Læknaneminn - 01.04.1995, Side 113
TANNVERND
hjúkrunarfræðinga að leggja áherslu á, ekki síðar en
í 6 mánaða skoðun barna.
HVAÐ GETUM VIÐ GERT
TIL AÐ STYRKJA VARNIR
TANNARINNAR?
Flúorgjöf og skorufyllur eru helstu forvarnar-
aðgerðir til styrktar tönnununr sjálfum.
Flúor
Flúor styrkir glerung tanna. Flúorfrumeindin
gengur inn í hydroxyapatite-krystalbyggingu tannar-
innar, og kemur í stað óstöðugs hydroxylhóps.
Á fslandi hefur drykkjarvatn ekki verið
flúorbætt, en víða hefur flúorbætt drykkjarvatn
sannað gildi sitt í baráttunni við tannskemmdir. Til
að bæta úr flúorskorti á fólk nokkra kosti:
Flúortöflur
Flúortannkrem
Flúorskol
Flúorpenslun hjá tannlækni
Af þessum kostunr orka flúortöflurnar helst
tvímælis. Flúor er eitur í of stórum skömmtum, en
sé fyllsta öryggis gætt, er það hættulaust. Vert er að
taka fram að fái börn flúortöflur, verða þau að fá
barnatannkrem; fullorðinstannkrem og flúortöflur er
of stór skammtur. Aðalverkun flúortafla er stað-
bundin og því á ekki að gefa flúortöflur á sama tíma
og burstað er. Gott er að gefa t.d. flúortöflu í
hádeginu ef burstað er kvölds og morgna.
Skorufvllur
Skorufyllur: í bitfletinum eru oft djúpar skorur
og þar setjast oft matarleifar. Þessar skorur eru oft
svo þröngar að tannburstahárin ná ekki ofan í þær og
þá er voðinn vís. Því er æskilegt að loka þeim í tíma.
Eftir hreinsun hjá tannlækni, er rennt hvítu plastefni
í skorurnar, og ver það tönnina skemmdum.
HVENÆR EIGA BÖRN
AÐ FARA FYRST TIL
TANNLÆKNIS?
Það er því miður enn til að börn séu með
skemmdar tennur 2-3 ára. Það verður þó æ sjald-
gæfara, sem betur fer. Það er talið æskilegt að börnin
komi á þessum aldri, - barnatannlæknar tala um að
sjá börnin, í fyrsta sinn, um tveggja ára aldur. I
fjögurra ára læknisskoðun ættu því öll börn að vera
búin að fara tvisvar til fjórum sinnum til tannlæknis.
Mikilvægt er að vernda barnatennurnar, því tapist
barnatönn, verður truflun á vexti kjálka og fullorð-
instanna, fullorðinstennurnar riðlast og útkoman
getur orðið alvarlegar tann- eða bitskekkjur. Með
reglubundnu eftirliti venjast þau tannlækninum,
skoðun verður ekki til að vekja ótta við tannlækna-
stólinn og þau taka minni háttar viðgerðum með
jafnaðargeði. Algengt er að skorufylla 6 ára jaxlana
og þá er einmitt mjög gott að barnið sé vant því að
koma til tannlæknis. Nú greiðir Tryggingarstofnun
ríkisins 75% af tannlæknakostnaði barna fram til 16.
ára aldurs.
Styrkveitandi:
MÁL OG MENNING
LÆKNANMEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
107