Læknaneminn - 01.04.1995, Page 118
Mynd 4. Asclepios og börn hans að lœkna sjúka, sem krjúpa viðfótstall þeirra.
Lokaorð Sókratesar voru t.d.: „Ó, Kriton, við skuld-
um Asclepiosi hana.“ Bænir voru einnig notaðar til
lækninga í musterunum auk baða, líkamsræktar og
leiksýninga.
Ein arfsögn segir að Asclepios hafi verið á leið til
sjúklings er snákur hringaði sig um staf hans. Hann
drap snákinn en þá birtist annar snákur með blað
lækningajurtar í munni, sem vakti dauða snákinn
aftur til lífs.
Frá 5. öld f. Kr. kepptu trúarbrögð og vísindi um
lækningar. Hippocrates varð til að skilja þarna á
milli. I raun eru, skv. hefðinni, ákveðin tengsl milli
Asclepiosar og Hippocratesar, því Hippocrates er
talinn afkomandi sonar Asclepiosar, Podaleirosar, í
18. lið. 1 riti sínu, Hinn heilagi sjúkdómur, ræðst
Hippocrates á þá kenningu að guðirnir valdi sjúk-
dómum og heldur því fram að þeir, þar á meðal
flogaveiki, eigi sér náttúrulegar ástæður. Samt mælir
hann stundum með bænum og ákallar Asclepios í eið
sínum. Asclepiosarstafurinn var t.d. tákn læknaskóla
Hippocratesar á Kos. Sama merki var einnig notað
sem tákn fyrir borgina Kos.
Hippocrates getur um hátíð helgaða Asclepiosi
sem var kölluð „að hefja stafinn á loft.“ Hún var
haldin árlega og tengdist pílagrímsferð til hins
heilaga cyprusviðarlundar Appollos nálægt Kos.
Hugmynd hefur komið fram um að stafur Asclepios-
ar hafi verið hugsaður sem grein frá hinum heilaga
lundi, því hann er oft sýndur kræklóttur.
Einnig hefur stafurinn verið notaður sem stafur
förumannsins og táknar sem slíkur hversu læknirinn
er reiðubúinn að leggja á sig langferð til að líkna
sjúkum.
Dýrafræði snáksins
Á grískum myndum af snáknum má sjá að hann
hefur yfirleitt verið sýndur sömu tegundar og hafa
ýmsir kunnáttumenn talið sig þekkja þar tegundina
Coluber longissimus, sem er ekki eitruð og verður
um 6 fet á lengd. Sá snákur lifir í S-Evrópu en barst
um allan hinn helleniska menningarheim. Hann er
einkum að finna í nálægð við gömul böð, þar sem
Rómverjar héldu þá.
Vitað er að annar snákur, Elaphe Quatrolineata,
sem hefur fjórar langar rákir eftir búknum, var not-
aður til lækninga í hofum. Trú var á, að ef tunga hans
eða munnhol snerti sár manna, gréru þau. Við lok 19.
aldar fannst í Epidaurus eftirfarandi greinargerð:
„Maður hlaut lækningu á tá sinni með aðstoð snáks.
Hann þjáðist mjög vegna slæmrar ígerðar í tá og fóru
þjónar musterisins með hann út að degi til og komu
112
LÆKNANEMINN 1. Tbl. 1995 48. Árg.