Læknaneminn - 01.10.1996, Page 84
Sérfræ&inám í Svíþjóð
Skansk sveítasasla (mynd. Helsingborgs lasarect).
hvaða stöðu og sérnám umsækjandi hefur í huga, frá
hvaða tíma og hversu lengi. Oft er getið stuttlega um
menntun, fyrri störf og vísindavinnu en að öðru leyti
eru slíkar upplýsingar (ítarlegri) að fmna í afrekaskrá
(sjá síðar). Flestum ber saman um að það sé til góðs að
nefna strax að umsækjandi stefni heim til íslands að
námi loknu.
Til þess að minnka líkur á því að umsókninni sé
hafnað er vænlegast að hafa upp á íslenskum læknum
sem eru eða hafa verið í námi á viðkomandi stað og
hafa sambönd og þekkja til yfirmanna. Einnig getur
verið sterkur leikur að senda strax með umsókn með-
mælabréf frá yfirmanni/prófessor auk afrekaskrár, sér-
staklega ef umsækjandi hefur lagt stund á rannsóknir.
Oft eru fyrstu svörin „Tyvárr....“ (=því miður) en sjálf-
sagt er að skrifa aftur ef umsækjandi hefur mikinn
áhuga á viðkomandi stað. Eitt ráð til að sýna áhuga er
að bjóðast til þess að koma út í viðtöl, annars eru við-
töl ekki venja við ráðningar í Svíþjóð, gagnstætt því
sem tíðkast í Bandaríkjunum og Englandi.
Fáist jákvætt svar (eða svar sem ekki er neikvætt!) er
mikilvægt að svara fljótt. Oft er umsækjandi beðinn
um frekari gögn, s.s. afrit af prófskírteini, einkunnum
og lækningaleyfi auk afrekaskrár og meðmæla hafi þau
ekki verið send áður. Afrit af latneska hluta prófskír-
teinisins er hægt að fá á skrifstofu Læknadeildar í
Læknagarði en einnig afrit af einkunnum á ensku auk
útskýringa á einkunnagjöf. Vottorð af íslensku Iækn-
ingaleyfi á sænsku (“Kopia av bevis om lákarleg-
itimation”) eða ensku er hægt að fá í Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu og kostar u.þb. 5000 kr.
Einnig er oft beðið um vottorð frá Læknafélagi Islands
(“Intyg frán Islands lákarförening”) til staðfestingar á
því að umsækjandi hafi ótakmarkað lækningaleyfi á Is-
landi og fæst það ókeypis á skrifstofu læknafélaganna. I
sumum tilvikum getur þurft að sýna afrit af stúdents-
LÆKNANEMINN
74
2. tbl. 1996, 49. árg.