Læknaneminn - 01.04.1995, Side 129

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 129
AÐALFUNDUR í febrúai'byrjun tókst svo fulltrúaráð á við sitt annað stóra verkefni, er árshátíð félagsins var haldin með pompi og prakt. Eins og svo oft áður var hún haldin á Hótel Sögu. Heiðursgestir voru hen'a Arni Björnsson læknir og eiginkona hans. Eftir að ljúffengum réttum hafði verið sporðrennt og óvenju góðum skemmtiatriðum var lokið, var dansað fram undir morgun við ágætan undirleik hljómsveitarinnar Papa frá Vestmannaeyjum. Flestir munu hafa skilað sér heim að dansleik loknum. F.h. fulltrúaráðs, Ivar Þór Jónsson Síðasta skýrsla fulltrúa læknanema í BS-nefnd. Starf BS-nefndar var með hefðbundum hætti í vetur þar sem afgreiddar voru umsóknir BS-nema og ýmis önnur mál afgreidd sem upp komu þar að lútandi. Auk undinitaðra sátu í nefndinni kennararnir Gunnar Sigurðs- son, formaður nefndarinnar, Guðmundur Þorgeirsson og Jón Olafur Skarphéðinsson. Skipulagning 4. árs verkefna tókst vel og eins og alltaf stóðu nemendur sig frábærlega. Þetta var í þriðja sinn sem 4. árs rannsóknaverkefni er skipulagt og yfirgnæfandi hluti nemenda er þeirrar skoðunar að þetta sé bráðnauðsynlegur þáttur í læknanáminu og furðar sig á því að þetta hafi ekki verið tekið upp fyrr. Betur var nú mætt á rannsóknarráðstefnuna en í fyrra. í vetur var gerð sú breyting að BS-nefnd var lögð niður og í hennar stað var stofnuð ný nefnd sem kallast rannsóknarnámsnefnd að tillögu fulltrúa læknanema í BS- nefnd. Þessi nefnd verður skipuð fjórum kennurum, fulltrúa MS-nema og tveimur læknanemum, einum af fjórða ári og einum BS-nema. Þessi breyting kemur til vegna aukinna umsvifa nefndarinnar sem á að hafa umsjón með rannsóknaverkefnum 4. árs nema, BS-námi, MS-námi og doktorsnámi í læknadeild. Nemendur þakka öðrunt nefndarmönnum ánægju- legt samstarf. Margrét Valdimarsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Skýrsla Læknanemans "93-'94 Starf ritnefndar hófst fjótlega eftir aðalfund '92. Frjór hópur sem samanstóð af Ingu S. Þráinsdóttur, Ingólfi Einarssyni, Jóhanni R. Guðmundssyni, Kristínu Leifs- dóttur , Halldóru Jónsdóttur auk undirritaðra hittist reglulega til að koma hreyfingu á sálarlíf sitt í þeirri von að hugmyndir kviknuðu um greinar sem læknanemar hefðu gagn og gaman af. A endanum reyndust hugmynd- irnar fleiri en hægt var að vinna úr. Höfundar, sem höfðu nóg á sinni könnu fyrir, voru síðan ákaft hvattir til að skrifa á þessum tíma og gekk þar harðast fram Inga sem einnig sýndi einstakan dugnað við yfirlestur greina. Afraksturinn má sjá í tveimur tölublöðum. Fyrra tölublað okkar, 46. árg. 2. tbl., kom út á aðalfundi '93 og það seinna, 47. árg. 1. tbl., í lok mars mánaðar á þessu ári. Fjárhagsstaða blaðsins olli okkur í ritnefndinni í fyrstu talsverðum áhyggjum, þrátt fyrir að fráfarandi ritnefnd hafi ólíkt árunum áður, skilað hagnaði. Við töldum það því mikilvægt að leita á náðir hliðhollra aðila til styrktar útgáfunni. Til að gera langa sögu stutta þá fékkst styrkur frá Heilbrigðisráðuneytinu ásamt því að góðir samningar tókust við mörg lyfjafyrirtæki um auglýsingar. Ennfremur var brugðið á það ráð að gera átak í áskriftarmálum. Þannig stækkuðum við við áskrifendahópinn um 160 manns og fengu þannig samtals 425 manns (fyrir utan Iæknanemana) bæði tölublöð okkar. Fræðilegt gildi blaðsins ætti að vera hafið yfir öll gróðasjónarmið en þrátt fyrir það varð töluverður hagn- aður af útgáfunni að þessu sinni. Var hluti hagnaðarins notaður til kaupa á nýrri tölvu og prentara. Vildum við þannig leggja okkar af mörkum til að bæta tölvuaðstöðu læknanema sem löngum hefur verið ábótavant. I dag eru flestar greinar skrifaðar af sérfræðingum en ákjósanlegt væri að fleiri læknanemar fengju hugmynd að greinarskrifum og skrifuðu greinar undir leiðsögn sérfræðinga. Þegar litið er tilbaka er ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í gerð þessara blaða. Vel hefur verið vandað til greinaskrifanna. Munu gæði greinanna tryggja blaðinu þá virðingu sem það verðskuldar. Læknaneminn er í dag mikilvægur vettvangur fyrir yfirlitsgreinar um læknisfræðileg mál á íslensku og við eigum að tryggja að svo verði áfram. Með kveðju f.h. ritstjórnar Læknanemans Kristján Skúli Asgeirsson Helgi Birgisson LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 123
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.