Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 68

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 68
68 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 LESENDARÝNI Ég legg hér með fram tillögu sem miðar að því að stórlækka fjármagnskostnað og afborganir lána í landbúnaði. Hún eykur einnig möguleika á aðilaskiptum á bújörðum, stuðlar að því að bújarðir haldist í rekstri og stuðlar að framþróun í byggðum landsins. Landbúnaður er ákaflega fjármagnsfrek atvinnugrein miðað við veltu og afkomu og fáar atvinnugreinar eru sambærilegar. Mikið land er oftast undir, dýrar byggingar, bústofn, tæki og tól. Eðli atvinnugreinarinnar er þannig að það tekur langan tíma að rækta jörð og bústofn og til að ná árangri þarf fólk að helga þessu starfi stóran hluta starfsævinnar. Þrátt fyrir að vinnuaðstæður verði sífellt betri er enn þá nauðsynlegt að geta tekist á við langa vinnudaga og erfiðisvinnu í bland. Þess vegna er nauðsynlegt að hefja búskap á besta aldri og yfirleitt er það áður en fólk hefur komið sér upp eignum eða eigin fé. Þannig að kynslóðin sem tekur við keflinu á hverjum tíma á yfirleitt ekki miklar eignir til að setja í þá geysilegu fjárfestingu sem þarf. Segja má að þegar fólk þarf að komast í búskap þá er það ekki nógu efnað og þegar efnahagurinn er orðinn nægilega góður, er áhuginn og getan farin að dvína. Þetta er afgerandi sérstaða sem varla þekkist í öðrum atvinnugreinum. Vextir og afborganir lána eru að sliga marga bændur og blasir atgervisflótti við og hrun ef ekkert verður að gert. Landbúnaðarlán eru að langmestu leyti fasteignatryggð til 15-25 ára og svo skemmri lán vegna vélakaupa til dæmis. Eðlilegt er að lánstími tengist endingartíma viðkomandi veðs og er því eðlilegt að vélalánin séu til 5-7 ára. Lán vegna nýbygginga ættu að geta verið til 15-30 ára. En það sem ég ætla að ræða er landið sjálft sem er undir. Landið sem bóndinn notar eyðist ekki og mölur og ryð fá því ekki grandað og er það því eitthvert besta veð sem hægt er að bjóða. Það að hver kynslóð skuli þurfa að brjótast í gegnum afborganir af því á tiltölulega fáum árum með hæstu vöxtum, er ekki rökrétt eða eðlilegt. Tillagan er því þessi: • Stofnaður verði Jarðalánasjóður með bakstuðningi ríkisins. Sjóðurinn láni út á bújarðir á 1. veðrétti. Lánin yrðu veitt samkvæmt reiknireglu sem þarf að semja, sem miðast við landþörf viðkomandi bús. Þessi lán væru með mjög lágum vöxtum (1% verðtryggð) og væri ekki gerð krafa um afborganir en vextir innheimtir. Menn mættu hins vegar greiða lánin upp eftir ástæðum. • Sjóðurinn fjármagni sig á markaði með skuldabréfaútboðum. • Ríkið taki á sig mismuninn á þeim vöxtum sem bændum væri gert að greiða og þeim vöxtum sem sjóðnum stendur til boða. Með því að þessi sjóður væri kominn með fyrsta veðrétt í landi, þyrftu aðrir sem lána til framkvæmda, til dæmis, að sætta sig við annan veðrétt. Það ætti í raun ekki að skipta máli, nema að það yrðu þá að vera enn vandaðri rekstrarforsendur. Ef til kæmi að búskapur færi í þrot mundi ferlið ganga eðlilega fyrir sig og það eina sem gerist er að landið hefur verið tekið út fyrir sviga. Upphæð lána þyrfti að taka einhvers konar mið af markaðsverði lands og væri ekki óeðlilegt að upphæðin væri a.m.k. 500.000 á hektara til að byrja með. Með þessu móti væri hægt að gjörbreyta aðstöðu margra eða flestra bænda. Kostir: 1. Verulega auðveldari ættliðaskipti og/eða sala 2. Stórlega lækkaður rekstrar- kostnaður til framtíðar 3. Hægt að ráðast í hagkvæmar framkvæmdir fyrr 4. Stuðningur við ýmsar greinar landbúnaðarins verður jafnari og sanngjarnari (ég reikna með að allar greinar landbúnaðar geti notið ef þær nota land undir sinn rekstur) 5. Betri nýting á stuðningi ríkisins en augljóst er að ríkið (og svona sjóður) fær mun betri vaxtakjör á markaði en einstakir bændur. Því er um mikinn stuðning að ræða sem kostar lítið. Á bak við lánið stendur landbúnaðarland, sem ætti að geta talist öruggt veð. 6. Einnig má nefna það að svona kerfi mundi styðja við vilja Íslendinga um að halda yfirráðum yfir eigin landi. Til að leika sér með tölur þá má setja upp dæmi þar sem 2.000 bújarðir með 200 hektara land að meðaltali fengju svona lán. Heildarupphæðin