Bændablaðið - 02.11.2023, Side 36

Bændablaðið - 02.11.2023, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Hollenski garðyrkjufræðingurinn Alexander Boedijn segir Íslend- inga geta lært af Hollend- ingum þegar kemur að þróun tæknilausna í átt að hring- rásarkerfum gróðurhúsa, sem er einmitt hans sérsvið. Boedijn var þátttakandi í hring- borðsumræðum sem Sjávarklasinn skipulagði í tengslum við Nordic Circular Summit, sem var haldin í aðdraganda Hringborðs norðurslóða (Artic Circle). Boedijn er fræðimaður sem starfar við Business unit Greenhouse Horticulture og tengist Wageningen- háskólanum í Hollandi, sem er vel virtur landbúnaðarháskóli. Hann var tekinn tali eftir málstofuna, sem haldin var í Sjávarklasanum í Reykjavík. Hollendingar stórtækir í gróðurhúsaræktun Hann segir að gróðurhúsaræktun á Íslandi sé í grunninn sams konar og í Hollandi, unnið sé með sömu grundvallarefnin. Munurinn sé auðvitað sá að í Hollandi sé þessi grein afar stór og háþróuð – jafnvel á evrópskan mælikvarða, með gróðurhúsaræktun á um 10 þúsund hekturum lands. Til samanburðar sé íslensk ræktun á minna en 20 hekturum. Því sé gagnlegt fyrir Íslendinga að hagnýta sér þá þekkingu sem hafi orðið til í Hollandi í átt okkar að íslensku hringrásarhagkerfi, sem stjórnvöld hafi markað stefnu um. Hringrásarkerfi íslenskrar ylræktar sé einn liður í þeirri vegferð. Verðmæt næringarefni fara til spillis Að sögn Boedijn er brýnt að hraða þessari þróun sem mest því verðmæt næringarefni sem nauðsynleg eru til ræktunar – og eru jafnvel takmörkuð auðlind – fara í miklu magni til spillis í því kerfi sem hefur verið við lýði. Þau skolist gjarnan út úr kerfinu sem úrgangur. Samvinna á milli landa skipti miklu, þar sem bændur, fræðimenn, stjórnvöld, framleiðendur og sölu- aðilar á aðföngum deili þekkingu og reynslu. Hann segir hugmyndafræði hringrásarkerfis gróðurhúsa ræktunar horfi til þess að loka þeirri rás tiltekinna efna sem rata í dag inn og út úr gróðurhúsum; eins og vatns, næringarefna, gróðurmoldar, koltvísýrings og plastefna. Markmiðið sé að ræktunin verði minna háð aðföngum efna sem eru til í takmörkuðum mæli og minnka sóun sem nálgast er með sjálfbærni. Spurður um framgang hringrásar hugmyndafræðinnar í hollenskri ylrækt segir hann að með þróun á hátækni í stórum gróðurhúsum, sem hafi verið í gangi í allnokkur ár, sé samhliða þróun jafnt og þétt í þessa átt sömuleiðis. Og áður en farið var að leggja upp með hringrásarkerfi sem hagnýta hugmyndafræði í gróðurhúsum. Nú sé hún einnig komin inn í stefnumótun stjórnvalda, auk þess sem farið sé að vinna að ýmsum lausnum í aðfangakeðjunni. Möguleikar á meiri skilvirkni Hann segir að hvatar til umskipta yfir nýtt kerfi komi bæði frá stjórnvöldum, einnig beint úr aðfangakeðjunni og bændum sjálfum – sem sjá möguleika á meiri skilvirkni. Bændur eigi kost á hærra verði fyrir sínar afurðir með því að geta flaggað vottunum um slík framleiðslukerfi og stjórnvöld eru háð markmiðum Evrópusambandsins (ESB) í slíkum umhverfismálum. ESB er með skýra áætlun um framvinduna í átt að hringrásarkerfi og hún leitar hægt en örugglega inn í löggjöfina. Boedijn segir helstu áskoranir á leiðinni til hringrásarhagkerfisins sé hversu framleiðslukerfin séu háð efnum sem séu ýmist til í takmörkuðum mæli, eins og áburðar- efni, eða þurfi að skipta út vegna stefnubreytinga í umhverfismálum. Dæmi um það er jarðefnaeldsneyti sem orkugjafi. Kerfisbreyting yfirvofandi Yfirvofandi sé kerfisbreyting, á aðfangakeðjunni, sem hann telur að verði mikil áskorun í öllum löndum. Umskiptin hjá hverjum og einum framleiðanda geta líka verið kostnaðarsöm á meðan verið sé að færa sig á milli kerfa – og á þeim tíma geti verið erfitt að keppa í verði við sambærilegar vörur. Þegar Boedijn er spurður um hvað hann telji að það muni taka