Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 33
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti
2. Colchicine. Colchicine hefur verið notað í með-
ferð á þvagsýrugigt í um 2500 ár. Colchicine er áhrifa-
ríkt lyf í baráttunni við þvagsýrugigt og notkun þess
hefur sjaldan alvarlegar aukaverkanir í för með sér ef
varúðar er gætt í meðferð. Eigi að síður hefur notkun
colchicine farið dvínandi, aðallega vegna vaxandi vin-
sælda bólgueyðandi gigtarlyíja og vegna hvimleiðra
meltingafæraóþæginda af völdum colchicine. Þó er
ljóst að áhættan af notkun bólgueyðandi gigtarlyfja íyr-
ir einstaklinga með sárasjúkdóm í maga eða skeifugörn,
nýrnabilun eða hjartabilun er mun meiri. I nýlegri
textabók er colchicine talið vera kjörlyf í meðferð á
þvagsýrugigt hjá öldruðum (43) Þegar colchicine er
notað í bráðameðferð á þvagsýrugigt er mælt með að
gefa 0.5 mg á klst. fresti þar til einkenni lagast, auka-
verkanir koma fram eða ráðlögðum hámarksskammti
er náð (44) Við það næst öflug bólgueyðandi verkun og
svörun er yfir 90% ef meðferð hefst innan 12 klst. frá
upphafi kasts, 80% innan 48 klst. en um 60% ef með-
ferð dregst umfram það. Vandamálið er að umtals-
verður hluti sjúklinga fær veruleg meltingafæraóþæg-
indi, einkum kviðverki og niðurgang. Þess vegna hef
ég tilheigingu til að fara rólegar í sakirnar, gefa
colchicine hægar og í lægri heildarskammti (sjá töflu
VII). Til að fá betri áhrif er hægt að gefa samhliða einn
skammt af bólgueyðandi gigtarlyfi eða sykursterum.
3. Svkursterar. Sykursterar verka ágætlega á þvag-
sýrugigt og eru raunar góður meðferðarkostur í bráðri
þvagsýrugigt. Hægt er að velja þrjár leiðir við lyfjagjöf:
1. Sprauta í liðinn. I æfðum höndum er það oft kjör-
meðferð þegar aðeins einn Iiður er bólginn. 2.
Sprauta í vöðva. Gefur furðu góðan árangur (45).
Nýtist vel í sjúklingum sem þola illa önnur bólgueyð-
andi lyf, aukaverkanir eru nánast engar, t.d. hefur syk-
ursterasprauta í vöðva engin teljandi áhrif á blóðsykur-
sgildi sykursjúkra. 3. Stuttur sterakúr í töfluformi (46)
(sjá töflu VII).
Fyrirbyggjandi meðferð á þvagsýrugigt
Tíðni þvagsýrugigtarkasta er mjög breytileg. Sumir
(10-15%) fá einungis eitt kast en algengara er að fá
endurtekin köst. Líkur á margendurteknum köstum
eru meiri ef þvagsýrugildi í sermi eru mjög há. Fyrir-
byggjandi meðferð sem felur í sér breytingu á lífsstíl,
matarræði og lyfjanotkun er sjálfsagt að beita í öllum
tilfellum en íyrirbyggjandi lyfjameðferð er notuð í
völdum tilfellum.
Tafla VII:______________________________________________________
Meðferð á þvagsýrugigt.
1. Bráð þvagsýrugigtarköst
a. Colchicine
Per os: 1 mg fyrst, síðan 0.5 mg eftir 4 og 8 tíma og
effir það
0.5mg xl-2 á dag. (hægt að gefa meira).
Stöðva ber meðferð ef sjúklingur fær niðurgang eða
kviðverki.
í æð: l-2mg fyrst, síðan gefið 0.5 mg á 4ja til 12 tíma
fresti þar til einkenni eru horfin.
Hámarks hleðsluskammtur 4mg í einu kasti,
eftir það má ekki gefa meira colchicine
í eina viku.
Minnka þarf skammt um allt af því helming ef til
staðar er nýrna- eða lifrarsjúkdómur. Algjör
frábending fyrir notkun er ef sjúklingur er bæði með
nýrna- og lifrarsjúkdóm, kreatínín klerans er
< lOmm/min og við lokun á gallvegum utan lifrar
(50)
b. Bólgueyðandi gigtarlyf: Sjá töflu II.
Ef sjúklingur getur ekki tekið inn töflur (t.d. eftir
aðgerð) er til bólgueyðandi gigtarlyf
í öðrum lyfjaformum:
Endaþarmsstílar - Indometasín, ketóprófen,
naproxen, piroxicam, diklófenak
Sprautuform - Indometasín, ketorolac, tenoxicam.
c. Sykursterar
í lið: Sjá töflu III
í gegnum húð: Methylprednisólón 80 mg í vöðva x 1
um munn: Prednisólón 30 mg að morgni í 3 daga, síðan
minnka skammtinn í 20 mg, lOmg , 5 mg
og 0 mg á 3ja daga fresti.
2. Fyrirbyggjandi meðferð á þvagsýrugigt.
ATH! Aldrei hefja þvagsýrulækkandi meðferð í bráðu kasti.
a. Allopurinól
skammtur: 100 - 200 mg xl-2
varúð: Húðútbrot (10%), stundum Steven Johnson's
fylgjast með: syndrome. Mergbæling, hækkuð lifrarpróf Blóðhag, kreatínín, ASAT, Alk.fos.
b. Probenecid
skammtur: 250 mg x2 í viku, síðan auka í 500 mg x2
Varúð: og eftirleiðis má auka lyfjaskammt um 500 mg á mánuði að hámarksskammti 1000 mg x 2. Höfuðverkur, svimi, ógleði, uppköst
Fylgjast með: húðútbrot,mergbæling, nýrnasteinar, milliverkanir við lyf. Blóðhag, kreatínín, þvagskoðun
1. Fyrirbyggiandi meðferð án lvfja
Fylgni er milli hækkaðrar þvagsýru í blóði og offitu,
hækkaðrar blóðfitu, háþrýstings og sykursýki. Megrun
LÆKNANEMINN
29
2. tbl. 1996, 49. árg.