Bændablaðið - 02.11.2023, Page 48

Bændablaðið - 02.11.2023, Page 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Rúmlega hundrað börn sækja nám í nýjum leikskóla sem tók til starfa í Rangárþingi eystra í haust. Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli er átta deilda leikskóli og getur tekið á móti 180 börnum. Útisvæði skólans endurspeglar þá staðreynd að sveitarfélagið er mikið landbúnaðarsvæði. „Framkvæmdir gengu virkilega vel og voru að mestu innan tíma- og fjárramma. Undanfarin tvö ár hafa ekki verið auðveld fyrir börn, foreldra og starfsmenn leikskólans. En vegna myglu þá þurfti að bregðast við og skipta deildum upp á nokkra staði í þorpinu. Engu að síður þá gekk þetta allt saman ótrúlega vel. Það er einvörðungu vegna þess að allir lögðust á eitt. Útisvæðið er algjörlega framúrskarandi að mínu viti og talar mjög vel í þær áherslur sem við hjá sveitarfélaginu erum með þegar kemur að börnunum okkar. Skapandi og frjótt samfélag,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Jóhann Pétursson, landslags- arkitektar hjá Landmótun, hönnuðu útisvæðið ásamt Huldu Davíðsdóttur og Írisi Reynisdóttur en hugmyndir starfsfólks leikskólans voru hafðar til hliðsjónar við hönnun. Þar má m.a. finna íslenskar fjárréttir, fjölbreytt gróðursvæði og svæði til matjurtaræktar. „Náttúrulegur efniviður og frjáls leikur með hugmyndaflug barnanna að vopni var áherslupunktur leikskólastarfsmanna sem var ánægjulegt að vinna með og útfæra. Náttúruleikurinn er byggður upp með efnivið úr nærliggjandi skógrækt sem og tilfallandi grjóti af svæðinu,“ segir Aðalheiður. /ghp LÍF&STARF Fjölskylduviðburður um mosa og votlendi Náttúruminjasafn Íslands og Landgræðslan standa fyrir fjölskylduviðburði um mosa og votlendi sunnudaginn 5. nóvember nk. í Perlunni í Reykjavík. Í Perlunni fer fram sýningin Vatnið í náttúru Íslands sem Náttúruminjasafnið stendur fyrir. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölskylduviðburði á sýningunni þar sem gestum gefst færi á að tengjast náttúrunni á óvenjulegan og skemmtilegan hátt. Nú í byrjun nóvember mun viðburðurinn tengjast mosum og votlendi með sýningunni Mosar í mýrinni sem er hluti af hátíð líffræðilegrar fjölbreytni 2023, að því er fram kemur á vef Náttúruminjasafnsins. Viðburðurinn fer fram á 2. hæð Perlunnar milli kl. 14 og 16 sunnudaginn 5. nóvember. Aðgangur er ókeypis. /ghp Skógræktarfélag Íslands gaf nýverið út yfirgripsmikla bók sem fjallar um sögu samvinnu Íslendinga og Norðmanna á sviði skógræktar. Hér er farið allt aftur til landnáms fram til okkar daga. Stærstur hluti bókarinnar gerir grein fyrir 32 skiptiferðum sem voru gerðar milli Noregs og Íslands á árunum 1949 til 2000. Hópar Íslendinga fóru sextán sinnum til Noregs og komu norskir hópar til Íslands jafn oft. Þó þetta væru skiptiferðir var ljóst að Íslendingar höfðu mun meira að læra af Norðmönnum en öfugt, enda þeir síðarnefndu fagmenn á meðan við vorum byrjendur. Skógræktarfólk öðlaðist tækifæri til að fá verklega kennslu á hliðum skógræktar sem ekki voru þróaðar hérlendis. Þar má nefna skógarhögg og grisjun, en timburvinnsla er öflug atvinnugrein í Noregi. Norðmenn sem komu til Íslands gátu bent íslensku skógræktarfólki hvað hægt væri að gera betur, en þegar hingað var komið var ferðast um mismunandi skógræktarsvæði. Þá gafst Norðmönnum færi á að komast í snertingu við trjátegundir sem sjaldgæfar eru á heimaslóðunum. Óskar Guðmundsson er höfundur bókarinnar, en hún er bæði á íslensku og norsku. Þá er hún liðlega 330 síður í stóru broti – ríkulega myndskreytt og aðgengileg. Hérna býðst lesendum innsýn í þróun menningar í kringum íslenska skógrækt, enda hefur samvinna Íslendinga og Norðmanna haft mikil áhrif á mótun greinarinnar hérlendis. Kjörgripur fyrir alla sem hafa áhuga á skógrækt. /ÁL Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli getur tekið á móti 180 börnum. Mynd / Aðsend Rangárþing eystra er mikið landbúnaðarsvæði og óhjákvæmilegt að stór hluti nemenda Öldunnar tengi sterkt við sveitastörf og ræktun. Það endurspeglast í mótun útisvæðis hins nýja leikskóla. Mynd / Stefán Friðrik Hvolsvöllur: Landbúnaður innblástur leiksvæðis Bókaútgáfa: Frændur fagna skógi Teiknar íslensku húsdýrin Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út. Mynd / mhh Listakonan Katrín J. Óskarsdóttir í Miðtúni við Hvolsvöll gaf nýlega út veggspjald með íslensku húsdýrunum. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, teikningarnar koma út algerlega eins og ég teikna þær og prentun, pappír og allur frágangur er til fyrirmyndar. Svona plakat er mjög fræðandi fyrir t.d. skóla og leikskóla þar sem hægt er að sjá öll dýrin saman sem teljast til íslensku húsdýranna í réttum lit og útliti.“ Katrín, sem er með vinnustofu heima hjá sér, teiknar flesta daga en auk dýranna teiknar hún líka andlitsmyndir. „Núna er ég að teikna íslensku sauðalitina en hugmyndin er að gefa út plakat með þeim líka. Í þeirri vinnu hef ég kynnst mörgum sauðfjárbóndanum en þrátt fyrir að hafa alist upp í sveit þar sem voru meðal annars kindur hef ég fræðst ótrúlega mikið um sauðkindina og komist að því að kind er ekki sama og kind,” segir Katrín hlæjandi. Hægt er að skoða verk Katrínar á Facebook-síðum hennar, annars vegar íslensku húsdýrin og hins vegar Fólk/People Art Gallery. Nýja húsdýraplakatið fæst m.a. í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli, í bókabúðum víða um land og í Húsdýragarðinum. /mhh

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.