Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 105
RETINITIS PIGMENTOSA
með tímanum. Augnbotnar líta langoftast eðlilega
út. Þetta fyrirbæri erfist autosomal ríkjandi, víkjandi
og X-tengt og er þá nærsýni oftast meðfylgj-
andi. Sett hefur verið fram sú kenning eftir prófun
með sjónhimnuriti og fleiri prófum að sennilega sé
um að ræða galla í taugaleiðni í sjóntaug, en ekki
í Ijósnemum. Tvær gerðir CSNB hafa óeðlilega
augnbotna, Oguchi sjúkdómur og Fundus albi-
punctatus.
5. Thioridazine - (,,Melleril“) - sjónhimnu-
sjúkdómur. Notkun þessa lyfs getur valdið sjón-
himnuskemmdum sem veldur einkennum á borð við
náttblindu og minnkaðri sjónskerpu. Við sjónsviðs-
mælingar geta komið fram hringeyður í sjónsviði
líkt og í RP og ERG getur orðið óeðlilegt. I augn-
botnum sjást litarefnistilfærslur, lfkt og í RP. Ahrifin
eru skammtabundin. Breytingarnar og einkennin
kunna að hverfa eftir að meðferð er hætt, en í sum-
um tilfellum helst ástand óbreytt og getur jafnvel
versnað.
6. Syphilis neuroretinitis (sjónhimnu- og
sjóntaugarbólga). Getur verið í öðru auganu eða
báðum. Sjónskerpa minnkar oft fljótt. Kemur fram
sem sjónhimnubólga (retinitis), sjóntaugarbólga
(optic neuritis) eða hvort tveggja (neuroretinitis).
Gengur yfirleitt til baka með meðferð.
Nokkur orð um erfðafræði RP
Með aðferðum sameindaerfðafræði hefur reynst
kleift að flokka RP enn frekar niður og kemur þá æ
betur í ljós hversu margskiptur sjúkdómurinn er.
Þetta er hópur sjúkdóma sem orsakast af afbrigði-
legum genum í nokkrum litningum. Ríkjandi teg-
undin hefur verið rannsökuð mest og er hún rakin til
litninga 3, 6, 7 og 8. Víkjandi tegundin hefur verið
rakin til litnings 3 og víkjandi tegundin sem tengist
Usher heilkenni (m.a. heyrnarleysi) til litnings 1.1
það minnsta tvær X-tengdar tegundir hafa verið
raktar til mismunandi staða (loci) á stutta armi X-
litningsins.
Árið 1984 var rhodopsíngenið staðsett á litningi
3q. Fjórum árum síðar fannst genagalli í fjölskyldu
með rfkjandi RP einmitt á litningi 3q. Rhodopsín er
staðsett í diskum stafa í sjónhimnu og gegnir það
veigamiklu hlutverki við ljósmiðlun (phototrans-
duction) sem er grunnur Ijósskynjunar og þar með
sjónar. Rhodopsíngenið er 7000 basar að stærð og
inniheldur 5 exona, eða kódasvæði. Þessir exonar
eru þýddir af mRNA yfir í rhodopsínpróteinið sjálft,
sem inniheldur 348 amínósýrur. Hver rhodopsín-
sameind hlykkjast sjö sinnum í gegnum frumuhimnu
ytri hluta stafanna, fjórar lykkjur vísa inn í cyto-
plasma og þrjár lykkjur út í millidiskabilið í
stöfunum (Mynd 4). A-vítamín, eða 11-cis-retinal
hreiðrar síðan um sig í eins konar lófa sem mynd-
aður er úr litlum hlykkjum í rhodopsínmólekúlinu.
Nú hafa greinst yfir 40 tegundir af stökkbreytingum
sem verða víðsvegar á rhodopsínpróteininu í auto-
somal ríkjandi RP. Þetta eru punktstökkbreytingar
þar sem í flestum tilfellum verða basaskipti og þar
með kemur fram ný amínósýra í próteininu, eða að
heilu basaraðirnar detta út. Flafa menn velt fyrir sér
þeim áhrifum sem þetta gæti haft í för með sér.
Ýmsir hlutar próteinsins gætu aflagast, inni í cyto-
plasma, í frumu-(diska) himnunni eða í millidiska-
bilinu. Hæfni til að binda A-vítamín gæti minnkað,
aðlögun að frumuhimnu minnki eða sambland allra
þessara þátta. Talið er að um 25-30% allra sjúklinga
með ríkjandi RP hafi eina af þessum stökkbreyt-
ingum. Nú þegar hefur verið sýnt fram á mismun-
andi sjúkdómsgang eftir því hvar stökkbreytingin
verður. Til dæmis er áætlað að sjúklingar með
Pro23His (amínósýra 23 breytist úr Prolíni í Histi-
dín) stökkbreytingu verði lögblindir að meðaltali um
sjötugsaldur, en þeir sem séu með Pro347Leu
Mynd 4. Þrívíddarbygging rhodopsínsameindarinnar.
Hún myndar nokkurs konar lófa sem tekur við A-vítamín-
inu er tengist lysínafleiðu með samgildu tengi (merkt með
bókstafnum K) í sjöundu lykkju mólekúlsins (lykkjurnar
eru merktarfrá 1-7) (Úr: Applebury ML: Molecular gene-
tics. Insight into blindness. Nature, 343, bls. 317)
LÆKNANEMINN I. tbl. 1995 48. árg
99