Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 128

Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 128
þeir hafa ekki þegar fengið þá og er ætlast til að allir hafi greitt ráðningagjöldin fyrir 4. nóvember. Rétt er að benda á að þeir sem ekki greiða ráðningagjöldin fyrir þann tíma verða ekki dregnir út í ráðningaröð og það sama á við um félagsgjöld í F.L. Undanfarin ár hafa ráðningagjöld verið óbreytt. Deilumál: Sem fyrr komu upp ýmis deilumál og er ekki ætlunin að fara að rekja hvert einstakt mál. Eins og áður sagði voru nokkur þeirra tengd 48-tíma reglunni og er mikilvægt að enginn velkist í vafa um hvernig túlka beri þessa reglu. Ekki kom til þess að ráðningastjórar þyrftu að beita sektum eða refsingum þetta starfsárið og er vonandi að svo verði áfram. Niðurlag: Ráðningakerfið er í raun stórmerkilegt jöfn- unarkerfi sem á að koma í veg fyrir blóðuga baráttu okkar á milli. Mikilvægt er að við stöndum saman um að fylgja reglum þess. Það krefst nokkurs félagsþroka og aðhalds en mikilvægast er að heiðarleiki sé í fyrirrúmi þannig að allir geti treyst því að farið sé nákvæmlega eftir settum reglunum. Að lokum vil ég þakka Steingerði Gunnarsdóttur fyrir gott samstarf og óska þeim er taka við velfarnaðar á komandi starfsári. Jón Örvar Kristinsson aðalráðningastjóri Skýrsla íþróttanefndar 1993-1994. íþróttanefndin hóf ötult starf sitt á kaffihúsi í nóvembermánuði. Voru nefndarmenn kappsfullir og skipulögðu vetrarstarfið allt á einu bretti , örvaðir af kaffidrykkju. Afleiðingarnar urðu þessar: íþróttamótin urðu 5 talsins og auk þess stóð íþrótta- nefnd fyrir skíðaferð í vetrarlok. Ahugi læknanema á þessu brölti var mismikill. Til að mynda var fyrir jól haldið einstaklingsmót í skák þar sem aðeins mættu 6 þáttakendur. Hrafnkell Þorsteinsson á 5. ári stóð þar uppi sem sigurvegari eftir úrslitaskák við Ottar Bergmann á 3. ári. Góð þátttaka var hins vegar í sveitakeppni í skák , en 6 sveitir tóku þátt og sigraði lið 1. árs A með nokkrum yfirburðum. í knattspyrnumóti utanhúss kepptu 4 lið og að vanda voru það hinir stæltu drengir á 5. ári sem fóru heim með verðlaunaféð, þó eftir tvísýnan úrslitaleik við 2. árið. Síðar um veturinn sýndu svo 2. árs nemendur að þeim er ekki fisjað saman er þeir sigruðu í innanhúss knat- tspyrnumótinu. Körfuknattleiksmótið varð ofsafjörugt, en mér vitanlega var þetta í fyrsta skipti sem læknastúdínur keppa innbyrðis á íþróttamóti. Ungliðarnir á 1. ári sýndu ekki tilhlýðilega virðingu heldur óðu yfir eldra og reyndara fólk og hreyktu sér af sigri bæði í kvenna - og karlakeppninni. Fáir mættu í skíðaferð í Hrafnagil, en þeir 20 sem fóru hafa margir hug á að fara aðra ferð í vetur. Kostnaður Félags læknanema af þessu öllu var: Leiga á grasvelli kr. 6800,- Gisting fyrir 20 manns í Hrafnagili kr. 8500.- Samtals kr. 15300,- Vil ég þakka læknanemum fyrir þáttökuna í vetur og nefndarmönnum fyrir gott samstarf. Fyrir hönd íþróttanefndar, Þrándur Ulfarsson. Skýrsla fulltrúaráðs Megin verkefni fulltrúaráðs (og í raun það eina) á liðnu vormisseri var að hópa læknanemum saman, og halda í okkar árvissu vísindaferð. Að sjálfsögðu var megin tilgangurinn með ferð þessari, sem og hinna fyrri, að fræðast um þá aðstöðu sem læknum býðst úti á lands- byggðinni og að stunda fræðin fjarri skarkala höfuð- staðarins. Reyndist mest akademísk interessa fyrir því að heimsækja höfuðstað norðurlands, Akureyri. Akveðið var að fara fremur með áætlunarbílum en flugi, þar sem þá gæfist meiri tími til lestrar. Haldið var af stað eftir hádegi á föstudegi og komið norður á besta tíma. Gist var í félagsheimili K.A. manna, þar sem í ljós kom við eftirgrennslan að 87% læknanema voru áhangendur þess félags. Nokkuð misjafnt var hvað menn tóku sér fyrir hendur þetta fyrsta kvöld, en stór hluti hópsins fór þó á dansleik í Sjallanum þar sem hljómsveitin „Síðan Skein Sól“ skemmti. Að sjálfsögðu voru flestir með ótóskópin og skoðuðu í eyru nágrannans. Laugardagurinn var síðan vel nýttur. Fyrst var Fjórðungssjúkrahúsið skoðað, og þar urðu stúdentar gestrisni heimamanna aðnjótandi. Síðan var haldið út að prestsetrinu forna að Laufási og kirkjan þar og torfbærinn skoðuð. Að því loknu var nýopnað Listagil Akureyringa kannað. Þar kom það í ljós sem margan hafði grunað, að læknanemar væru mjög listfengir. Kvöldið hófst svo með kokkteilboði sem bæjar- stjórn bauð til, og síðan var haldið í Sjallann þar sem kvöldverður var snæddur. Að honum loknum var blönduð bolla í og við Þórsheimilið. Síðan var aftur haldið í Sjallann og hóplæknisskoðun framkvæmd við undirleik Rokkabillýbands Reykjavíkur. A sunnudagsmorgni var síðan skruddunum safnað saman og haldið í bæinn. 122 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.