Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 102

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 102
T c D DC'CC 3 00 1. C L t L y0"4 uuluioi* Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir heilbrigðum einstaklingum miðar við mælingu á heildar CoQl 0 í blóði. Buffruð lausn af perldórati var notuð til fell- ingar á próteinum og ubiqunol oxað með kaliumöhexacya- noferrati fyrir útdrátt. Við útdráttinn er notaður dethylether, efri fasinn tekinn ofan af og þurrkaður með blæstri við 50°C. Leifin var leyst upp í 2-própranóli. Ubiquinone Q8 var not- að sem innstaðall. Notuð er HPLC mæling, 20pl sýni er sprautað inn á súluna og QIO og Q9 mælt með UV-ljósmæl- ingu við 275 nm gleypnitopp. Gerður var samanburður á CoQlO í blóði og vefjum 10 vefjagigtarsjúklinga og paraðra viðmiða. Vöðvasýni voru tek- in úr vastus lateralis með ómstýrðri nálarbíopsíu. Þau voru mulin í 1-própranóli með Q9 sem innstaðal skv. Aðferð Edlunds og 40pl sprautað inn á súluna eftir skiljun. Niðurstöður: Endurheimtur aðferðarinnar eru á bilinu 98- 105% og lotumarkvísi góð (c.v.: 6,5% n=8). Hún er einföld, fljótleg og áreiðanleg og notast við efni og tæki sem til eru á flestum rannsóknastofum. Utdráttarferlið skilar hreinu sýni með geymsluþol og mengun súlu er í lágmarki. Meðalgildi í blóði 50 heilbrigðra einstaklinga reyndist 0.77pg/ml. Skekkjuhlutfall á tvígildum mældist 4.4%. Sterk fylgni fannst við kólesteról í blóði. Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við það sem áður hefur birst. Vefjagigtarsjúklingarnir reyndust hafa meðal plasmagildi 0.71pg/ml og viðmiðin 0.74pg/ml en vöðvagildi sjúldinga voru 0.021pg/mg og við- miða 0.026pg/mg. Ekki fannst fylgni milli QIO styrks í blóði og vöðvum. Umræður: Ekki reyndist marktækur munur á vefjagigtar- sjúklingum og viðmiðum í þessari rannsókn. Lítið er til af gögnum um vöðvagildi CoQlO, en sýnt hefur verið fram á hækkun í vöðvum íþróttamanna við þolþjálfun og/eða stera- gjöf og virðist sú svörun ekki endurspeglast í blóði, sem er í samræmi við það sem hér er lýst. Lífeðlisfræði og hugsanlegt klínískt notagildi þessa efnis er áhugavert en þekking enn á frumstigi. Rannsóknin var styrkt afVísindasjóði Landspítala. Gangráðsísetningar á Islandi frá upphafi til ársins 1996 Eva S. Kristmundsdóttir1 og Ragnheiður Halldórsdóttir1. Árni Kristinsson2, Ásgeir Jónsson3, Guðmundur Oddsson3, Jón Þór Sverrisson''. 'LHÍ, "LSP. ’Sjúkrahús Reykjavíkur, ''Landakot og 5FSA. Inngangur: Þróun hjartaraflosts nær allt aftur til ársins 1889. Þá töldu menn að endurlífun væri möguleg með því að örva hjartað með rafstraumi. Árið 1959 var gangráður í fyrsta sinn græddur í mann af þeim Senning og Elmquist á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Síðan hafa orðið miklar framfarir í tækni og hönnun gangráða. Samfara því hafa ábendingar um notkun breyst. Þeir eru orðnir mun áreiðanlegri og endingarbetri. Nú er hægt að velja um ein- hólfa eða tvíhólfa gangráði og jafnframt svokallaða líffræði- lega gangráði sem skynja ákveðna líkamsstarfsemi sjúklings