Bændablaðið - 02.11.2023, Síða 1

Bændablaðið - 02.11.2023, Síða 1
20. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 2. nóvember ▯ Blað nr. 644 ▯ 29. árg. ▯ Upplag 33.200 ▯ Vefur: bbl.is Litlir og stórir – en allir knáir! Díana Rós Þrastardóttir, bóndi og bókari á Þórustöðum, með dótturina Heklu Lind Jónsdóttur. Í baksýn er stærsta og öflugasta kartöfluupptökuvél landsins og Jón Helgi Helgason, eiginmaður Díönu, rabbar við gest um kartöflubúskapinn. Þótt bjart sé yfir mannskapnum er búskapurinn bændum þungur í skauti og blikur á lofti. Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir Fé með verndandi arfgerð þyrmt – Ráðherra samþykkti breytingatillögu á riðureglugerð og bændur á Stórhóli halda hluta fjár síns eftir riðu Bændur á Stórhóli í Húnaþingi vestra vonast til að fé þeirra með verndandi arfgerðir gegn riðu verði þyrmt í kjölfar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra. Ráðherra hefur nú samþykkt breytingatillögu yfirdýralæknis á reglugerð um riðuveiki í sauðfé, en með því er yfirdýralækni heimilað að leggja til niðurskurð á hluta hjarðar að undangenginni arfgerðargreiningu. Riða greindist í sláturfé frá Stórhóli á dögunum og stóðu bændur þar frammi fyrir því að allt fé á bænum yrði skorið skv. þágildandi riðureglugerð. Fé með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir hefur viðnám við riðusjúkdómnum, þó mismunandi. DNA tekið úr allri hjörðinni Búið er að taka DNA-sýni úr allri hjörðinni á Stórhóli og má því ætla að það fé sem er með verndandi arfgerðir verði ekki skorið og tjón bændanna því minna en ella. Mörgum er í fersku minni þegar allt fé var skorið á tveimur bæjum sl. vor vegna riðu en við sýnatökur kom í ljós að margir gripanna höfðu verið með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Arfgerðafé verði ekki skorið „Undirbúningur er í hefðbundnu ferli og án tímapressu,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST. Hún hafi verið bjartsýn um að reglugerðarbreytingin næði í gegn áður en allt fé yrði skorið á Stórhóli. Á bænum er um 590 fjár, þar af í það minnsta 40 með verndandi arfgerð sem bændur þar, þau Maríanna E. Ragnarsdóttir og Garðar V. Gíslason, voru byrjuð að rækta. „Já, við eigum 27 gimbrar og 10 hrúta,“ segir Garðar. „Við vorum búin að skipta út eiginlega öllum hrútunum, við ætluðum bara að nota þetta í vetur. Þetta snýst um að það getur heldur enginn hangið með einhverjar tuttugu kindur,“ segir hann og bætir við að þau hafi beðið átekta eftir fyrrnefndri reglugerðarbreytingu og niðurstöðu starfshóps, sem matvælaráðherra skipaði fyrr á árinu til ráðgjafar um riðumálin, og er nú til kynningar. „Þetta er hundfúlt,“ segir Garðar um riðusmitið og að óneitanlega sé um áfall að ræða. Riða greindist einnig á Stórhóli árið 2006 og þau Maríanna því búin að fara í gegnum þessa raun áður. Þekkt riðusvæði Eitt jákvætt skimunarsýni úr fullorðnu sláturfé frá Stórhóli fannst fyrir nokkrum dögum en ekki hafði orðið vart sjúkdómseinkenna riðu á bænum. Stórhóll tilheyrir Húna- og Skagahólfi. Í Miðfjarðarhólfi, Húnahólfi og Vatnsneshólfi hafa greinst fjögur tilvik af riðu á síðustu sjö árum og deila hólfin varnarlínu. Um það hvort Stórhóll hafi selt eitthvert fé frá sér á undangengnum vikum og mánuðum segir Garðar svo ekki vera. „Nei, við náttúrlega höfum ekki mátt vera með viðskipti með fé vegna riðunnar 2006.“ Örugg og úthugsuð skref „Þetta gefur mér von um að við séum að fara að taka með einhverjum hætti öðruvísi á þessu tilfelli að Stórhóli heldur en við höfum þurft að gera fram til þessa,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda. „Þetta er sorglegt, og erfitt að setja sig í spor ábúenda á þessum bæjum og á þessu svæði þar sem fólk er að glíma við riðuna,“ segir hann. „Við sjáum samt sem áður að nú erum við komin með þessa verndandi arfgerð af stað í ræktuninni hjá okkur. Við gerum okkur vonir um að við séum að fara að stíga örugg og úthugsuð skref í nýrri nálgun í glímunni við riðu, hvort sem það er innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum og svo hins vegar í viðbrögðum við riðutilfellum þar sem þau koma upp.“ Trausti segist vona að nú sé verið að horfa inn í það módel sem unnið verði eftir til framtíðar. Aukin þekking skapar von Bændasamtök Íslands hafa í samstarfi við fleiri aðila verið með fræðslufundi víða um land síðustu daga þar sem dr. Vincent Béringue, einn helsti riðusérfræðingur heims, ásamt hópi sérfræðinga, fjallar um næmi arfgerða, áhrif innleiðingar verndandi arfgerða á stofninn, ræktunaráherslur og almenn atriði varðandi baráttuna við riðuveiki. Béringue hefur á síðustu mánuðum lagt stund á umfangs- miklar rannsóknir á næmi þeirra mismunandi arfgerða sem finnast í íslensku sauðfé m.t.t. riðuveiki. Sérfræðingahópurinn, sem skipaður var af matvælaráðuneytinu, er nú að skila af sér niðurstöðum. /sá Ágreiningur um ágang Stofnstærð álfta og heiðagæsa hefur stækkað töluvert og bændur verða varir við mikla ásókn stórra hópa geldfugla á tún og akra sem eru þeim til ama. Í sumar sótti Hákon Bjarki Harðarson, bóndi á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit, um undanþágu frá verndarlögum að skjóta allt að fimm fugla í þeim tilgangi að fæla frá þaulsetinn álftahóp en fékk höfnun. Hann sér lítinn tilgang í að sækja um styrk vegna tjóns af völdum ágangs því ef tjónabætur eru samþykktar fellur jarðræktarstyrkur niður á móti og sama upphæð fæst vegna tjóns. Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, segist heldur ekki sækja um tjónabætur enda liggi kostnaðurinn í efni og vinnu við að afstýra búsifjum frekar en að verða fyrir tjóni. Fjórum sinnum í röð hefur verið lögð fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga um tímabundið leyfi til veiða en málið hefur ekki fengið brautargengi. Bent hefur verið á að veiðar séu ekki lausnin og geti í raun haft þveröfug áhrif. Ýmsar aðrar leiðir séu fyrir hendi sem gætu stemmt stigu við ágang og nýjasta tækni gæti þar reynst haukur í horni. /ghp Sjá nánar á bls. 20–22. Líffræðilegur fjölbreytileiki á Slow Food- hátíð 5246 Graskersræktun í Skagafirði Neyðarbirgðir til 9 mánaða í Finnlandi 45 Blaðauki fylgir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.