Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Fossraf ehf. óskar eftir að ráða til starfa aðila sem hefur reynslu af rafvirkjun. Til greina kemur að ráða inn nema samhliða öðrum ráðningum. Við leitum að starfsfólki sem er laghent og fellur vel að góðum hópi starfsfólks okkar. Starfssvið • Almenn rafvirkjun. • Þjónustuheimsóknir til viðskiptavina. Menntunar- og hæfniskröfur • Rafvirki, rafeindavirki eða aðili með góða reynslu. • Drifkraftur og hæfni til að leiða verkefni og/eða hópa. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum. • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Fossraf ehf. er að hluta í eigu Fastus ehf. og á sameiginlegu tæknisviði starfa nú ríflega 50 tæknimenn. Félagið þjónustar mörg af stærri fyrirtækjum og stofnunum landsins. Hjá félaginu er samhent og virkt starfsmannafélag. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Birkir Pálsson, birkir@fossraf.is og í síma 897-1855. RAFVIRKJAR - - - B Æ TI EF N I Aldrei hefur verið þýðingarmeira að nota bætiefni í eldsneytið, hvort sem er í bensín eða dísel. Motul framleiðir framúrskarandi efni sem hafa jákvæð áhrif á eldsneytiseyðslu og mögulegar bilanir. Á TÆKIÐ ÞITT MOTUL Á ÍSLANDI SÍM 462-4600 MOTUL@MOTULISLAND.IS Við erum einnig á Reyðarfirði Sendum vörur um land allt Ber eru til dæmis náttúruauðlind sem Íslendingar hafa nýtt óspart í gegnum tíðina og í Finnlandi er sala bláberja að skila þúsund milljarða króna tekjum árlega. Með aukinni skógrækt hefur einnig orðið vakning í nýtingu á sveppum og nú eru sveppir tíndir víða um land. Við erum þó enn að átta okkur á aðstæðum og getum nýtt þessa matarkistu enn betur. Með fleiri skógum skapast óteljandi tækifæri. „Suðfjárrækt“ Agnes Geirdal hefur verið býflugnabóndi í rétt tæpan áratug. Að vera bóndi er lífsstíll en að vera býflugnabóndi er suðandi hamingja. Það er einmitt hljóðsins vegna að fólki fannst viðeigandi að kenna búgreinina við „suðfé“. Agnes sagði skemmtilega frá lífsferli hunangsflugnanna, allt frá tilhugalífi, skemmtanahaldi og lífshættulegum systkinaerjum. Það er ekkert grín að vera býfluga. Samfélagið er mjög stéttskipt og allir hafa sitt hlutverk. Líf flugnanna snýst um að þjóna drottningu með einræðistilburði og felst fyrst og fremst í að fljúga á milli blóma og koma heim með sætindi handa henni sem kallað er hunang. Þótt drottningin sé stór þá er hún ekki jafn heimtufrek og manneskjan, en til að þóknast henni þurfa 12 flugur að strita allt sitt líf til að útvega hunang í eina teskeið. Hunang er munaðarvara. Vöggufífill Cornelis Aart Meijles, sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins, sagði frá mörgu fróðlegu í fyrirlestri sínum sem nefndist „Verður bóndinn læknir framtíðarinnar?“ Grasrótarstarf þrífst best í heilbrigðum jarðvegi. Þróunin í landbúnaði um heim allan hefur haft þá tilhneigingu að drepa jarðveginn jafnt og þétt. Hann fær ekki að dafna með allri þeirri flóru og fánu sem til þarf. Lífið undir fótum okkar á að iða af örverum, svepprótum og vera uppfullt af næringarefnum sem plönturnar nýta þegar þær stækka með tilstuðlan sólarinnar. Matvæli í dag eru mun rýrari af næringarefnum og allt öðruvísi en þau voru áður en dauðhreinsaður landbúnaður kom við sögu með öll sín kemísku efni og uppróti. Við megum ekki líta niður til jarðvegsins, hann er undirstaða allrar ræktunar. Cornelis endaði erindi sitt á því að segja frá vöggufífli, en það er planta sem mögulega getur verið ný nytjaplanta til fóðurs hér á landi. Kornrækt Egill Gautason, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sagði frá mikilvægi skjóls í kornrækt. Uppskera á norðlægum stöðum ræðst mikið af verðri. Með skjóli af trjám má jafna vind og þar með hækka hitastig. Þar sem sumur eru stutt, eins og á Íslandi, má lítið út af bera ef ræktun á að skila þeirri afurð sem vænst er, svo sem í ræktun korns. Korn hefur lengi verið ræktað á Íslandi og eru aðstæður mjög misjafnar eftir landshlutum. Alla jafna gera skjólbeltin mikið gagn en það er þó ekki algilt. Góð kornuppskera sýnir sig best í þunga kornsins og því lengur sem hægt er að skýla plöntunni aukast líkur á að korn þroskist og þyngist. Nánar er fjallað um kornrækt í nýlegri skýrslu sem ber nafnið „Bleikir akrar“. Samantekt Matarkista skógarins er auðlind sem við getum nýtt okkur í mun ríkari mæli en verið hefur. Víða nýtist skjólið til að rækta matvörur til manneldis, eins og dæmin sýna hjá frumkvöðlunum í Vallanesi, en löngu er orðið tímabært að gefa skógarbotninum gaum og leita markvisst að sveppum, berjum og sinna býflugnarækt. Skógurinn og nytjar hans eru grundvallarþættir í sjálfbærni þjóðar. Flaggað var að morgni við félagsheimilið þinghamar. Gestir koma á málþingið einn af öðrum. Mynd / HGS Jóhann Gísli, formaður skógarbænda, færir Gunnari, formanni BÍ, þakklætisvott, ilmandi körfu með matvælum út skóginum, fyrir góð störf í þágu skógarbænda. Mynd / Bjarni Diðrik Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.