Bændablaðið - 08.06.2023, Qupperneq 18

Bændablaðið - 08.06.2023, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Bændur vöknuðu við vondan draum á síðasta ári þegar flest öll grundvallaraðföng í búrekstri ruku upp í verði og stefndi afkomu starfsgreinarinnar í voða. Var þá af mörgum áætlað að um tímabundna breytingu væri að ræða knúna af af afar sérstökum aðstæðum á mörkuðum og að hún myndi fyrr en síðar leiðréttast og rekstrargrundvöllur landbúnaðarins myndi fara aftur í samt form. Var brugðist við þessu ástandi með einskiptisgreiðslu frá ríkinu til að koma á móts við þær krefjandi aðstæður sem nú voru komnar upp. Nú er árið 2023 brátt hálfnað og hafa verðhækkanirnar ekki gengið til baka nema að örlitlu leyti. Á þessum gröfum má sá þróun innflutningsverðs á áburði, fóðri og heyrúlluplasti. Eru þetta vegin meðaltöl þeirra vöruflokka sem teljast sem áburður eða fóður til þess að veita sem réttasta mynd af stöðu mála. Sést að verðhækkanir á áburði og heyrúlluplasti hafa lítið gengið til baka enn og fóður hefur aðeins haldið áfram að hækka. Innflutningsverð á bensíni hefur einnig lækkað á þessu ári. Í nýlegum útgáfum RML er farið yfir stöðu reksturs mjólkur- og sauðfjárbýla. Er þar sýnt á greinargóðan hátt hvernig hinir ýmsu kostnaðar- og tekjuliðir skiptast og þróun þeirra á milli ára er borin saman. Samkvæmt rekstrargreiningum fyrir árin 2019 til 2021 hefur fóður og áburður verið 52% af breytilegum kostnaði í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu og 35% af lambakjötsframleiðslu en má áætla að í dag sé hlutfall þeirra nokkuð hærra. Helstu þættir þessara kostnaðar- liða hækkuðu á bilinu 40 til 150% á milli áranna 2021 og 2022 og eins og áður hefur komið fram hefur verðið ekki gengið til baka. Samkvæmt RML jókst breytilegur kostnaður við mjólkurframleiðslu um 25% á milli áranna 2021 og 2022, um 32 krónur á lítrann, og má áætla að hlutfallsleg hækkun hafi verið svipuð í nautakjötsframleiðslu. Ljóst er að erfiðlega hefur gengið að velta þessum kostnaðarhækkunum út í verðlagið og staða bænda hefur ekki vænkast eftir því sem lengri tími líður frá þessum snöggu breytingum. Slæmi draumurinn sem vaknað var við í fyrra er ekki genginn yfir. Ljóst er að afkoma í landbúnaði árið 2022 var verri en síðustu ár og er áætlað að afkoma meðalbús í nauta-, lambakjöts- og mjólkurframleiðslu hafi verið nálægt núlli eða neikvæð. Of snemmt er að segja um hvernig 2023 mun þróast. Vissulega hefur afurðaverð hækkað og ætti það að létta á ákveðnum þrýstingi en á móti hefur fjármagnskostnaður aukist. /SFB HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Markaðir 151,1kr. Evra 141,44 kr. USD 175,49 kr. Pund 312 kr. 95 okt bensín 308 kr. Díesel 15,24 USD Mjólk (USD/100 pund) 6,34 USD Korn (USD/sekkur) 23,5 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1212 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,72 USD Ostur (USD/pund) 4850 EUR Smjör (EUR/tonn) Afleiðingar aðfangahækkana síðasta árs enn verulegar Nautakjötsframleiðsla Mjólkurframleiðsla Sauðfjárrækt Aðkeypt fóður 30% 38% 7% Áburður 22% 14% 28% Rekstur búvéla 19% 16% 26% Rekstrarvörur 10% 9% 18% Aðkeypt þjónusta 19% 22% 22%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.