Læknaneminn - 01.10.1996, Page 30
Meöferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti
TaflaV:_______________________________________________________
Trigger punkta sprautur.
1. Sótthreinsa húðina vel. Stinga snöggt í gegnum húðina og láta
nálaroddinn „þreifar” fyrir sér til að skynja þegar komið er inn í
punktinn.
2. Sprauta inn litlu magni (0.5 ml), færa nálaroddinn aðeins til og
sprauta aftur.
3. Nota blöndu af sykursterum og deyfiefni, t.d. 1 ml af
40 mg/ml metýlprednisólón og 7 ml af 1%
lidocaín án adrenalíns.
4. Strax eftir sprautuna: Teygja vel á mjúkvefnum, deyfa sársauka
með ísmola.
5. Næstu daga: Hitameðferð, teygjuæfmgar, forðast kulda
og stress.
Astæður fyrir lélegri svörun við trigger punkta sprautu:
1. Sprautað er á rangan stað, eða sjúklingur er með viðbótar
trigger punkta sem þarf að meðhöndla.
2. Þættir sem liggja að bald mjúkvefjagigtinni eða viðhalda henni
eru ekki leiðréttir.
3. Öðrum meðferðarþáttum er ekki nægjanlega sinnt.
4. Verkjaástandið er krónískt, óafturkræfar vefjaskemmdir hafa
átt sér stað.
5. Sjúkdómsgreining er röng.
myofascial verkir („vöðvabólgur”) og sálrænir myofasci-
al verkir. Vefjagigt einkennist af kvörtunum um út-
breidda stoðkerfisverki jafnframt því að við skoðun
koma fram eymsla punktar (tender points) á fyrirfram
Tafla VI:_______________________________________________________
Svefnleysi - leiðbeiningar til sjúklinga.
1. Reglubundinn svefhtími
Fara í rúmið og vakna á sama tíma alla daga.
Svefnhvíld á daginn á mest að vera 15 mín.
Fara í heitt bað fyrir svefn.
Heitur drykkur fyrir svefn getur hjálpað.
2. Umhverfisþættir
Forðast stórar máltíðir síðustu 3 klst. fyrir svefn.
Forðast sterkt ljós ef þú vaknar á nóttunni.
Ekki líta á klukkuna á nóttunni.
Hafa myrkur og kyrrð í svefnherberginu og notalegt
andrúmsloft.
3. Æfingar
Stunda æfrngar daglega.
Forðast mikla líkamsáreynslu síðustu 2 klst. fyrir svefn.
4. Áhrif lyfja.
Hætta að reykja, eða í það minnsta, ekki reykja í nokkrar klst.
fyrir svefn.
Alls ekki reykja ef þú vaknar á nóttunni.
Takmarka áfengisnotkun.
Hætta drykkju kaffein-innihaldandi drykkja.
Kaffein er ávanabindandi lyf.
Nota svefntöflur sparlega.
Ekki nota æðaþrengjandi nefdropa
ákveðnum stöðum (37) Vefjagigt samkvæmt þessari
skilgreiningu er mjög algeng (2-4% af þýði). Nýleg
rannsókn á Islandi sýnir að um 18% kvenna á aldrin-
um 17 til 79 ára uppfýlla skilmerki fyrir vefjagigt (38).
Meingerð/orsök vefjagigtar er illa skilgreind en vitað
er að ýmsir þættir (líkamlegir, sálrænir og félagslegir)
magna vandamálið og gera það erfiðara viðfangs. Því
er nauðsynlegt að kortleggja vandamálið og greina alla
þá þætti sem spila inn í fyrir einstaka sjúklinga og að
taka þá inn í meðferðaráætlunina. Annars er hætt við
því að ákveðnir flöskuhálsar myndist sem hindra árang-
ur í meðferð.
1. FRÆÐSLA. Skilningur á sjúkdómnum.
Meðferðin hefst á þessum þætti. An skilnings næst
enginn varanlegur árangur. Flestir sjúklingar eru bún-
ir að hafa einkenni í mörg ár við greiningu, að meðal-
tali 6 ár. Fyrir utan hefðbundnar kvartanir um verki,
eru flestir sjúklingar þjakaðir af margvíslegum öðrum
einkennum (s.s. þreytu, svefntruflunum, dofa, höfuð-
verk, kviðverk, kuldanæmi) sem þeir oft á tíðum hafa
ekld fengið fullnægjandi skýringu á. Ofr hafa sjúkling-
arnir misst trú á læknum og heilbrigðiskerfinu og
margir hafa reynt óhefðbundnar lækningar. Lestur
fræðslubæklings um vefjagigr (fæst hjá Gigrarfélagi Is-
lands) getur opnað augu sjúklingsins fyrir eigin kvört-
unum og spyrt þær saman í eitt vandamál. Við það
hættir leitin að svörum, óttinn við einkennin minnkar
og sjúklingurinn getur einbeirt sér að læknismeðferð-
inni. Mikilvægt er að gera vandamálið sem áþreifanleg-
ast en það er oft erfitt í vefjagigt. Ljóst dæmi um slíkt
er samanburður á liðverkjum í höndum hjá sjúklingi
með iktsýki og vefjagigt. Iktsýkissjúklingurinn sér lið-
bólgur í höndunum og finnst eðlilegt að því fylgi stirð-
leiki og verkir. Vefjagigtarsjúklingurinn aftur á móti
hefur verki og stirðleika í höndum en hendurnar líta
eðlilega út.
2. FRÆÐSLA: Magnandi þættir.
Fræða þarf sjúklinginn um þá þætti sem magna upp
einkennin og finna leiðir til að draga úr áhrifum ein-
stakra þátta hjá hverjum sjúklingi. Sjúldingurinn sjálf-
ur gegnir lykilhlutverki í þessari úrvinnslu, því hann
þekkir auðvitað best eigin aðstæður. Hlutverk læknis-
ins er að koma sjúklingnum í skilning um óæskileg
áhrif þessara þátta svo að hann geti sjálfur unnið úr
þeim.
LÆKNANEMINN
26
2. tbl. 1996, 49. árg.