Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Page 85

Læknaneminn - 01.10.1996, Page 85
Sérfræðinám ÍSvíþjóð prófsskírteini, t.d. vegna vinnu í háskóla. Ef maki hygg- ur á nám í Svíþjóð er skynsamlegt fyrir hann að taka með sér afrit af einkunnum og prófskírteini á sænsku eða ensku. ÞEGAR KOMIÐ ER TIL FYRIRHEITNA LANDSINS Eftir að komið er út er mikilvægt að leita strax á næstu skattaskrifstofu (Skattmyndigheten) til að fá sænskt nafnnúmer (personnummer), en það verður maður að hafa til þess að fá síma, barnabætur og fleira sem tengist félagslega kerfinu. Til þess að geta fengið nafnnúmerið verður að framvísa samnorrænu flutn- ingsvottorði (Internordisk flytteattest), auk hjúskapar- og fæðingarvottorðs fyrir alla fjölskylduna en þessi vottorð fást á Hagstofunni. Stundum þarf að bíða í 1 til 2 vikur uns nafnnúmerið fæst og því er skynsamlegt að leita sem allra fyrst á næstu skattaskrifstofu eftir að komið er út. Eftir að nafnnúmerið hefur borist er hægt að sækja um nafnskírteini (legitimation). Það fæst í næsta bankaútibúi og verður að fylgja með ein passamynd. I sömu ferð er hægt að stofna bankareikning (launa- reikning) og sækja um greiðslukort. Ef menn þiggja bætur frá sjúkrasamlaginu eða eiga von á bótum er rétt að verða sér úti um flutningstil- kynningu frá sjúkrasamlagi. Islenskar konur hafa t.d. fengið greidd mæðralaun í samræmi við fyrri tekjur á Islandi. Eftir að EES samningurinn tók gildi 1. janúar 1994 hafa ákvæði um ýmsar félagslegar bætur verið í lausu lofti. Þannig hafa þeir sem flytja á milli Norður- landa ekki lengur gilda sjúkratryggingu fyrstu 6 mán- uði dvalarinnar og hafa því þurft að kaupa sér trygg- ingu í viðkomandi landi fyrir þann tíma. Þetta gildir einnig um Islendinga sem flytja heim eftir dvöl á Norð- urlöndunum. Aður en flutt er út er rétt að kynna sér þessi mál til hlýtar. Hægt er að fá bónus af bílatryggingum yfirfærðan og þarf vottorð frá viðkomandi tryggingarfélagi hér heima. Töluverðu getur munað á iðgjöldum ef bónus fæst yfirfærður en annars eru bifreiðatryggingar ódýrari í Svíþjóð en á Islandi. I flestum tilvikum dugar íslenskt ökuskírteini en þó eru dæmi þess að Islendingar hafi þurft að verða sér úti um sænskt ökuleyfi. Hægt er að sækja um sænskt ökuleyfi á grundvelli þess íslenska ef það er gert innan árs frá því að komið er til landsins, að öðrum kosti getur viðkomandi þurft að taka próf, Fáar þjóðir veita meiru fé til rannsókna en Svíar ef miðað við höfðatölu. Mikil gróska er í rann- sóknum í læknisfræði og Svíar eru framarlega bæði innan klínískra rannsókna og grunnrann- sókna. I sérfræðináminu er mikil áhersla lögð á þátttöku lækna í rannsóknum enda miklir möguleikar fyrir hendi og frekar auðvelt að tvinna saman rannsóknastörf og klínískt nám. (mynd: Kabi-Pharmacia) bæði skriflegt og verklegt. I sumum tilvikum er krafist vottorðs frá sjúkrahúsi um framhaldsnám. Slík vottorð fást á skrifstofum spít- alanna en þar kemur fram hversu lengi viðkomandi hefur unnið á stofnuninni og frá hvaða deild laun voru greidd. A sömu skrifstofum er hægt að fá vottorð sem sýnir tekjur síðastliðins árs en slíkt vottorð getur kom- ið að góðum notum ef sótt er um bætur úr félagslega kerfinu, t.d. fæðingarorlof. Ekki er lengur krafist sænskuvottorðs nema í algjör- um undantekningartilvikum. Þá er staðfest af viður- kenndum sænskukennara að viðkomandi skilji bæði ritað og mælt mál og geti gert sig skiljanlegan á sænsku. Þó má benda á að tali fólk reiprennandi sænsku getur verið ávinningur í því að fá það staðfest, t.d. af sænsku- kennara. Einnig er sjálfsagt að geta þess þegar sótt er um stöðu að umsækjandi tali góða sænsku. HÚSNÆÐI Yfirleitt er talið ráðlegt að byrja í leiguhúsnæði. Húsaleiga á almennum markaði er mismunandi eftir stöðum og oft dýrari í stórborg en á minni stöðum á landsbyggðinni. I borgum er húsaleiga fyrir 3ja - 4 her- bergja íbúð oftast á bilinu 30-50 þús. ísl. kr. á mánuði og er þá innifalið bæði hiti og vatn. Kallast það „varm hyra“ þegar hiti er innifalinn en ef það er ekki er talað LÆKNANEMINN 75 2. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.