Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Side 35

Læknaneminn - 01.10.1996, Side 35
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti SJÚKRATILFELLI #1 55 ára gömul kona kvartar yfir áreynslubundnum verk í hægra hné undanfarin 3 ár. Konan starfar í verk- smiðju þar sem hún gengur mikið. Skoðun: Feitlagin (85 kg), slitgigtarbreytingar sjást í hægra hné. I hægra fæti er 5 gráðu valgus skekkja á ökkla, ilsig og framfót- ur er breikkaður. I hverju felst heildræn meðferð? Svar: Fræðsla um eðli slitgigtar. Liðvernd: Forðast álagsstöður (hnékreppur), megrun. Styrkja vöðva: Æftngar fyrir quadricepsvöðva 2x á dag. Laga skekkjur: Púða undir hælinn, innlegg í skó. Verkir: Prófa panodil 1000 mg x3 á dag. Meðferð gengur bærilega en 5 árum síðar kemur konan til þín, nú með sára verki í hnjám við minnsta álag og næturverki. Kvartar einnig yfir þreytuverkjum í baki. Hún er í sömu vinnu og áður, notar góða íþrótta- skó í vinnu og tekur paracetamól 1000 mg x3 á dag með takmörkuðum árangri. Hún hefur ekki stundað æfmgar fyrir lærvöðva síðustu ár. Þyngd nú er 80 kg. Auk merkja um slitgigt í hnjám eru meðalslæm mjúk- vefjaeymsli í glutealvöðvum og paraspinalvöðvum í lendhrygg. Röntgenmynd af hjám sýnir verulegar slit- gigtarbreytingar. Meðferðaráætlun? Svar: Liðvernd: Vinnuhagræðing, fækka vinnu- stundum eða breyta um starf; megrun: Hugsanlega koma sjúklingi í skipulagt megrunarprógram. Sjúkra- þjálfun: Styrkjandi æfmgaprógram fyrir lærvöðva und- ir leiðsögn, meðferð fyrir mjúkvefjagigt í gluteal vöðv- um. Verkjameðferð: Sprauta sykursterum, t.d. tri- amcinólón hexacetonide 20 mg, í hnéð. Hugsanlega prófa bólgueyðandi gigtarlyf til reynslu. Svefn: Ef ofan- nefnd verkjalyfjameðferð lagar ekki svefntruflanir þá lcæmi til greina að gefa T. Parkodin 2 fyrir svefn, eða þrí- hringja geðdeyfðarlyf, t.d. amitryptilin 25 mg fyrir svefn. 4 mánuðum síðar kemur konan til þín. Hún er ánægð með stöðu mála. Starfar nú við símavörslu hjá sama fyrirtæki, stundar æfingar fyrir lærvöðva tvisvar á dag, verkir í mjóbaki og rassvöðvum löguðust við sjúkraþjálfun og hún sefur vel. Hún fær verki í hné seinni part dags en þeir eru minni en áður. Tekur nú ibuprofen 6oo mg l-2x á dag og tekur stöku sinnum T. Parkódin forte 2 fyrir svefn. Þyngd er nú 78 kg. SJÚKRATILFELLI #2 75 ára karlmaður er með slitgigt í hægri mjöðm. Er með álagsbundna verki í nára og næturverki. Heilsufar: Háþfystingur, saga um magablæðingu. Skoðun: Holdafar eðlilegt, skertur hreyfiferill í mjað- malið, contractura í flexor vöðvum mjaðmar. Ganglim- ir jafnlangir, engar liðskekkjur. Setjið fram meðferðaráætlun. Svar: Fræðsla um slitgigt og liðvernd. Liðvernd: Hælpúðar, göngustafur. Æfmgaáætlun: Liðkandi og styrkjandi æfingar undir leiðsögn ef hægt er. Verkja- meðferð: T. paracetamól 1000 mg x 3, hugsanlega T. parkódín 2 x 1 fyrir svefn. Sjúklingurinn er betri næsta árið en þá með vaxandi verki í nára. Göngufærni takmörkuð við 50 metra, verkur metinn 7 af 10. Rtg mynd af mjöðm sýnir veru- legar slitbreytingar. Meðferðaráætlun? Svar: Nokkrir meðferðarmöguleikar koma til greina. 1. Verkjalyfjameðferð: a)Reglubundin notkun sterkra verkjalyfja. b) Bólgueyðandi gigtarlyf eftir þörfum eða reglubundin notkun.Því fylgir nokkur áhætta út af aldri sjúklings og sögu um magasár. Rétt væri að gefa misoprostól sem fyrirbyggjandi meðferð. 2. Skurðað- gerð: Skipta um mjaðmalið kemur sterklega til greina. 3. Sprautumeðferð: Sprauta sykursterum í mjaðmarlið- inn. Athuga að hætta er á samfalli á liðkúlunni. SJÚKRATILFELLI #3 75 ára kona með bráða þvagsýrugigt í úlnlið, hné og rist 3 dögum eftir að hún er innlögð á sjúkrahús vegna hjartabilunar. Fyrri saga um tvö þvagsýrugigtarköst. Lyf: Enalapril, lasix, KCl og dicumaról. Meðferðaráætlun? Svar: 1. Forðast bólgueyðandi gigtarlyf. 2. Gefa colchicine lmg fyrst, síðan 0.5 mg eftir 4 og 8 klst og eftir það 0.5 mg daglega þar til konan hefur verið ein- kennalaus í 2 vikur. 3. Samhliða colchicine eða í stað- inn fyrir mætti gefa methylprednisólóne 1 mg/kg í vöðva xl. 4. Ekki er þörf á meðferð til að fyrirbyggja frekari þvagsýrugigtarköst miðað við veittar upplýsing- ar. LÆKIMANEMINN 31 2. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.