Bændablaðið - 02.11.2023, Qupperneq 59

Bændablaðið - 02.11.2023, Qupperneq 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Sífellt hærra hlutfall mjólkur kemur frá kúabúum með mjaltaþjóna. Mynd /Lely Byggt á samantekt tæknihóps NMSM. Þróun útbreiðslu mjaltaþjónabúa á Norðurlöndunum frá 1998. Þá er ekki tekið tillit til heimanota á mjólk eða mögulegra áfalla vegna sjúkdómameðhöndlunar svo dæmi sé tekið. Í samanburði tæknihóps NMSN er hins vegar notast við upplýsingar um alla innvegna mjólk til afurðastöðvanna í löndunum og svo heildarfjölda skráðra mjólkurkúa í löndunum. Þegar þetta er reiknað þannig út kemur í ljós að sem fyrr eru mestar afurðir að finna í Danmörku, þar sem hver kýr er að skila að jafnaði 10.166 kg mjólkur í afurðastöð, þar á eftir koma sænsku kýrnar með 9.289 kg og þá þær finnsku með 8.841 kg. Næstafurðalægstu kýrnar eru í Noregi, en að jafnaði eru lögð inn 7.460 kg þar í landi eftir hverja kú. Íslensku kýrnar eru langlægstar og ekki með nema 5.746 kg að meðaltali og eru ekki nema rétt rúmlega hálfdrættingar á við dönsku kýrnar. Mjaltaþjónabúum fjölgaði mest á Íslandi Það virðist vera lítið lát á fjölgun mjaltaþjónabúa á Norðurlöndunum og var fjöldi þeirra kominn í 6.341 í lok síðasta árs og hafði þeim fjölgað um 544 bú, eða um 9,4% á framangreindu tveggja ára tímabili. Það er álíka mikil hlutfallsleg breyting og verið hefur um nokkurt skeið. Þróunin hefur þó verið ólík á milli landanna (sjá bæði mynd og töflu) og fjölgaði búunum mest á Íslandi, eða um 14,3% og þar rétt á eftir kemur Noregur með 13,4%. Gögnin sýna sem fyrr að þar sem meðalbúastærðin er að jafnaði meiri hefur mjaltaþjónabúum fjölgað hægar. Þetta á sér líklega þær skýringar að mjaltaþjónar hafa hingað til hentað síður fyrir stærri bú. Það kann þó að vera að breytast núna með tilkomu nýrrar og ódýrari útfærslu mjaltaþjóna fyrir stór kúabú. Breytingin felst í því að mjaltaþjónarnir eru settir saman á sérstakt mjaltasvæði og kýrnar reknar til mjalta tvisvar til þrisvar á dag. Mjaltaþjónar þessara kerfa eru einfaldari að uppbyggingu og búnaði og virðist vera töluverður áhugi á þessari lausn nú um stundir meðal kúabænda sem eru með stór bú. Verður áhugavert að fylgjast nánar með þessari þróun á komandi árum. Í árslok síðasta árs voru mjaltaþjónar á 37,7% kúabúa Norðurlandanna en hæsta hlutfallið var hér á landi, en um síðustu áramót var þessi mjaltatækni á 51,7% af kúabúum landsins. Í öðru sæti listans eru sænsku búin með 45,5% og þá koma norsku búin með 42,1%. Meira en tíu þúsund mjaltaþjónar! Fjöldi mjaltaþjóna á Norður­ löndunum var 10.381 um síðustu áramót, sem er aukning um 12,2% frá árslokum 2020, eða aukning um 1.130 mjaltaþjóna. Fjöldinn skiptist nokkuð bróðurlega á milli landanna utan Íslands og eru flestir mjaltaþjónar í Noregi, eða 28,5% þeirra. Næstflestir eru í Svíþjóð, eða 24,7% og í Danmörku eru 22,6% allra mjaltaþjóna Norðurlandanna. Finnland er þar skammt undan með 21,2% en íslensku fjósin eru eðlilega neðst á þessum lista með einungis 3,0% mjaltaþjónanna á Norðurlöndum. 1,6 mjaltaþjónn að meðaltali Líkt og hér að framan greinir var 10.381 mjaltaþjónn á 6.341 kúabúi sem gerir að jafnaði 1,6 mjaltaþjóna á hverju búi. Ekki þarf að koma á óvart að dönsku kúabúin eru að jafnaði með flesta mjaltaþjóna, eða 3,4 að meðaltali. Þar á eftir koma sænsku búin með 2,1 mjaltaþjón að jafnaði og svo þau finnsku með 1,6 mjaltaþjóna að meðaltali. Á Íslandi voru að jafnaði 1,2 mjaltaþjónar á þessum búum í árslok 2022 og 1,1 mjaltaþjónn að meðaltali í Noregi. Ísland í sérflokki Undanfarin ár hefur tæknihópur NMSM áætlað hlutfall mjólkur frá mjaltaþjónabúum og samkvæmt þeim útreikningum þá er nú svo komið að í öllum löndum nema Danmörku er meirihluti framleiddrar mjólkur frá kúabúum með mjaltaþjóna. Langhæsta hlufallið er á Íslandi, eða 68% og svo er Noregur skammt undan með 63%. Þá er talið að 56% allrar framleiddrar mjólkur í Finnlandi sé frá mjaltaþjónafjósum og 52% í Svíþjóð. Langlægsta hlutfallið er í Danmörku, eða 27%. Vegna umfangs dönsku mjólkur­ framleiðslunnar þá heldur hún meðaltali Norðurlandanna vel undir 50% og var þetta hlutfall 42% í árslok 2022 fyrir Norðurlöndin í heild. HUGUM AÐ HAUGNUM Haugdælur og - hrærur - 6” dælur með þrítengi - Stillanlegar lengdir - Að fullu galvaniseraðar - 6,1 metrar - 650mm skrúfa HAUGDÆLUR HAUGHRÆRUR 776.000 kr. + vsk. 2,4-3,0m: 1.375.900 kr. + vsk. 2,7-3,3m: 1.425.900 kr. + vsk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.