Bændablaðið - 02.11.2023, Page 43

Bændablaðið - 02.11.2023, Page 43
Davíð Lúther Sigurðarson Davíð Lúther Sigurðarson er markaðsmaður og gullfiska- bóndi og verður með erindi um stöðu samfélagsmiðla í dag og notkun þeirra á sem einfaldastan hátt og aðrar skemmtilegar pælingar. Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon búa á Bessastöðum við Hrútafjörð þar sem þau reka kúabú, hrossarækt, skógrækt og ferðaþjónustu. Urðu forvitin um auglýsingu RML um verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður, sóttu um þátttöku og komust inn. Í erindinu mun Guðný fara yfir hvers þau hafa orðið vísari. Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir og Óli Finnsson Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er garðyrkjubóndi hjá Garðyrkjustöðinni Gróður og Óli Finnsson er garðyrkjubóndi hjá Garðyrkjustöðinni Heiðmörk. Þau segja frá sinni reynslu af því að vera nýliði í garðyrkju. Hjálmar Gíslason Hjálmar Gíslason er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf., en það er fimmta sprotafyrirtækið sem hann setur á fót. Hjálmar starfaði áður sem framkvæmdastjóri vörustjórnunar hjá Qlik, eftir kaup Qlik á fyrirtækinu DataMarket sem hann stofnaði 2008. Hjálmar er gagnanörd og frumkvöðull af lífi og sál, en GRID er fimmta hugbúnaðarfyrirtækið sem hann stofnar. Erindi Hjálmars mun fjalla um þessa gervigreind. Ísak Jökulsson Ísak Jökulsson er bóndi á Ósabakka á Skeiðum. Hann er búvísinda- og búfræðimenntaður frá LbhÍ. Hann er stjórnarmaður í Samtökum ungra bænda. Ísak hefur mikinn áhuga á sjálfbærari landnýtingu og matvælaframleiðslu. Erindi hans mun fjalla um hringrásakerfi næringarefna og möguleikana því tengdu. Margrét Gísladóttir Margrét Gísladóttir er með BS gráður í efna- og matvælafræði frá HÍ og MS gráðu í matvælafræði frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum (KVL nú KU) á Friðriksbergi í Danmörku. Hún hóf störf hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís) árið 1998 og hefur frá þeim tíma unnið að mörgum verkefnum sem tengjast nýtingu á hliðarhráefni aðallega úr fiskvinnslu með áherslu á prótein. Undanfarin ár hefur hún starfað að verkefnum er tengjast nýpróteinum (e: alternative proteins) meðal annars úr grasi, baunum og skordýrum. Erindi Margrétar mun fjalla um próteingjafa morgundagsins. Jóhannes Sveinbjörnsson Jóhannes Sveinbjörnsson er dósent við LbhÍ, þar sem aðalviðfangsefni hans í rannsóknum og kennslu eru fóðurfræði, framleiðslukerfi í sauðfjárrækt og fæðuöryggi. Hann rekur ásamt fjölskyldu sinni bú að Heiðarbæ 1 við Þingvallavatn, þar sem aðalbúgreinarnar eru sauðfjárrækt og kjúklingarækt og silungsveiði er einnig mikilvæg aukabúgrein. Erindi Jóhannesar mun fjalla um áskoranir í íslenskum landbúnaði í breyttri heimsmynd Gestafyrirlesarar á afmælisráðstefnu RML Hér koma í myndaröð nöfn annarra fyrirlesara en starfsmanna RML auk kynningar á umfjöllun þeirra hér að neðan. Frá vinstri: Davíð Lúther Sigurðarson, Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon, Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir og Óli Finnsson, Hjálmar Gíslason, Ísak Jökulsson, Margrét Gísladóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson. Jude L. Capper, PhD, DSc (h.c.) ARAgS er prófessor í sjálfbærri nautakjöts- og sauðfjárframleiðslu við Harper Adams háskólann (HAU) í Shropshire, Bretlandi; og er einnig sjálfstæður ráðgjafi um sjálfbærni búfjárræktar. Rannsóknir Jude beinast að sjálfbærni búfjárræktar, með áherslu á mjólkurframleiðslu, nautakjötsframleiðslu og sauðfjárrækt. Hún vinnur nú að verkefnum sem tengjast losun gróðurhúsalofttegunda í nautakjöts- og sauðfjárframleiðslu á Bretlandi; sjálfbærni framleiðslukerfa í sauðfjárrækt, og áhrif tvínytja kúakynja á sjálfbærni framleiðslukerfa í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Erindi Jude á afmælisráðstefnu RML mun fjalla um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu, þar á meðal hvernig bændur geta dregið úr umhverfisáhrifum. Hún mun einnig fjalla um staðreyndir og aðferðir sem geta nýst til að takast á við algengar rangfærslur í umræðu um sjálfbærni í framleiðslu á kjöti og mjólk. Annar aðalfyrirlesara afmælisráðstefnu RML er Dr. Jude L. Capper Jude L. Capper. Hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu Mynd - Halla Eygló Sveinsdóttir. Mynd - Anna Guðrún Grétarsdóttir. Jens Bligaard er fram- kvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku. Jens er menntaður bú- fræðingur sem fór í fram- haldsmenntun í bú- vísindum og doktorspróf í hermilíkunum og skordýra- fræðum. Hann hefur starfað við rannsóknir við háskólann í Árósum og sem stjórnandi hjá dönsku ráðgjafarþjónustunni SEGES. Jens er núna í forsvari fyrir ESGreenTool Climate hjá Seges en það er verkfæri sem nýtist bæði vegna útreikninga á kolefnisspori í landbúnaði en einnig sem búrekstrartól. Jens mun í erindi sínu fjalla um ESGreen- Tool, hvernig það hefur verið byggt upp og mikilvægi þess í dönskum landbúnaði sem er einn sá öflugasti í Norður-Evrópu. Annar aðalfyrirlesara afmælisráðstefnu RML er Jens Bligaard. Jens Bligaard. ESGreen tool Climate – Útreikningar á kolefnisspori og búrekstrartól Mynd - Halla Eygló Sveinsdóttir. RML Í 10 ÁR

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.