og breyta síðan hraða sínum eftir þörfum hans. Hér á landi hefur engin tæmandi rannsókn verið gerð um gangráðsísetn- ingar. Ekki hefur tekist að finna neinar niðurstöður rann- sókna sem taka til gangráðsmeðferðar heillar þjóðar frá upp- hafi. Vegna smæðar íslensku þjóðarinnar og fárra lækna sem framkvæma gangráðsígræðslur hefur reynst nokkuð auðvelt að halda saman gögnum varðandi þessar aðgerðir. Því ákváð- um við að rannsaka ýmis atriði varðandi allar gangráðsí- græðslur á Islandi frá upphafi til síðustu áramóta og hvort þau hafi breyst í tímans rás. Þ.á.m. tíðni ígræðslna og gangráðsskipta milli ára, kyndreifingu og aldur einstakling- anna við ígræðslu. Auk þess tegundir gangráða, þ.e. hvort þeir eru einhólfa eða tvíhólfa svo og ldínískar ábendingar og hjartalínurit yfir ígræðslu. Að lokum ætlum við að kanna lífslíkur einstaldinganna eftir ígræðslu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær yfir tímabilið 1968 til loka ársins 1995, þ.e. 27 ár og þátttakendur eru þeir íslendingar sem fengið hafa ígræddan gangráð hér á landi frá upphafi. Upplýsingunum fyrir þessa rannsókn var safnað saman afturvirkt, með því að skoða læknaskýrslur og gögn um sjúldinga sem gengust undir gangráðsígræðslur á Land- spítalanum. Borgarspítalanum Landakoti og Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri á því tímabili sem um ræðir. Upp- lýsingarnar voru skráðar í forritið Filemaker pro 2.0 og Excel 5.0 notað við gerð niðurstaðna. Niðurstöður: Frá upphafi hafa verið gerðar 1329 gangráðsaðgerðir á íslandi. Þar af eru 975 fyrsta ígræðsla og 354 gangráðsskipti. Síðan 1968 hefur ígræðslum fjölgað mik- ið. I upphafi voru einungis um 10 aðgerðir gerðar á hverju ári, en síðustu ár hafa þær verið um 90. Af þessum 975 ein- staklingum voru 56% karlar og 44% konur. Meðalaldur karla var 73.9 ár en lcvenna 75.3 ár. Fyrst voru einungis notaðir einhólfa gangráðar. Árið 1982 hófst ígræðsla tvíhólfa gan- gráða og eru þeir nú c.a. 30% af ígræðslunum síðastliðin 5 ár. Einnig kom í ljós munur á aldri þeirra sem fengu einhólfa eða tvíhólfa gangráð. Meðalaldur fóllcs með einhólfa var 75.5 ár og tvíhólfa 67.7 ár. Algengustu ldínísku einkennin fyrir ígræðslu gangráðs voru yfirlið í 38% tilvika, svimi 27%, hægtaktur 21% og önnur einkenni voru sjaldgæfari. Aulc þess var hjartalínurit fyrir ígræðslu skoðað. Kom í ljós að 63% einstaklinganna höfðu sjúkan sínus, 24% með III°-AV- block, 9% með I-II°-AV-block og annað var sjaldgæfara. Einnig kom í ljós að tíðni aðgerða vegna sjúks sínus hefur aukist mikið með árunum. Sem dæmi má nefna að árið 1972 voru 18% aðgerða vegna sjúks sínus og 73% vegna III°-AV- blok en árið 1995 voru hins vegar 70% með sjúkan sínus og 14% með III°-AV-block. Samkvæmt Chi-kvaðrat prófi var ekki marktækur munur á sjúkum sínus og IIU-AV-block þeg- ar tekið er tillit til aldurs sjúklinganna. Ályktun: Tíðni gangráðsísetninga hefur aukist verulega frá upphafi. Karlar eru fleiri og yngri við fyrstu ígræðslu. Notk- LÆKNANEMINN 92 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.