Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 114

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 114
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir Also no clear correlation between allergy and MBP concen- trations in serum or breast milk. At present the IgA mea- surements are not fmished. TRIFMA is by far the most sensitive assay and is conveni- ent to work with. Sandwich ELISA has a so called “ prozone effect” which makes it hard to determine concentrations of high level MBP samples. ELLA has the lowest sensitivity, thus making it impossible to measure very low MBP concen- trations although a large dynamic range is seen. 5G/4G erfðabreytileiki í geni plasminogen activator inhibitor-1 (PAI-1) hjá heilbrigðum Islendingum og ungum kransæðasjúklingum Sif Hansdóttir1. ísleifur Ólafsson2, Gunnar Sigurðsson3, Ólöf Sigurðardóttir2. ‘LHI, 2Rannsólcnardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 3Lyflælcningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Inngangur: Helstu áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdóm eru reykingar, hækkaðar blóðfitur, sykursýki, háþrýstingur og erfðaþættir. Miklar framfarir í sameindaerfðafræði á síðasta áratug hafa gert kleift að rannsaka erfðaþættina. Kransæða- sjúkdómur er fjölgenasjúkdómur þar sem orsök er að finna í samverkan tveggja eða fleiri gena auk umhverfisþátta. Gen PAI-1 er eitt þeirra gena sem tengjast kransæðasjúkdómum. PAI-1 er glýkóprótein úr flokki serín próteinasa hemiefna (serpína) og er meginhlutverk þess er að hamla virkni vefja plasmínógen activator (t-PA). t-PA klýfur plasmínógen og gerir það að virkum próteinasa, plasmíni, sem aftur klýfur peptíð keðjur fíbríns og leysir það upp. PAI-1 hemur þannig virkni fíbrínolýtíska kerfisins. Minnkuð virkni þessa kerfis sést oft hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm og er þá ástæð- an yfirleitt aukin þéttni virks PAI-1 í plasma. Gen PAI-1 er staðsett á litningi númer 7. Það er tjáð í mörgum vefjum s.s. í æðaþeli, blóðflögum, lifur og sléttum vöðvafrumum. Ný- lega var lýst 5/4 gúanín (5G/4G) erfðabreytileika í prómótor svæði gens PAI-1. 4G samsætan gefur hærri þéttni virks PAI- 1 í plasma. 1995 sýndi sænsk rannsókn fram á marktækt hærri tíðni 4G samsætunnar hjá sjúklingum sem fengið höfðu hjartadrep yngri en 45 ára miðað við heilbrigða. Tilgangurinn með rannsókninni var tvíþættur. Annarsveg- ar að kanna tíðni samsætanna hjá heilbrigðum Islendingum og bera saman við tíðnina í öðrum löndum og hins vegar að bera cíðnina hjá heilbrigðum saman við tíðnina hjá ungum kransæðasjúklingum. Efniviður: Hópur heilbrigðra samanstóð af 108 blóðgjöf- um á aldrinum 21-65 ára (meðalaldur 39 ár). I sjúklingahóp- inn fóru einstaklingar sem komu inn á Sjúkrahús Reykjavík- ur með brjóstverk og/eða hjartadrep í feb.-maí 1996 og voru undir 50 ára eða höfðu fengið fyrst hjartaáfall undir þeim aldri. Einnig var hringt í unga einstaklinga sem fengu grein- inguna hjartadrep á Borgarspítalanum á árunum 1994 og 1995. Samtals fengust þannig 33 sjúklingar sem eru nú á aldrinum 30-62 ára (meðalaldur 45,7 ár). Aðferðir: Blóð var dregið úr öllum þátttakendum og DNA einangrað. Sá hluti prómótor svæðis gens PAI-1 sem inniheldur 5G/4G erfðabreytileikann var magnaður upp með samsætu sértæku fjölliðunarhvarfi (allele specific PCR) og arfgerðin ákvörðuð með rafdrætti á agarósa geli. Við saman- burð á hópum var notað x2 próf. Niðurstöður: Hópur Arfgerð 3G/5G Arfgerð 5G/4G Arfgerð 4G/4G Heilbrigðir (n=108) 18(16,7%) 50 (46,3%) 40 (37,0%) Sjúklingar (n=33) 2 (6,1%) 19 (57,6%) 12 (36,4%) Hardy-Weinberg jafna sýndi að ekki var um að ræða skyld- leikaræktun í normal þýðinu. (p=0,94). Heilbrigða hópnum var skipt í tvo aldursflokka (<52 ára og >51 árs). I yngri hópnum var ekki marktækur munur á Islendingum og Svíum (p=0,33). Marktækt hærri tíðni var á 4G samsætu á Islandi í eldri hópnum. Fáir Islendingar voru í þeim aldursflokki (n= 15) og því ber að taka þeim niðurstöðum með fyrirvara. Ekki var marktækur munur á arfgerð sjúklinga og heilbrigðra (p=0,26). Umræður: Fjölmargar rannsóknir á sjúklingum með brjóstverk og/eða hjartadrep hafa tengt háa þéttni virks PAI- 1 í plasma við kransæðasjúkdóma. Há þéttni virks PAI-1 get- ur verið erfðafræðilega ákvörðuð (4G samsæta) og/eða verið tilkomin vegna annarra þátta sem vitað er að hafa áhrif á tján- ingu gens PAI-1 s.s. þríglýseríðar og insúlín. Sænsk rannsókn sýndi eins og áður segir fram á hærri tíðni 4G samsætunnar hjá ungum sjúldingum með hjartadrep en hjá heilbrigðum (0,63 v.s. 0,53). Ekki var marktækur munur á íslensku sjúk- lingunum og heilbrigðum. Ymsar ástæður geta legið þar að baki. Erfitt er að meta mikilvægi eins gens eða próteins í sjúk- dómi þar sem margir umhverfis- og erfðafræðilegir þættir koma saman. Stærri og betur skilgreindan sjúklingahóp þyrfti til að fá óyggjandi niðurstöður. Hagkvæmnirannsónir í heilbrigðisþjónustu Sigurður Guðiónsson1. Helgi Sigurðsson2. ‘LHl, 2Krabbameinslækningadeild Landspítalans. Inngangur: Umræður um hagkvæmni í rekstri heilbrigð- isþjónustunnar hafa verið ofarlega á baugi síðustu misserin. Erlendis hefur rannsóknum á þessu sviði fjölgað ört og spurn- ingar hafa vaknað um hvort að slíkar athuganir eigi að hafa að leiðarljósi við stefnumörkun innan heilbrigðiskerfisins. Markmið þessa verkefnis var að kynnast þeim aðferðum sem notaðar eru við hagkvæmnirannsóknir á heilbrigðisþjónustu LÆKNANEMINN -|04 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.