Bændablaðið - 08.06.2023, Page 18

Bændablaðið - 08.06.2023, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Bændur vöknuðu við vondan draum á síðasta ári þegar flest öll grundvallaraðföng í búrekstri ruku upp í verði og stefndi afkomu starfsgreinarinnar í voða. Var þá af mörgum áætlað að um tímabundna breytingu væri að ræða knúna af af afar sérstökum aðstæðum á mörkuðum og að hún myndi fyrr en síðar leiðréttast og rekstrargrundvöllur landbúnaðarins myndi fara aftur í samt form. Var brugðist við þessu ástandi með einskiptisgreiðslu frá ríkinu til að koma á móts við þær krefjandi aðstæður sem nú voru komnar upp. Nú er árið 2023 brátt hálfnað og hafa verðhækkanirnar ekki gengið til baka nema að örlitlu leyti. Á þessum gröfum má sá þróun innflutningsverðs á áburði, fóðri og heyrúlluplasti. Eru þetta vegin meðaltöl þeirra vöruflokka sem teljast sem áburður eða fóður til þess að veita sem réttasta mynd af stöðu mála. Sést að verðhækkanir á áburði og heyrúlluplasti hafa lítið gengið til baka enn og fóður hefur aðeins haldið áfram að hækka. Innflutningsverð á bensíni hefur einnig lækkað á þessu ári. Í nýlegum útgáfum RML er farið yfir stöðu reksturs mjólkur- og sauðfjárbýla. Er þar sýnt á greinargóðan hátt hvernig hinir ýmsu kostnaðar- og tekjuliðir skiptast og þróun þeirra á milli ára er borin saman. Samkvæmt rekstrargreiningum fyrir árin 2019 til 2021 hefur fóður og áburður verið 52% af breytilegum kostnaði í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu og 35% af lambakjötsframleiðslu en má áætla að í dag sé hlutfall þeirra nokkuð hærra. Helstu þættir þessara kostnaðar- liða hækkuðu á bilinu 40 til 150% á milli áranna 2021 og 2022 og eins og áður hefur komið fram hefur verðið ekki gengið til baka. Samkvæmt RML jókst breytilegur kostnaður við mjólkurframleiðslu um 25% á milli áranna 2021 og 2022, um 32 krónur á lítrann, og má áætla að hlutfallsleg hækkun hafi verið svipuð í nautakjötsframleiðslu. Ljóst er að erfiðlega hefur gengið að velta þessum kostnaðarhækkunum út í verðlagið og staða bænda hefur ekki vænkast eftir því sem lengri tími líður frá þessum snöggu breytingum. Slæmi draumurinn sem vaknað var við í fyrra er ekki genginn yfir. Ljóst er að afkoma í landbúnaði árið 2022 var verri en síðustu ár og er áætlað að afkoma meðalbús í nauta-, lambakjöts- og mjólkurframleiðslu hafi verið nálægt núlli eða neikvæð. Of snemmt er að segja um hvernig 2023 mun þróast. Vissulega hefur afurðaverð hækkað og ætti það að létta á ákveðnum þrýstingi en á móti hefur fjármagnskostnaður aukist. /SFB HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Markaðir 151,1kr. Evra 141,44 kr. USD 175,49 kr. Pund 312 kr. 95 okt bensín 308 kr. Díesel 15,24 USD Mjólk (USD/100 pund) 6,34 USD Korn (USD/sekkur) 23,5 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1212 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,72 USD Ostur (USD/pund) 4850 EUR Smjör (EUR/tonn) Afleiðingar aðfangahækkana síðasta árs enn verulegar Nautakjötsframleiðsla Mjólkurframleiðsla Sauðfjárrækt Aðkeypt fóður 30% 38% 7% Áburður 22% 14% 28% Rekstur búvéla 19% 16% 26% Rekstrarvörur 10% 9% 18% Aðkeypt þjónusta 19% 22% 22%

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.