langan tíma fyrir þessi umskipti að eiga sér stað, þannig að hringrásarkerfi í gróðurhúsaræktun verði orðin almenn, segir hann að það sé í raun bara spurning um hversu mikið stjórnvöld vilji skuldbinda sig til að gera. Ljóst sé að metnaðurinn sé til staðar og ef hægt verði að leiða áformin í lög mun komast alvöru hreyfing á málin. Tæknin sé í raun til staðar, en líklega muni taka um fimm til tíu ár fyrir aðfangakeðjur að verða tilbúnar með valkosti af hæfilegri stærðargráðu. Stjórnvöld þurfi að setja lög og reglur, en einnig styðja beint við þessa þróun. Nú þegar hafi stjórnvöld í Hollandi gefið út það markmið að á árinu 2030 muni hafa dregið úr innflutningi á hrávöru um 50 prósent. Það markmið hafi hins vegar ekki verið útfært, svo ekki sé vitað hvað það þýðir fyrir hrávöruna sem flutt er inn til ylræktar í Hollandi. Tækniþekking Hollendinga Boedijn telur að Íslendingar geti sótt mikið í tækniþekkingu Hollendinga, á leið þeirra að hringrásarhagkerfinu. Málið hafi reyndar borið á góma á málstofunni Nordic Circular Summit. Hann hafi þar greint frá þeirri miklu grósku sem sé þar í tækni- og nýsköpunargeiranum hvað þetta varðar. Þeir íslensku garðyrkjubændur sem séu á þeim buxunum að reisa hátæknivætt hringrásargróðurhús, geti horft þangað. Þó sé það ekki þannig að sömu aðstæður séu til staðar í báðum löndum. Hollendingar leiti leiða til orkuskipta, en stór hluti framleiðenda í Hollandi reiðir sig á jarðgas til að knýja sín hús. Hann segir að um 25–30 jarðhita- holur séu í Hollandi en dýrt sé að hagnýta jarðhitann og hann sé ekki alls staðar í boði. En verið sé að skoða marga umhverfisvæna orkukosti. Á dagskrá Boedijn í Íslandsheimsókninni var meðal annars að skoða garðyrkjustöðina Lambhaga. Hann segist hafa verið mjög hrifinn af því sem hann sá þar, eins og til dæmis nýjungar við ræktunina á salatinu – þar sem eigandinn hafi innleitt sitt eigið framleiðslukerfi. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Hollenski garðyrkjufræðingurinn Alexander Boedijn tók þátt í hringborðs- umræðum á málstofunni Nordic Circular Summit, þar sem hringrásarkerfi í gróðurhúsum bar á góma. Mynd /smh Garðyrkja: Hringrásarkerfi í ylrækt – Hollenskur fræðimaður telur að nauðsynlegar kerfisbreytingar muni taka 5–10 ár Boedijn er fræðimaður sem starfar við Business unit Greenhouse Horticulture og tengist Wageningen-háskólanum í Hollandi, sem hér sést, sem talinn er einn fremsti háskóli heims á sviði landbúnaðar. Mynd / Wikipedia Frá hringborðsumræðum Nordic Curcular Summit í október. LÍF&STARF Sláturfélag Suðurlands leitar að starfsmanni í viðhalds- og tæknideild félagsins á Selfossi. Við leitum að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi til að bætast í öflugan hóp SS fólks á góðum vinnustað. Helstu verkefni og ábyrgð • Almennt viðhald á búnaði og húsnæði starfsstöðvarinnar • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Reynsla af viðhaldsvinnu • Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt • Jákvæðni, góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund Áhugasamir sæki um starfið á Alfred.is - Umsóknarfrestur til 13. nóvember nk. Frekari upplýsingar um starfið gefur Benedikt Benediktsson í netfangi benedikt@ss.is Sláturfélags Suðurlands er 115 ára, öflugt og framsækið matvælafyrirtæki í eigu búvöruframleiðanda á Suður- og Vesturlandi og almennra hluthafa. Höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík og þar eru auk skrifstofu, markaðs- og söludeildir. Á Hvolsvelli er meginhluti kjötiðnaðar staðsettur ásamt frystihúsi og vörudreifingu kjötvara. Á Selfossi rekur félagið sláturhús ásamt úrbeiningu á kjöti og pökkunarstöð. Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess, www.ss.is Starf í tæknideild SS á Selfossi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.