hinn augnbotninn er mjög áþekkur (Augndeild Landakots- spítala). LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.