Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 122

Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 122
fræðilega góð. í fyrra skiptið var rætt um hjartasjúkdóma út frá sjónarmiði hinna ýmsu stétta og talaði Gestur Þorgeirsson læknir fyrir okkar hönd. Kunnum við honuin og öðrum þáttakendum bestu þakkir fyrir fróðleg og skemmtileg erindi. í seinna skiptið talaði Vilhjálmur Arnason um siðfræði lífs og dauða og þökkum við houm einnig fyrir sitt framlag. I seinna skiptið komu tannlæknanemar inn í dæmið og er það fagnaðarefni. í raun er furðulegt hvað nemendur í hinum ýmsu heilbrigðisgreinum hafa lítið samband því að þeir eiga mörg sameiginleg hagsmunamál. Er mikill vilji hjá hjúkrunar fræðinemun fyrir því að halda áfram þessu samstarfi. Einnig héldum við sameiginlegan dansleik með lyfjafræðinemum á árshátíðinni að lokinni máltíð og skemmtiatriðum. Heppnaðist það mjög vel þrátt fyrir efasemdir nokkurra aðila. II. Tillögur um breytingar á stjórnkerfi F.L. Ritari félagsins hefur sett fram tillögur um breytingu á stjórnkerfi F.L. í samráði við stjórnina og formenn þeirra nefnda er tillögurnar snerta. Tillögur þessar fela í sér breytingar á stjórnkerfi félagsins. Breytingunum er ætlað að gera starfsemi F.L. skilvirkari og umfram allt léttari í vöfum. Við núverandi aðstæður er svo komið að stjórnkerfi F.L. veldur ekki því umfangsmikla embættismannakerfi sem félagið sjálft hefur byggt upp. (Þessu til stuðnings má benda á að nú eru embættismenn F.L. 68 talsins sem jafngildir því að á hverjum tíma eru rúmlega 30% læknanema embættis- menn.) Því er með breytingum þessum leitast við að einfalda stjórnkerfið og gera það markvissara. I dag er stór hluti þeirra sem sitja í fjölmennri stjórn félagsins (9) vannýttur, t.d. eru fulltrúar yngri áranna (1.2. og 3. ár) í rauninni aðeins tengiliðir við sín ár. Því kveða tillögurnar á um að hver og einn stjórnarmeðlimur hafi ákveðin fyrirfram skilgreind hlutverk, sem honum er ætlað að inna af hendi. Með þessu móti er hægt að efla stjórnina og gera hana betur í stakk búna til að sinna hagsmuna-, félags- og kennslumálum læknanema. Einnig er reynt að tengja betur saman stjórnina og hinar ýmsu nefndir félagsins. Boðskiptaleiðum milli stjórnar og sumra nefnda sem og milli nefndanna sjálfra hefur verið áfátt og hefur það komið niður á starfsemi félagsins, t.d. varðandi skipulagningu og fleira og dæmi eru fyrir því að skipulagðir hafi verið viðburðir sem áttu að eiga sér stað, sama dag á sama tíma. Þess vegna er miðað að því að auka tengslin og þannig auðvelda boðskiptin milli stjórnarinnar og hinna ýmsu nefnda á þann hátt sem lýst er hér á eftir. Stjórnin hefur þá betri yfirsýn og er í mun meiri tengslum við þá starfsemi sem fram fer í nafni félagsins, og f framhaldi af því verður skipulagning félagslífsins mun auðveldari. Til að framkvæmanlegt sé að henda reiður á fjárinunum félagsins þá er gert ráð fyrir því að innan félagsins séu aðeins þrjár einingar með sjálfstætt bókhald: Stjórn F.L., Læknaneminn og Stúdentaskiptanefnd. Fjármál þessara eininga eru undir yfirstjórn og eftirliti gjaldkera F.L. Æskilegt væri að Stúdentaskiptanefnd og Læknaneminn skiluðu yfirliti yfir stöðu fjámála sinna á ca. 3- 6 mán. fresti til að auðvelda gjalkera störf sín. Stjórn F.L. mælir endregið með því að tillögur þessar verði samþykktar. III. Deildarráð og deildarfundir. Deildarfundur er æðsta vald læknadeildar og fer þar fram öll meiriháttar ákvarðanataka. Þar voru efst á baugi ráðningar nýrra prófessora í fæðinga- og kvensjúk- dómafræði, lífefnafræði og barnalæknisfræði. Bjóðum við þá velkomna til starfa og vonumst eftir góðu samstarfi við þá í framtíðinni. Mikill tími fór í að samþykkja reglur um doktorsnám f læknadeild sem hafa verið mörg ár í mótun en nú geta nemendur hafið formlegt doktorsnám í læknadeild að því tilskyldu að læknadeild beri engan kostnað af því. Einnig var þar rætt um breytingu á stjórnkerfi læknadeildar. I vetur var einnig haldið málþing á vegum lækna- deildar þar sem á dagskrá voru kennslumál og ræddar voru niðurstöður kennslumálaráðstefnu F.L. Þar komu fram margar athyglisverðar hugmyndir og hástemmdar yfirlýsingar um læknakennslu í framtíðinni. Deildarráð fer með framkvæmdavald læknadeildar og hefur ákvarðanavald um flest málefni deildarinnar. Deildarráð fundar á hálfs mánaðar fresti. Formaður og ritari F.L. sitja þessa fundi og hafa atkvæðisrétt. Attu þeir gott samstarf við aðra deildarráðsmenn. A hverju ári eru ótal erindi afgreidd í deildarráði og verður hér fyrst og fremst vikið að þeim málefnum sem snúa að stúdentum beint. 1. 30 í numerus clausus. Ákveðið var að fara fram á það að 30 manns fengju að halda áfram námi á öðru misseri eins og var í fyrra. 2. Takmörkun á fjölda tilrauna í numerus clausus. í kjölfar mikilla umræðna um afdrif stúdenta sem oft reyna við numerus calusus kom kennslustjóri með þá tillögu að í framtíðinni fái nemendur aðeins að reyna tvisvar við úrtökuprófin. Fulltrúar læknanema lögðu fram þá breytingartillögu að þeir sem ná öllum prófum í annað sinn fái að reyna í þriðja og síðasta skipti. Var þetta samþykkt í deildarráði og hyggst deildarforseti kynna þetta mál í Háskólaráði á næstunni í annað sinn en því var hafnað í fyrra skiptið. Þessi ákvörðun ætti að fyrirbyggja mannlega harmleiki sem orðið hafa þegar stúdentar reyna 116 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.