Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 52

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 52
Helicobacter pylori - yfirlitsgrein Mynd 1. Helicobacter pylori. íslendingar sýkjast fyrr á ævinni en fólk í nágranna- löndum okkar (9). Tíðni H. pylori sýkingar er hærri hjá fólki sem býr við mikið þéttbýli, þar sem hreinlæti er lítið og sérstak- lega þar sem lítið er af hreinu vatni (10,11). Sýkingin hefur reynst algengari þar sem börn eru látin sofa mörg saman í rúmi (12). Karlmenn virðast vera heldur oftar sýktir en konur (13). Náttúrulegur forði sýkingar (res- ervoir) hefur ekki fundist svo sannfærandi sé (14). SMITLEIÐIR Lengi hefur smitleið H. pylori milli manna verið á huldu. Mikið hefur verið reynt að rækta bakteríuna úr hægðum (15) og munnvatni (16) og hefur það almennt gengið illa. Einstaka rannsóknarhópum hefur tekist þetta en fáum tekist að endurtaka niðustöðurnar. Vitað er að hægt er að rækta H. pylori eftir 24 klst vist í vatni. Einnig er vitað að eftir það fer hún á coc- coid form (14). Smit með drykkjarvatni er því talið mögulegt en ekki þýðingarmikil smitleið, þar sem hún myndi til dæmis skýra mjög illa hátt algengi sýkingar hér á landi. Mikið hefur verið leitað að hýslum í dýra- ríkinu og hefur bakterían helst fundist í köttum (17). Ut frá faraldsfræðilegum upplýsingum er því talið að líklegasta smitleiðin sé milli manna. Nýlega hafa kom- ið fram mjög sannfærandi kenningar um að bakterían smitist fyrst og fremst milli manna eftir gastro-oral leið, þ.e. með uppköstum (18). Vitað er að H. pylori veld- ur uppköstum (19) og þeim fylgir nokkurt magn af mucini. Kenningin fellur mjög vel að þeim faralds- fræðilegu upplýsingum um H. pylori sem raktar voru hér að ofan. Að auki er vitað að auðvelt er að valda smiti milli sjúklinga ef holsjár og magaslöngur eru illa þrifnar milli rannsókna (20). Að lokum er einnig þekkt að starfsfólk sem vinnur við holsjárskoðanir er í auk- inni smithættu (21,22) en tannlæknar eru ekki í aukinni smithættu (23). Hljóti kenningin um gastro-oral smit almenna viður- kenningu eru þetta upplýsingar sem hiklaust ættu er- indi til almennings, þar sem mögulegt ætti að vera að takmarka útbreiðslu H. pylori sýkingar með bættu hreinlæti. GREINING Margar aðferðir hafa verið þróaðar til greiningar á H. pylori. Flestar byggja þær á að teknar séu bíopsíur úr magaslímhúð við holsjárskoðun af efri meltingarvegi. Þar sem H. pylori dreifir sér ekki jafnt um magaslím- húðina er æskilegt að teknar séu fleiri en ein bíopsía til að auka líkurnar á að hitt sé á svæði þar sem bakterían er til staðar. Rœktnn Til ræktunar á H. pylori þarf að nota bíopsíusýni frá slímhúð. Ræktun er oft beitt ef upprætingarmeðferð hefur ekki tekist eða ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir sýklalyfjum og næmisprófa þarf bakteríuna. Hægt er að geyma bíopsíusýni í saltlausn í allt að sólarhring án mikilla breytinga á árangri ræktunar, en besta flutn- ingsaðferðin mun vera að nota Stuart flutningsæti. Baktería er erfið í ræktun og jafnvel á rannsóknarstof- um þar sem mikið er gert af H. pylori ræktunum er næmið ekki talið nema 75 til 90% en sértækið er mik- ið (24). Ræktunin er tímafrek og tekur venjulega 3 tii 6 daga. Vefjarannsókn Kostur þess að nota vefjarannsókn til greiningar á H. pylori er að hægt er að fá upplýsingar um útlit magaslímhúðarinnar, auk þess sem hægt er að geyma sýnið og skoða það aftur síðar. Til meinafræðilegrar greiningar á H. pylori er hægt er að nota burstacytolog- iu en yfirleitt er notuð bíopsía. Sýnin þola illa geym- slu og því þarf að fixera þau strax. Nokkuð vandasamt er talið að greina bakteríuna í sýninu og sértæki rann- LÆKNANEMINN 46 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.