Læknaneminn - 01.10.1996, Page 65
Taugaklemmur
í efri útlim
Magnús Páll Albertsson
Taugaklemmur í efri útlim eru algengar og nafnið
felur í sér afleiðingar þess að taug lendir í „kiemmu“ en
þannig breytist hæfni hennar til að leiða taugaboð. Ein-
kennin eru að sjálfsögðu misjöfn eftir því um hvaða
taug er að ræða og eins eftir því hvar viðkomandi taug
er í klemmu. Þá hefur alvarleiki klemmunnar einnig
áhrif á einkennin og sömuleiðis tíminn sem ástandið
hefur varað.
Skipta þarf taugaklemmum í flokka eftir því hvort
um er að ræða brátt eða hægfara langvinnt ástand. Bráð
taugaklemma krefst yfirleitt skjótra viðbragða en hið
langvinna ástand síður.
Taugarnar eru háðar því að geta runnið örlítið fram
og til baka við hreyfmgar handleggsins, en þær liggja
oft í þrengslum og eru þar útsettar fyrir ertingu og
þrýsting. Langvinn erting á þannig svæði getur vegna
bjúgs hindrað eðlilegar rennslishreyfmgar taugarinnar á
svæðinu, truflað eðlilega blóðrás í æðum taugarinnar og
þannig valdið tímabundnum leiðslutruflunum og síðan
vaxandi örmyndun utan taugar og innan og þannig að
lokum varanlegum skemmdum á tauginni. Rannsókn-
ir hafa sýnt að hækkun vefjaþrýstings um 30 mm
kvikasilfurs truflar blóðrás í tauginni og þar með
leiðsluhæfni hennar.
Léttur þrýstingur veldur verk og/eða dofa í út-
breiðslusvæði taugarinnar og ganga þessi einkenni yfir-
leitt fljótt og vel til baka þegar búið er að létta á þrýst-
ingnum. Mikill eða langvarandi þrýstingur getur hins
vegar valdið skemmdum á myelin-slíðri og þar með
leiðslutruflunum sem vara mun lengur, jafnvel þótt létt
Magnús Páll Albertsson er sétjrœðingur í bœklunar- og handar-
skurðarlœkningum við Sjúkrahús Reykjavíkur.
sé á þrýstingnum. Þá verður gjarnan lömun og vöðva-
rýrnun hluti af myndinni. Mjög mikill eða mjög
langvarandi þrýstingur hefur í för með sér varanlegar
skemmdir á tauginni eða hluta hennar vegna örmynd-
unar.
Astæður fyrir taugaklemmum geta verið mjög mis-
munandi eins og t.d.:
1. Líffærafræðilegar (anatomiskar), þar sem þröngt er
um taugarnar s.s. í úlnliðsrennu (canalis carpi).
Eins þegar til staðar eru t.d. auka vöðvabúkar.
2. Stöðubundnar, s.s. þegar störf innihalda endur-
teknar hreyfmgar. Þrýstingur í úlnliðsrennu vex
mjög mikið við beygju (flexio), sérstaklega ef lyft er
þungu um leið.
3. Bólgur í sinaþeli (tenosynovitis) eru mjög algeng
ástæða fyrir klemmu miðtaugar í úlnliðsrennu
(carpal tunnel syndrome, CTS). Oft er um ósér-
tækar bólgur að ræða en þetta er líka vel þekkt hjá
sjúklingum með iktsýki.
4. Averkar. Brátt CTS er vel þekkt sem fylgikvilli við
áverka á úlnlið og hönd.
5. Efnaskipti. Aukin blóðrás í útlimum að nóttu (hita-
stýring) og aukin vökvasöfnun eru oft ástæða fyrir
næturóþægindum við CTS.
6. Taugaklemmur geta líka verið fylgilcvillar við að-
gerðir, t.d. við aðgerðir vegna brota á upphandlegg
en þar er n. radialis útsett. Einnig er klemma á n.
ulnaris við olnboga þeldctur fylgikvilli við legu á
skurðarborði.
Lítum nú aðeins nánar á hverja taug í efri útlim fyr-
ir sig. Taugarnar sem við lítum á þar eru þrjár; miðtaug
(n. medianus), ölnartaug (n. ulnaris) og sveifartaug (n.
radialis).
LÆKNANEMINN
55
2. tbl. 1996, 49. árg.