Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 54

Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 54
Helicobacter pylori - yfirlitsgrein Umdeilt er hvort rétt sé að sleppa holsjárskoðunum af efri meltingarvegi hjá yngri sjúklingum með væg ein- kennni og án sérstakra áhættuþátta ef grunur leikur á að einkenni þeirra stafi af H. pylori sýkingu. Mögulegt er að beita útöndunarlofts- eða blóðvatnsrannsóknnum til að greina bakteríuna og oft er uppræting sýkingar nægileg lækning á vandamálum sjúklingsins. Þannig gæti verið hægt að fækka holsjárskoðunum án þess að það komi niður á meðferðinni eða valdi aukinn hættu (35). H. PYLORI OG ÆTISÁR Það er nú farið að teljast til rótgróinna staðreynda í læknisfræði að H. pylori tengist tilurð um 95% allra skeifugarnasára og um 90% magasára. Einnig ríkir ein- ing um að líklega fái 10-15% þeirra sem smitast af H. pylori ætisár einhvern tíma á ævinni. Vel er staðfest að uppræting H. pylori sýkingar leiðir til mikillar lækkun- ar á endurkomutíðni ætisára, en áður en farið var að meðhöndla H. pylri sýkingar þurftu flestir sjúklingar með ætisár að vera á langvarandi viðhaldsmeðferð með sýruhamlandi lyfjum. Þau ætisár sem ekki eru af völd- um H. pylori eru í dag flest af völdum NSAID-lyfja, auk þess sem lítill hluti er vegna Zollinger-Ellisons heil- kennis eða af óþekktum orsökum. MEINAFRÆÐILEG ÁHRIF H. PYLORI SÝKINGAR H. pylori hreiðrar eingöngu um sig í magaslímhúð. Þó getur bakterían sest að í skeifugörn, vélinda Barret's, Meckel's diverticulum og jafnvel víðar ef þar hefur orðið gastric metaplasia (36). Venjulegast er þét- tni hennar mest í magahelli (antrum). Bakterían er talin valda þekjuskemmdum bæði með beinum cytotoxískum áhrifum og skemmda vegna þeirrar bólgusvörunar sem hún veldur. Framleiðsla cy- totoxina, 82 og 128 kd af stærð, er talin valda þekju- skemmdum, en stofnar einangraðir frá sjúldingum með ætisár (ulcus pepticum) sýna meiri cytotoxiska virkni (37) en aðrir stofnar. Einnig er vitað að ammoníak, sem myndast vegna ureasavirkni bakteríunnar, hefur bein þekjuskemmandi áhrif (38). Framleiðsla cytotox- ic-associated gene A (cag-A) próteins er tengd H. pylori stofnum sem eru meira sjúkdómsvaldandi en aðrir stofnar (39,40). H. pylori sýking einkennist venjulega af langvinnri týpu B magabólgu. Langvarandi bólga veldur rýrnun á magaslímhúðinni auk gastric metaplasiu í skeifugörn (41). Einnig hefur bólgan reynst valda myndun á lym- phoid folliclum með germinal miðjum í magaslímhúð- inni (42). Þessi lymphoid follicel eru ekki til staðar í eðlilegri magaslímhúð og eru talin tengjast myndun lág-gráðu MALT (mucosa-associated lymphoid tissue) lymphoma í maga. I fullorðnum eru neutrophilar í mestu magni í H. pylori magabólgu en í börnum er mest af lymphocyt- um (43,44). H. pylori veldur mikilli aukningu á virkni neutrophila. Þetta veldur mikilli losun á hvarf- gjörnum súrefnisrróttæklingum frá neutrophilum, en þeklct er að fríir róttæklingar geta valdið ætisári og eru krabbameinsvaldar (45). Bæði magabólga og þekjuskemmdir ganga til baka ef tekst að uppræta H. pylori sýkingu (46). Einnig geng- ur metaplasía magaslímhúðar í skeifugörn til baka eftir upprætingu sýkingar (47), en upplýsingar liggja ekki fyrir um það hvort rýrnun magaslímhúðar gangi til baka eftir upprætingu. LÍFEÐLISFRÆÐI Helicobacter pylori hefur mikil áhrif á starfsemi meltingarfæra. Hjá heilbrigðum, ósýktum einstakling- um veldur þan á magahelli 35% lækkun á sýrumynd- un. Þetta viðbragð er ekki til staðar í þeim sem sýktir eru af H. pylori (48). Þeir sem sýktir eru af H. pylori hafa um 20-30% hækkun á basal styrk gastríns, en gastrín svörun eftir máltíðir er aukin um 50-100% (49,50). Svörun við Gastrin Related Peptide eykst um 200-300% ef sjúk- lingar sýkjast af bakteríunni (51,44). I mönnum eru tvær gerðir gastríns: G17 og G34. H. pylori veldur fyrst og fremst hækkun á G17 (52), en vitað er að það er að mestu framleitt í magahelli. Þetta kemur vel heim og saman við þá staðreynd að þar er bakterían venjulega í mestu magni. Pepsínogen framleiðsla sjúklinga eykst einnig við að H. pylori sýkingu (49). Þessar breytingar á boðefnum meltingarvegar hafa reynst vera vegna breytinga á virkni frumanna og auk- inni seytrun boðefna, en ekki vegna breytinga á frumu- fjölda eða minnkun á niðurbroti boðefnanna (53). Sameiginlega stuðla breytingarnar að aukinni sýru- myndun í maga (54). Sérstaklega virðist koma fram skortur á hömlun sýrumyndunar á öðrum kluldcutíma eftir máltíð. Þetta veldur auknu sýruálagi á slímhúðir LÆKNANEMINN 48 2. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.