Bændablaðið - 08.06.2023, Side 27

Bændablaðið - 08.06.2023, Side 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Bretar glíma við miklar verðhækkanir á matvöru, rúm 19% að jafnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Hefur það leitt af sér ýmis vandkvæði fyrir bændur á Bretlandseyjum, ekki síður en neytendur. Jafn skörp hækkun hefur ekki sést í tæp 45 ár og valda henni margir samverkandi þættir, svo sem afleiðingar Covid-19 faraldursins, breytingar í kjölfar Brexit og innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Útsæði og áburður hefur hækkað umtalsvert í verði í Bretlandi eins og annars staðar og segjast bændur þar verða varir við nærfellt daglega hækkun á aðföngum til landbúnaðar. Svo tekið sé dæmi hefur kostnaður kartöflubónda í Pembrokeshire vegna áburðarkaupa farið úr 290 pundum í 900 á örfáum misserum, úr 50 þúsund íslenskum krónum í 158 þúsund krónur. Hvað varðar hækkun á landbúnaðarvörum til breskra neytenda má nefna að agúrkur hafa til dæmis hækkað um 54%, gerilsneydd mjólk um 33% og kartöflur og smjör um 28%. /sá Bretland: Breskir bændur stynja undan verðhækkunum Bændur á Bretlandseyjum eiga erfitt uppdráttar vegna hækkana. Mynd / M&S tilfelli fuglaflensu í alifuglum, í 76 löndum á árunum 2005–2019, til að smit séu fátíðust í september, byrji að aukast í október og nái há- marki í febrúar. Veiran greindist hér innanlands í marslok í stokkönd í Garðabæ og var það fyrsta greining á skæðri fuglaflensu á þessu ári. Síðan hefur borið á fugladauða, einkum hjá ritu og lunda, en öll sýni sem Matvælastofnun hefur rannsakað hafa sýnt að ekki var um fuglaflensu að ræða. Fuglaflensa var skæð í Evrópu síðasta vetur, og þá meðal annars á vetrarstöðvum íslenskra farfugla. Beðið er um að almenningur tilkynni fund á veikum og dauðum villtum fuglum til MAST. H5N1 er mjög smitandi fyrir fjölda fuglategunda, þar á meðal flestar tegundir alifugla. Ólíkt flestum öðrum fuglaflensuveirum hefur þessi veira einnig sýkt spendýr, þar á meðal ketti, svín og tígrisdýr, og getur borist til manna. Hins vegar er veiran enn illa aðlöguð mönnum og smit frá fuglum til manna er sjaldgæfur atburður samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC). /sá ESB hleypti nýverið af stokkunum áætluninni Snjöll matvæli (Cleverfood) sem er ætlað að umbreyta evrópskum matvæla- kerfum til hagsbóta fyrir loftslag, sjálfbærni, líffræðilega fjölbreytni og lýðheilsu. Markmiðið með þessu yfirgripsmikla verkefni er að vekja Evrópubúa innan ESB, unga sem aldna í öllum þjóðfélagshópum, til aukinnar neytendavitundar og fá þá til að beita sér í ríkara mæli á þeim vettvangi, stórauka samlegðaráhrif og samvinnu innan ríkja ESB í öllu er lýtur að matvælum og efla lagasetningu og hagsmunagæslu hvað þetta varðar. Kaupmannahafnarháskóli leiðir Snjöll matvæli og er kostnaðaráætlun við áætlunina um 8,1 milljón evra, eða ríflega 1.200 milljónir íslenskra króna. Til að umbreyting náist er talið nauðsynlegt að breyta bæði löggjöf og meðvitund neytenda gagnvart hollum og sjálfbærum matvælum, sérstaklega úr jurtaríkinu, auk þess að efla samvinnu á m.a. matvælamarkaði og í matvælarannsóknum. Áætlað er að koma upp nýsköpunarhröðlum í tækni og samfélagi. Eiga þeir að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum sem standi þeim sem koma að matvælakerfum Evrópu fyrir þrifum og hindri mögulega meðal annars bændur og frumkvöðla í matvælaframleiðslu í að tileinka sér nýja tækni og starfshætti. Kallað verður eftir samvinnu ríkisstofnana, háskóla, atvinnugreina, samtaka og hagsmunahópa innan ESB-ríkjanna. Verkefnið tengist matvælastefnu ESB til ársins 2030 og fleiri stefnumarkandi aðgerðaáætlunum. Matvælakerfi Evrópu eru talin valda allt að þriðjungi losunar gróðurhúsalofttegunda í álfunni og brýnt að snúa þeirri þróun við. „Núverandi- og framtíðarkreppur, þar á meðal loftslagskreppa, matar- kreppa, kreppa líffræðilegs fjölbreyti- leika og heilsukreppa, eru órjúfanlega tengdar því hvernig við framleiðum matvæli,“ segir Christian Bugge Henriksen, dósent við plöntu- og umhverfisvísindadeild Kaupmanna- hafnarháskóla í frétt á vef háskólans. „Þannig er kominn tími til að gera róttækar breytingar, þar sem öll ESB- ríki gera samstillt átak til að umbreyta matvælakerfi okkar með því að gera það sanngjarnara, sjálfbærara, hringlaga og plöntumiðað,“ segir Christian. Hann mun næstu fjögur árin stýra Cleverfood ásamt teymi úr loftslags- og fæðuöryggishóp við plöntu- og umhverfisvísindadeild háskólans. /sá ESB: Umbreyting matvælakerfa

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.