Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 100

Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 100
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir Tilgangur þessarar rannsóknar var að kortleggja tap á arf- blendni á 7q í brjóstakrabbameini með microsatellite erfða- mörkum og reyna að staðsetja hugsanleg æxlisbæligen. Bor- in voru saman æxii með og án taps á arfblendni m.t.t. klínískra breyta (ER, PgR, stærðar æxlis, eitlameinvarpa, gerðar æxlis, ploidy, S-fasa, aldurs við greiningu og lifunar) og taps á arfblendni á öðrum Iitningasvæðum. Efniviður og aðferðir: Erfðaefni (DNA) var einangrað úr 238 brjóstakrabbameinssýnum og úr blóði sem tekið hafði verið úr sömu einstaklingum. Notuð voru 9 microsatellite erfðamörk á svæði 7q21-q35 á lengri armi litnings 7 til að magna erfðaefni í fjölliðara keðjuhvarfi (PCR). Afurðum mögnunarinnar var hlaðið á 6% acrylamid (þvagefnis) gel og þær rafdregnar. Eftir rafdrátt var erfðaefni flutt yfir á jákvætt hlaðna himnu. Himnan var þreifuð með halalengdu erfða- marki, tengdu ensíminu vetnisperoxidasa. Himnan er síðan böðuð í kennilausn sem ensímið hvjtar niðurbrot á og mynd- ast við það ljós sem fest er á röntgen filmu. Tap á arfblendni var greint ef tvær mismunandi samsætur sáust í blóðsýninu en aðeins ein á æxlinu, þ.e. ein hafði tapast. Kí-kvaðrat próf var notað til að bera saman hópa sjúklinga með og án taps á arfblendni m.t.t. klínískra breyta og taps á arfblendni á öðr- um litningasvæðum Niðurstöður: 82 æxli af 238 sýndu tap á arfblendni á a.m.k. einu erfðamarki (34%). Tapið á arfblendninni reynd- ist nokkuð jafnt dreift um það svæði sem við rannsökuðum. Marktækt samband fannst milli taps á arfblendni á 7q í brjóstakrabbameini og hærri S-fasa hjá æxlisfrumum annars vegar og hins vegar hærri greiningaraldurs. Ekki fannst mark- tækt samband við aðrar klínískar breytur. Marktækt samband fannst milli taps á arfblendni á 7q og taps á arfblendni á lp, 3p, 9p, 13q og BRCAl svæðinu. Umræður: Urfellingatíðnin á þessu tiltekna svæði á 7q bendir til þess að þar sé að finna æxlisbæligen sem á þátt í æxl- ismyndun. Ekki er út frá þessum niðurstöðum hægt að stað- setja ákveðið gen nánar innan svæðisins en möguleiki er á fleiri en einu æxlisbæligeni. Sambandið milli taps á arf- blendni á 7q og hás S-fasa bendir til gens sem hefur áhrif á hraða frumufjölgunar. Sambandið milli taps á arfblendni á 7q og taps á arfblendni á lp, 3p, 9p, 13q og BRCA 1 gæti hjálpað til við að skýra þær fjölgena breytingar sem verða á erfðamenginu í myndun brjóstakrabbameins. Augnslys fullorðinna 1987-1994 Birna Guðmundsdóttir1. Haraldur Sigurðsson2, Einar Stefánsson2. 'LHI, "Augndeild Landakotsspítala. Inngangur: Augnslys eru rhikilvæg orsök blindu á öðru auga hjá fullorðnum og ein aðalorsök fyrir sjóndepru í heim- inum, aðeins gláka er þar algengari. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna tíðni og orsakir alvarlegra augnslysa hjá sjúklingum 16 ára og eldri sem lagðir voru inn á Augndeild Landakotsspítala á tímabilinu 1987-1994, en langflestir sem verða fýrir alvarlegum augnslysum á Islandi eru lagðir þar inn. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúk- linga 16 ára og eldri sem lögðust inn á Landakotsspítala á ár- unum 1987-1994 vegna alvarlegra augnslysa, samtals 8 ár. Kannaður var heildarfjöldi augnslysa á tímabilinu, kynja- skipting, aldur, orsakir, tegund áverka, á hvoru auganu áverk- inn varð, fjöldi legudaga, hvaðan sjúklingarnir komu, aðrir áverkar og sjón við útskrift. Tímabilinu var skipt í tvennt, 1987-1990 og 1991-1994 og þessi árabil borin saman. Nið- urstöður voru bornar saman við aðrar rannsóknir á tíðni og orsökum augnslysa. Niðurstöður: Á tímabilinu 1987-1994 lögðust 208 ein- staklingar með áverka á alls 221 auga inn á Landakotsspítala vegna alvarlegra augnslysa. Á tímabilinu '87-'90 voru 90 slys en 118 slys á tímabilinu '91-'94. Augnslysum fjölgar því milli tímabilanna tveggja. Að meðaltalai voru 26 slys á ári. Alls voru þetta 180 karlmenn og 28 konur. Kynjahlutfallið er því 6,4:1 karlar:konur. I yngsta aldurshópnum 16-25 ára slösuðust flestir eða 69 einstaldingar (33%) en fæst voru slys- in í aldurshópnum 56-65 ára eða 15 einstaklingar (7%). At- hygli vekur að 156 (75%) slysanna urðu hjá fólki 45 ára og yngri. Meðalfjöldi legudaga fyrir árin '87-'94 voru 5,9 dag- ar en legudaga fækkaði um 2 daga að meðaltali. Tæp 90% sjúklinga lágu inni í 10 daga eða skemur. Á hægra auga slösuðust 86 (41%), 109 (53%) slösuðust á vinstra auga og 13 (6%) siösuðust á báðum augum. Flest slysin eða 105 (51%) voru vinnuslys, 44 (21%) gerðust heima, 24 (12%) slösuðust við íþróttaiðkun, 11 (5%) slösuð- ust við skemmtanir, 8 (4%) voru umferðarslys, 7 (3%) gerð- ust við tómstundir og 9 (4%) annars staðar. Oftast slösuðust iðnaðarmenn eða í 45% af öllum vinnuslysum, þá helst smið- ir og byggingavinnumenn. Einungis karlmenn urðu fyrir al- varlegum augnáverkum af völdum vinnuslysa. Flestar kon- urnar eða 16 (57%) slösuðust heima. Boltaíþróttir voru orsökin í öllum íþróttaslysum og virðist þeim fara fjölgandi, á tímabilinu '87-'90 voru 7 slys en 17 slys á tímabilinu '91 -'94. Langflestir eða 146 (70%) leituðu fyrst á slysadeild eða heilsugæslu eftir slysið og voru lagðir inn á augndeild í fram- haldi af því. Langflestir eða 160 (77%) sjúklingar leituðu til læknis innan við 12 tíma frá slysi og einungis 27 (13%) komu eftir að 24 tímar voru liðnir. Öllum tegundum augnáverka fjölgaði á tímabilinu. Flestir eða 95 (46%) sjúklingar fengu gat á auga, alvarlegt augnmar fengu 64 (31%) sjúklingar og af þeim fengu þrír endurblæðingu. Augnloka- og táraganga- áverka hlutu 19 sjúklingar (9%) og 30 sjúklingar (14%) fengu bruna og minniháttar áverka. Alls þurftu 129 einstak- lingar (62%) á skurðaðgerð að halda. Alls fengu 12 einstaklingar alvarlega augnáverka þegar gler- augu brotnuðu og glerbrot stakkst í auga. LÆKNANEMINN 90 2. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.