Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 26
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti sumra réttlætt með þeirri staðhæfingu að í samanburði við önnur bólgueyðandi verkjalyf séu aukaverkanir af völdum viðkomandi lyfs sjaldgæfari. Slíkar fullyrðing- ar eru einkum byggðar á grunnrannsóknum sem t.d. sýna minni áhrif af tilteknu lyfi á prostaglandín fram- leiðslu í nýrum (13), sem ætti þá að leiða til minni aukaverkana á nýru. Staðreyndin er hins vegar sú að praktískt séð er lítill sem enginn munur á aukaverkun- um, að því tilskildu að lyfin séu notuð í sambærilegum skömmtum (14,15). Undantekningin frá þessu er aspirin sem í sambærilegum skömmtum hefur meiri skemmandi áhrif á slímhúð meltingarvegar en önnur bólgueyðandi gigtarlyf (15). Nú eru að koma á mark- að sérhæfðari cyclooxigenasa hemjarar, sem samkvæmt teoríu ættu að hafa minni aukaverkanir (16) en tak- mörkuð reynsla er hins vegar komin á þennan flokk lyfja. Niðurstaðan er því sú að við val á bólgueyðandi gigtarlyfi ber fýrst og fremst að fara eftir lvfiaverði og notkunarmvnstri. þ.e. hvort þörf sé á stöðugri meðferð eða meðferð eftir þörfum (14) (sjá töflu II). Sjúkling- um sem hafa liðverki aðeins hluta úr degi dugar oft að taka lyf eftir þörfum og þá er best að nota bólgueyðandi gigtarlyf sem ná fljótt hárri blóðþéttni og hafa stuttan helmingunartíma. Fyrir sjúklinga sem þurfa verkjastill- andi meðferð allan sólarhringinn hentar betur að nota lyf með lengri helmingunartíma. Einstaklingsbundinn breytileiki er á milli lyfhrifa bólgueyðandi gigtarlyfja (17). Ef 2ja til 3ja vikna kúr með einu lyfi gefur ófull- nægjandi svörun er eðlilegt að reyna annað lyf, þá gjarnan lyf með aðra efnasamsetningu (sjá töjlu II). Notkun bólgueyðandi gigtarlyfja er almennt mikil. I Bandaríkjunum er áætlað að yfir 1% þjóðarinnar noti bólgueyðandi gigtarlyf daglega. Sum þessara lyfja er hægt að kaupa án lyfseðils sem ýtir undir þá tilfmningu að lyfin séu hættuminni en önnur lyfseðilsskyld lyf. A seinni árum hafa áhyggjur yfir mikilli og stundum ónauðsynlegri notkun þessara lyfja aukist vegna hárrar tíðni alvarlegra aukaverkana, einkum í meltingarvegi og nýrum. I Bretlandi er markaðshlutdeild bólgueyð- andi gigtarlyfja um 5% af ávísuðum lyfjum en þau eru orsök um 25% af skráðum aukaverkunum lyfja (18). 20-30% blæðinga frá efri hluta meltingarvegar hjá eldra fólki stafa af notkun bólgueyðandi gigtarlyfja (19). Erfitt er að verjast þessum alvarlegu aukaverkun- um því maga- og skeifugarnarsár tengd notkun bólgu- eyðandi gigtarlyfja eru oft einkennalaus (201. sérstak- lega í öldruðum (21). Bólgueyðandi gigtarlyf geta ein- nig skert nýrnastarfsemi og valdið vökvasöfnun. Því er ljóst að nauðsynlegt er að beita varkárni í notkun þess- ara lyfja, sérstaklega hjá einstaklingum sem er hættara við aukaverkunum. Aðaláhættuþættir fyrir blæðingu frá meltingarvegi tengt notkun bólgueyðandi gigtar- lyfja eru: Aldur > 65 ára, fýrri saga um blæðingu frá efri hluta meltingarvegar, sykurstera- eða blóðþynning- armeðferð, fýrstu 3 mánuðir á meðferð með bólgueyð- andi gigtarlyfi, reykingar og áfengisneysla. Helstu áhættuþættir fýrir tímabundinni skerðingu á nýrna- starfsemi eru: Aldur >65 ára, hjartabilun, háþrýstingur og notkun þvagræsilyfja eða ACE-hemjara (22). Fyrirbyggjandi lyfjameðferð til varnar sáramyndun f meltingarvegi skilar nokkrum árangri en upphefur ekki áhættuna. H2-viðtaka hemjarar draga úr líkum á skeifugarnarsári en hafa engin varnandi áhrif á mynd- un magasárs. Misoprostol dregur bæði úr myndun maga- og skeifugarnasárs (23). 5c) í völdum tilfellum er notkun STERKRA VERKÍALYFIA í slitgigt réttlætanleg. Sem dæmi má nefna einstakling með verki sem trufla daglegar athafn- ir og svara ekki paracetamóli eða bólgueyðandi verkja- lyfjameðferð eða einstakling þar sem meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfi er of áhættusöm. Sterk verkja- lyf eru ýmist tekin eftir þörfum eða reglubundið. Töluverð andstaða er á meðal lækna við að ávísa sterk- um verkjalyfjum fýrir sjúkdóm eins og slitgigt vegna hættu á þolmyndun og hugsanlegri fíkn. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til að notkun sterkra verkjalyfja leiði sjaldan til þolmyndunar eða fíknar í einstaklingum með langvarandi verki (24). Aður en meðferð með sterku verkjalyfi er hafin er nauðsynlegt að útiloka fýrri sögu um lyfjafíkn eða áfengismisnotk- un og fýlgjast þarf með árangri og aukaverkunum með- ferðar rétt eins og gert er við aðrar lyfjameðferðir. Verki er hægt að magngreina með „visual analog scale” og batnandi starfrænt ástand er jákvæð vísbending um gagnsemi meðferðar. Nauðsynlegt er að halda skrá fýrir hvern einstakling yfir ávísað magn sterkra verkja- lyfja og æskilegt er að einn læknir sjái um allar lyfjaá- vísanir. Hæfileg mótstaða gegn notkun sterkra verkja- lyfja er af hinu góða en má ekki koma í veg fýrir „eðli- Iega” notkun. 5d) SYKURSTERAR (glucocorticoids) í töfluformi eru aldrei notaðir í meðferð á slitgigt. Hins vegar hef- ur staðbundin meðferð þar sem sykursterum er spraut- að inn í lið sannað gildi sitt, sér í lagi í slitgigt í hné. LÆKNANEMINN 22 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.