Læknaneminn - 01.10.1996, Page 5
4
Efnisyfirlit:
Höfnun ígræddra nýrna................................
Nárakviðslit, fyrri hluti.
- Faraldsfræði, einkenni og greining................ 8
Meðferð gigtsjúkdóma fyrri hluti..................... 19
Glasafrjóvgun (In vitro fertilization, IW)........... 34
Hvað er sameiginlegt með læknisfræði og tónlist?.....|
Læknisfræði á Veraldarvefnum......................
Helicobacterpylori -yfirlitsgrein ... 45
Taugaklemmur í efri útlim .................... ..Æm 55
Discipuli medicinae, quo vadimus? ......... ..Æ
Nýmyndun æða og krabbamein
- bylting í krabbameinslyfjameðferð innan seilingaÉ
l'tskriltarmynd læknakandídata vorið 19% ... 70
Sérfræðinám í Svíþjóð ............ 71
Overdoses and poisonings: physiological ... 79
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema. útdneflH|.. 88
Skýrsla Stjórnar Félags Læknanema 1995-199ílBHl 111
Læknaneminn, Vatnsmýrarvegi 16, 1. hæð.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Jóhann Elí Guðjónsson, Þorbefj
Ritstjórn: Arni Kjalar Kristjánsson, Björg Þorsteinsdótti;
Ragnarsson, Sigfús Gizurarson, Sigurður Guðjónsson.
Auglýsinga- og fjármálastjóri: Sigurður Guðjónsson.
Málfarslegur ráðunautur: Björg Kofoed Hansen.
Forsíðumynd: Kona með myndeftir Kjartan Guðjónsson
Olía á striga, 100 x 80 cm. Myndin er í eigu listamannsinns.
Prentvinnslan: Prentsmiðjan GRAFÍK hf.
Tölvupóstföng ritstjóra Læknanemanns:
johang@rhi.hi.is.
tobiasboston@msn.com
iHögnason
sunnar Bjarni
Um blaðið
Nú er loks komið að því að lokablað 49. árgangs kemur út. Að þessu sinni er óvenju stutt á milli blaðanna. Utlit
blaðsins er enn í mikilli þróun og er það von okkar að hið nýbreytta útlit falli vel í kramið hjá Iæknanemum.
Helstu breytingarnar voru í útliti forsíðunnar og jafnframt það að uppsetning greina var nokkuð breytt og þá helst
að tryggt var að titlarnir sneru alltaf út að spássíunni og textinn var smækkaður en það er partur í þeim lið að halda
stærð blaðsins innan velsæmismarka auk þess sem það gerir blaðið læsilegra. Efni blaðsins er að venju greinar um
hin ýmsu málefni læknisfræðinnar. Ein helsta nýjungin að þessu sinni er að við birtum grein á ensku eftir sér-
fræðing á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þetta er að okkar viti í fyrsta skipti sem Læknaneminn birtir grein á
ensku og er það stefna okkar að opna blaðið að einhverju leyti fyrir yfirlitsgreinum á eriendum málum.
Ágætu lesendur
Læknaneminn hefur nú komið út árlega
í hart nær hálfa öld og hefur vegur
blaðsins farið vaxandi með hverju
árinu. Það hefur löngum verið vett-
vangur faglegrar umræðu og leikið
hlutverk miðils, þar sem læknar og
læknanemar segja frá reynslu sinni
af klínískum og akademískum stör-
fum.
I Læknanemanum hefur mátt
finna samandregnar upplýsingar
um tiltekin efni, sem torfundin
eru í námsbókum okkar og er
það stefna núverandi ritstjórnar
að svo verði áfram. Síðastliðin
ár hefur læknisfræðin leitast
við að aðlaga sig að þeirri
þekkingarsprengju sem hófst
við upphaf áratugarins sem
leið. Nú hafa einföld verk-
færi eins og „Polymerase
Chain Reaction“ og seg-
ulómun gert mönnum
kleift, að skoða mein-
gerð sjúkdóma og það
jafnvel á sameinda-
fræðilegu stigi. Og það
er jafn víst að tæknin á
eftir að breyta milcið
þeirri læknisfræði sem
við nú þekkjum og
mega læknar fram-
tíðar, þ.e. lækna-
nemar, búast við því
að hægt verði að
meðhöndla áður
ólæknanlega sjúkdóma
á næstu árum.
Við teljum það því mikil-
vægt að námsefni læknanema
verði því enn frekar aðlagað þess-
um nýja heimi, og að meiri áhersla
verði lögð á að þeir temji sér þá öguðu
hugsun, sem gerir þeim kleift að vega og meta
rannsóknir, á hlutlausum en gagnrýnum
grundvelli.
Ritstjórar
Þorbergur Högnason, Jóhann Elí Guðjónsson