Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 52
Helicobacter pylori - yfirlitsgrein
Mynd 1. Helicobacter pylori.
íslendingar sýkjast fyrr á ævinni en fólk í nágranna-
löndum okkar (9).
Tíðni H. pylori sýkingar er hærri hjá fólki sem býr
við mikið þéttbýli, þar sem hreinlæti er lítið og sérstak-
lega þar sem lítið er af hreinu vatni (10,11). Sýkingin
hefur reynst algengari þar sem börn eru látin sofa mörg
saman í rúmi (12). Karlmenn virðast vera heldur oftar
sýktir en konur (13). Náttúrulegur forði sýkingar (res-
ervoir) hefur ekki fundist svo sannfærandi sé (14).
SMITLEIÐIR
Lengi hefur smitleið H. pylori milli manna verið á
huldu. Mikið hefur verið reynt að rækta bakteríuna úr
hægðum (15) og munnvatni (16) og hefur það almennt
gengið illa. Einstaka rannsóknarhópum hefur tekist
þetta en fáum tekist að endurtaka niðustöðurnar.
Vitað er að hægt er að rækta H. pylori eftir 24 klst
vist í vatni. Einnig er vitað að eftir það fer hún á coc-
coid form (14). Smit með drykkjarvatni er því talið
mögulegt en ekki þýðingarmikil smitleið, þar sem hún
myndi til dæmis skýra mjög illa hátt algengi sýkingar
hér á landi. Mikið hefur verið leitað að hýslum í dýra-
ríkinu og hefur bakterían helst fundist í köttum (17).
Ut frá faraldsfræðilegum upplýsingum er því talið að
líklegasta smitleiðin sé milli manna. Nýlega hafa kom-
ið fram mjög sannfærandi kenningar um að bakterían
smitist fyrst og fremst milli manna eftir gastro-oral leið,
þ.e. með uppköstum (18). Vitað er að H. pylori veld-
ur uppköstum (19) og þeim fylgir nokkurt magn af
mucini. Kenningin fellur mjög vel að þeim faralds-
fræðilegu upplýsingum um H. pylori sem raktar voru
hér að ofan. Að auki er vitað að auðvelt er að valda
smiti milli sjúklinga ef holsjár og magaslöngur eru illa
þrifnar milli rannsókna (20). Að lokum er einnig þekkt
að starfsfólk sem vinnur við holsjárskoðanir er í auk-
inni smithættu (21,22) en tannlæknar eru ekki í aukinni
smithættu (23).
Hljóti kenningin um gastro-oral smit almenna viður-
kenningu eru þetta upplýsingar sem hiklaust ættu er-
indi til almennings, þar sem mögulegt ætti að vera að
takmarka útbreiðslu H. pylori sýkingar með bættu
hreinlæti.
GREINING
Margar aðferðir hafa verið þróaðar til greiningar á H.
pylori. Flestar byggja þær á að teknar séu bíopsíur úr
magaslímhúð við holsjárskoðun af efri meltingarvegi.
Þar sem H. pylori dreifir sér ekki jafnt um magaslím-
húðina er æskilegt að teknar séu fleiri en ein bíopsía til
að auka líkurnar á að hitt sé á svæði þar sem bakterían
er til staðar.
Rœktnn
Til ræktunar á H. pylori þarf að nota bíopsíusýni frá
slímhúð. Ræktun er oft beitt ef upprætingarmeðferð
hefur ekki tekist eða ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir
sýklalyfjum og næmisprófa þarf bakteríuna. Hægt er
að geyma bíopsíusýni í saltlausn í allt að sólarhring án
mikilla breytinga á árangri ræktunar, en besta flutn-
ingsaðferðin mun vera að nota Stuart flutningsæti.
Baktería er erfið í ræktun og jafnvel á rannsóknarstof-
um þar sem mikið er gert af H. pylori ræktunum er
næmið ekki talið nema 75 til 90% en sértækið er mik-
ið (24). Ræktunin er tímafrek og tekur venjulega 3 tii
6 daga.
Vefjarannsókn
Kostur þess að nota vefjarannsókn til greiningar á H.
pylori er að hægt er að fá upplýsingar um útlit
magaslímhúðarinnar, auk þess sem hægt er að geyma
sýnið og skoða það aftur síðar. Til meinafræðilegrar
greiningar á H. pylori er hægt er að nota burstacytolog-
iu en yfirleitt er notuð bíopsía. Sýnin þola illa geym-
slu og því þarf að fixera þau strax. Nokkuð vandasamt
er talið að greina bakteríuna í sýninu og sértæki rann-
LÆKNANEMINN
46
2. tbl. 1996, 49. árg.