Læknaneminn - 01.10.1996, Side 35
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti
SJÚKRATILFELLI #1
55 ára gömul kona kvartar yfir áreynslubundnum
verk í hægra hné undanfarin 3 ár. Konan starfar í verk-
smiðju þar sem hún gengur mikið. Skoðun: Feitlagin
(85 kg), slitgigtarbreytingar sjást í hægra hné. I hægra
fæti er 5 gráðu valgus skekkja á ökkla, ilsig og framfót-
ur er breikkaður.
I hverju felst heildræn meðferð?
Svar: Fræðsla um eðli slitgigtar. Liðvernd: Forðast
álagsstöður (hnékreppur), megrun.
Styrkja vöðva: Æftngar fyrir quadricepsvöðva 2x á
dag. Laga skekkjur: Púða undir hælinn, innlegg í skó.
Verkir: Prófa panodil 1000 mg x3 á dag.
Meðferð gengur bærilega en 5 árum síðar kemur
konan til þín, nú með sára verki í hnjám við minnsta
álag og næturverki. Kvartar einnig yfir þreytuverkjum í
baki. Hún er í sömu vinnu og áður, notar góða íþrótta-
skó í vinnu og tekur paracetamól 1000 mg x3 á dag
með takmörkuðum árangri. Hún hefur ekki stundað
æfmgar fyrir lærvöðva síðustu ár. Þyngd nú er 80 kg.
Auk merkja um slitgigt í hnjám eru meðalslæm mjúk-
vefjaeymsli í glutealvöðvum og paraspinalvöðvum í
lendhrygg. Röntgenmynd af hjám sýnir verulegar slit-
gigtarbreytingar.
Meðferðaráætlun?
Svar: Liðvernd: Vinnuhagræðing, fækka vinnu-
stundum eða breyta um starf; megrun: Hugsanlega
koma sjúklingi í skipulagt megrunarprógram. Sjúkra-
þjálfun: Styrkjandi æfmgaprógram fyrir lærvöðva und-
ir leiðsögn, meðferð fyrir mjúkvefjagigt í gluteal vöðv-
um. Verkjameðferð: Sprauta sykursterum, t.d. tri-
amcinólón hexacetonide 20 mg, í hnéð. Hugsanlega
prófa bólgueyðandi gigtarlyf til reynslu. Svefn: Ef ofan-
nefnd verkjalyfjameðferð lagar ekki svefntruflanir þá
lcæmi til greina að gefa T. Parkodin 2 fyrir svefn, eða þrí-
hringja geðdeyfðarlyf, t.d. amitryptilin 25 mg fyrir svefn.
4 mánuðum síðar kemur konan til þín. Hún er
ánægð með stöðu mála. Starfar nú við símavörslu hjá
sama fyrirtæki, stundar æfingar fyrir lærvöðva tvisvar á
dag, verkir í mjóbaki og rassvöðvum löguðust við
sjúkraþjálfun og hún sefur vel. Hún fær verki í hné
seinni part dags en þeir eru minni en áður. Tekur nú
ibuprofen 6oo mg l-2x á dag og tekur stöku sinnum T.
Parkódin forte 2 fyrir svefn. Þyngd er nú 78 kg.
SJÚKRATILFELLI #2
75 ára karlmaður er með slitgigt í hægri mjöðm. Er
með álagsbundna verki í nára og næturverki.
Heilsufar: Háþfystingur, saga um magablæðingu.
Skoðun: Holdafar eðlilegt, skertur hreyfiferill í mjað-
malið, contractura í flexor vöðvum mjaðmar. Ganglim-
ir jafnlangir, engar liðskekkjur.
Setjið fram meðferðaráætlun.
Svar: Fræðsla um slitgigt og liðvernd. Liðvernd:
Hælpúðar, göngustafur. Æfmgaáætlun: Liðkandi og
styrkjandi æfingar undir leiðsögn ef hægt er. Verkja-
meðferð: T. paracetamól 1000 mg x 3, hugsanlega T.
parkódín 2 x 1 fyrir svefn.
Sjúklingurinn er betri næsta árið en þá með vaxandi
verki í nára. Göngufærni takmörkuð við 50 metra,
verkur metinn 7 af 10. Rtg mynd af mjöðm sýnir veru-
legar slitbreytingar.
Meðferðaráætlun?
Svar: Nokkrir meðferðarmöguleikar koma til greina.
1. Verkjalyfjameðferð: a)Reglubundin notkun sterkra
verkjalyfja. b) Bólgueyðandi gigtarlyf eftir þörfum eða
reglubundin notkun.Því fylgir nokkur áhætta út af
aldri sjúklings og sögu um magasár. Rétt væri að gefa
misoprostól sem fyrirbyggjandi meðferð. 2. Skurðað-
gerð: Skipta um mjaðmalið kemur sterklega til greina.
3. Sprautumeðferð: Sprauta sykursterum í mjaðmarlið-
inn. Athuga að hætta er á samfalli á liðkúlunni.
SJÚKRATILFELLI #3
75 ára kona með bráða þvagsýrugigt í úlnlið, hné og
rist 3 dögum eftir að hún er innlögð á sjúkrahús vegna
hjartabilunar. Fyrri saga um tvö þvagsýrugigtarköst.
Lyf: Enalapril, lasix, KCl og dicumaról.
Meðferðaráætlun?
Svar: 1. Forðast bólgueyðandi gigtarlyf. 2. Gefa
colchicine lmg fyrst, síðan 0.5 mg eftir 4 og 8 klst og
eftir það 0.5 mg daglega þar til konan hefur verið ein-
kennalaus í 2 vikur. 3. Samhliða colchicine eða í stað-
inn fyrir mætti gefa methylprednisólóne 1 mg/kg í
vöðva xl. 4. Ekki er þörf á meðferð til að fyrirbyggja
frekari þvagsýrugigtarköst miðað við veittar upplýsing-
ar.
LÆKIMANEMINN
31
2. tbl. 1996, 49. árg.