Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 23

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 23
Arnór Víkingsson Gigtarvandamál eru algengir sjúkdómar og umtals- verður tími heimilislækna fer í að sinna kvörtunum frá stoðkerfi. Því er nauðsynlegt fyrir hinn almenna lækni að kunna góð skil á greiningu og meðferð slíkra gigt- sjúkdóma. I þessari grein verður fjallað um meðferð á slitgigt, mjúkvefjagigt og kristallagigt en í næsta tölu- blaði verður fjallað um meðferð sjálfsofnæmisgigtsjúk- dóma. Óhjákvæmilega verður umfjöllunin nokkuð yf- irborðsleg. Markmiðið er að lesandinn öðlist nauðsyn- legan skilning á þeim megin áherslum sem gilda í með- ferðarleiðum frekar en að fjalla um einstök svæðis- bundin gigtarvandamál. Slitgigt og mjúkvefjagigt eru mjög algeng vandamál, en ekki alvarleg i þeim skilningi að þau stytti ævi sjúk- linga, en valda þeim hins vegar þrálátum verkjum og vanlíðan og kosta einstaklinginn og þjóðfélagið háar fjárhæðir vegna tapaðra vinnustunda og heilbrigðis- kostnaðar. Almenningur lítur gjarnan svo á að fátt sé hægt að gera við þessum vandamálum annað en að taka verkjalyf og fara í sjúkranudd því viðkvæðið hefur ver- ið, „þetta sé bara gigt”. Arangur af slíkri meðferð er hins vegar takmarkaður sem sannfærir sjúklinginn enn frekar um að lítið sé hægt að gera til hjálpar. En er það svo? Með fjölþættri og markvissri meðferð er í mörg- um tilfellum hægt að ná verulegum árangri. Síðasti hluti greinarinnar fjallar um kristallagigt, aðallega þvagsýrugigt, sem er sennilega sá liðsjúkdómur sem nú- tímavísindi hafa komist lengst í að skilja og með- höndla. Svo framarlega sem sjúklingurinn fer eftir ráð- leggingum læknisins ætti enginn siúklingur með þvag- sýrugigt að hafa viðvarandi einkenni. Arnór Víkingsson er sérfræðingur í gigtarUkningum við Landspítalann. 1. SLITGIGT Slitgigt er algengastur liðsjúkdóma. Margt er óljóst hvað varðar orsakir slitgigtar. Orðið „slitgigt” felur í sér að sjúkdómurinn orsakast af sliti en það er aðeins hluti af sannleikanum. Slitgigt er samspil líffræðilegra og mekanískra þátta. Kyn, kynþáttur, aldur, erfðir, vissir efnaskiptasjúkdómar og aðrir óþekktir þættir skapa grunninn að slitgigt. Hvort slitgigt kemur fram og hversu alvarleg hún verður mótast síðan af því álagi sem lagt er á liðinn. Slitgigt er hrörnunarsjúkdómur þar sem skemmdir í liðbrjóski eru áberandi en einnig sjást breytingar í aðliggjandi beini, liðpoka og liðböndum. Af þessu hlýst hreyfiskerðing í viðkomandi lið, en aðal- einkennið og kvörtun sjúklinga lýtur að verkium. Verldr eru í fyrstu álagsbundir en við versnandi ástand koma hvíldarverkir og næturverkir. Slitgigt er ekki hægt að lækna. Meðferð miðar að því að koma í veg fyrir frekari skemmdir, draga úr verkium og bæta starfrænt ástand. I meðferðaráætlun þarf að Taflal_____________________________________________________ Lyfjameðferð í slitgigt. 1. Paracetamól. Skammtur: 0.5-1.0 mg x 1-4 á dag.- Varúð: Lifrarskemmd, nýrnaskemmd. Fylgjast með: ASAT, alkalískur fosfatasi og kreatínín á 3-6 mánaða fresti. Einnig eru til paracetamól forðatöflur Paratabs Retard -R 500 mg. Skammtur: 2-4 x 2 á dag. 2. Bólgueyðandi gigtarlyf: Sjá töflu II. 3. Sterk verkjalyf. Parkódín, Parkódín forte Abalgin, Nobligan. 4. Sykursterasprautur: Sjá töflu III. LÆKNANEMINN 19 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.