Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 104

Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 104
minnkuð stafasvörun en óbreytt keilusvörun. í gerð 2 er minnkuð svörun hjá báðum tegundum ljósnema. Sýnt hefur verið fram á að önnur gerðin breytist ekki yfir í hina með tímanum. Þess má geta að sjón- himnurit, augnrit og mæling á rökkuraðlögun eru framkvæmd á Rannsóknarstofu í lífeðlisfræði við Háskóla íslands. Mæling á kontrastnæmi (geta greint sundur misgráa fleti; lýsi hér með eftir íslensku orði) hefur ekki öðlast veigamikinn sess í RP. Vitað er að RP sjúklingar sýna minnkað kontrastskyn oft löngu áður en sjónskerpa minnkar og bendir það á skerta starf- semi í makúlu (og þar með í keilum) snemma í sjúkdómnum. Notagildi aðferðarinnar, annars vegar við að greina á milli RP og annarra sjónhimnu- sjúkdóma, og hins vegar greina á milli undirflokka RP er óþekkt. Fluorescein æðamyndataka af augnbotnum er yfirleitt framkvæmd á RP sjúklingum en hún getur leitt í Ijós litþekjuhrörnum í RP-sjúklingum og í konum sem eru arfberar fyrir X-tengda RP. Einnig er hún ntikilvæg til að greina æðaleka og bjúg í makúlu. Fluorescein æðamyndatökur eru fram- kvæmdar á augndeild Landakotsspítala. Sagan fengin, sjúkdómurinn greindur - hvað svo? 1. Fá góða fjölskyldusögu um sjúkdóminn. Þrír ættliðir gefa oftast nægar upplýsingar. Gefa þarf sérstakan gaum að skyldleikagiftingum, karlkyns skyldfólki móður og öðru nánu skyldfólki sjúklings. Oft þarf að kalla til fjölskyldumeðlimi til að skera úr um gerð sjúkdómsins. 2. Heilsufarssaga og kerfakönnun. Þetta er nauðsynlegt til að útiloka að RP sé hluti af kerfis- sjúkdómi eða heilkenni. Sérstaka athygli vekur að margir þeirra hafa minnkaða heym í för með sér: Usher heilkenni, gerð I, II, (III) Congenital adrenoleukodystrophy Infantile phytanic acid storage disease Cockayne heilkenni Alstrom heilkenni Mitochondrial myopathy (Kearns-Sayre heilkenni) Refsum heilkenni Mucopolysaccharidoses I-H, I-H/S, I-S, II, III Edward's heilkenni Aðrir sjúkdómar þar sem RP er hluti sjúkdóms- myndar: Laurence-Moon-Biedl heilkenni Zellweger heilkenni Juvenile nephronophthisis Neuronal ceroid lipofuscinosis (Battern sjúkd. Hallervorden-Spatz Spinocerebellar degeneration Abetalipoproteinaemia Leigh sjúkdómur Ymsir þessara sjúkdóma hafa nokkuð frábrugðna sjúkdómsmynd við RP, t.d. Battenssjúkdómur, öðru nafni neuronai ceroid lipofuscinosis, sem hefur greinst hér á landi. I þeim sjúkdómi minnkar sjónskerpa tiltölulega fljótt sem bendir til hrörnunar sem nær fremur til keilna heldur en stafa. Mismunagreining 1. Bogahrörnun (gyrate atrophy) í æðahimnu og sjónhimnu. Sjúkdómur þessi er autosomal víkjandi og algengastur í Finnum. Honum fylgir náttblinda og sjónsviðsskerðing líkt og í RP. Aberandi er hrörnun í litþekju sem kemur fram sem Ijósleitar skellur í augnbotni er liggja í sérkennilegu bogamynstri. Sjónhimnuæðar mjókka með tímanum og sjóntaug hrörnar. Ornitín mælist mjög hækkað í blóði og er notað til greiningar á sjúkdómnum. Pyridoxín (B6) hefur verið reynt sem meðferð með misjöfnum árangri. 2. Choroideremia. X-tengdur víkjandi sjúkdóm- ur, kemur einnig fram sem náttblinda og sjónsviðs- skerðing. Getur líkst RP í byrjun, litarefnistilfærslur og hrörnun í augnbotni, en sjónhimnuæðar mjókka ekki. 3. Keilu- og stafarýrnun (Cone-rod dys- trophy). I þessum sjúkdómum hrörna keilur miklu fyrr en stafir. Einkenni lýsa sér því fyrst og fremst með hratt minnkandi sjónskerpu, en náttblinda er lítið áberandi, a.m.k. í fyrstu. Augntif (nystagmus) er stundum til staðar. Vel þekktir sjúkdómar í þessum hópi eru svonefndir Stargaardtssjúkdómur og Fundus flavimaculatus. 4. Meðfædd starfræn nátthlinda (Congenital Stationary Nightblindness, CSNB). Þarna er um að ræða náttblindu, oft talsvert mikla, sem ávallt hefur verið til staðar hjá einstaklingum og eykst ekki 98 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.