væri 200 milljarðar, en til að setja í samhengi, þá eru hreinar eignir lífeyrissjóðanna vel yfir 7.000 milljarðar. Þetta er því ekki óyfirstíganlegt. Það er ljóst að til að vel takist til þarf að vanda vel til verka. Til dæmis þarf að koma hlutum þannig fyrir að lækkaðir vextir og greiðslubyrði komi ekki beint til hækkunar á söluverði jarða og fari þannig beina leið aftur út úr greininni til þeirra sem selja. Þetta er hægt að gera með ströngum skilyrðum og kvöðum um búskap á viðkomandi jörðum. Engu að síður er líklegt að almennt verð á landi muni fara hækkandi fremur en hitt og er eðlilegt að taka tillit til slíks. Ég vona að þessi pistill hreyfi við málefnalegri umræðu um þessi mál og að þetta verði rannsakað til hlítar og framkvæmt. Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka 2. Elvar Eyvindsson. Tillaga um jarðalánasjóð Bændablaðið kemur næst út 16. nóvember Dagur sauðkindarinnar í Rangár- vallasýslu var haldinn í reiðhöll- inni Skeiðvangi á Hvolsvelli þann 14. október síðastliðinn. Fjöldi fólks kom á staðinn og fjölmargar fallegar kindur sömuleiðis. Dómar hófust fyrir hádegi, en eftir hádegi var bestu lömbunum raðað í sæti og gat þá fólk fengið að koma við og þukla. Niðurstöður í þeim fjórum flokkum sem keppt var í voru eftirfarandi, en efstu lömbum úr dómum var stillt upp saman og raðað eftir átaki. Í flokki hyrndra gimbra var gimbur frá Efri-Rauðalæk efst með 45,5 stig þegar allar einkunnir eru lagðar saman, þar af 10,0 fyrir frampart og 19,0 fyrir læri. Í öðru og þriðja sæti voru gimbrar frá Teigi í Fljótshlíð með 19,5 fyrir læri og 45,5 og 46,0 heildarstig. Í flokki kollóttra gimbra voru þessir bæir aftur með í efstu sætum, en efsta gimbrin var frá Teigi. Hún var með 46,5 heildarstig þar af 19,5 fyrir læri. Í öðru sæti var gimbur frá Sólvöllum en þar eru ungir bændur nýbúnir að taka við búi. Þeirra gimbur var líka með 19,5 fyrir læri og fékk 45,5 stig í lokaeinkunn. Í þriðja sæti var gimbur frá Efri- Rauðalæk með 45,5 stig og 19,0 fyrir læri. Í flokki hyrndra hrúta var í efsta sæti hrútur frá Kaldbak á Rangárvöllum með 89,5 stig en átakið setti hann í efsta sætið, því í næstu tveimur sætum voru hrútar með 90 stig. Allir fengu þeir 19,5 fyrir læri en hrúturinn í þriðja sæti var líka frá Kaldbak og hann fékk 10,0 fyrir bak. Í öðru sæti var hrútur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Kollóttu hrútarnir voru fæstir en feikna góðir gripir mættu þar til sýningar eins og í hinum flokkunum. Í efsta sæti var hrútur frá Teigi með 90 heildarstig og þar af 19,5 fyrir læri. Í öðru sæti var hrútur frá ungu bændunum á Sólvöllum með 89,5 stig og í þriðja sæti hrútur frá Efri- Rauðalæk, einnig með 89,5 stig. Ýmislegt fleira var gert en að bera saman bestu hyrndu og kollóttu lömbin, en litfegursta lambið var valið af áhorfendum og fékk verðlaun fyrir útlit sitt. Verðlaun voru veitt fyrir ræktunarbú ársins 2022, besta veturgamla hrútinn og bestu fimm vetra ána samkvæmt kynbótamati 2022. Allir verðlaunagripirnir eru málaðir plattar sem Gunnhildur Art málaði og eru þeir hver og einn algjört listaverk. Hún málaði einnig tvo farandgripi sem eru veittir fyrir besta veturgamla hrútinn og bestu fimm vetra ána og mun hann ganga á milli næstu árin. Þökkum við Gunnhildi kærlega fyrir hennar listafögru gripi. Að þessu sinni var kynnt stuttlega hvernig forystukindur eru dæmdar og var eitt lamb og ein fullorðin ær dæmd eftir dómskalanum sem til er hjá RML fyrir forystufé. Sá dómur var þó einungis til gamans og ekki skráður. Þá voru margir glæsilegir happdrættisvinningar dregnir út og afhentir á meðan fólk var á staðnum. Þökkum við þeim fjölmörgu sem styrktu hátíðina með happdrættisvinningum. Þá viljum við sérstaklega þakka Sláturfélagi Suðurlands fyrir þeirra stuðning, en þeir gáfu öllum gestum kjötsúpu og einnig fékk þykkasti bakvöðvi sýningarinnar lambalæri í verðlaun sem SS gaf. Við þökkum þeim fjölmörgu sem gerðu þennan dag svona skemmtilegan með því að koma með kindur og til að horfa á kindur. Sjáumst að ári. Hulda Brynjólfsdóttir, fh. Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu. Hulda Brynjólfsdóttir. Aron Dyröy Guðmundsson frá Efri- Rauðalæk stoltur með fallegan platta frá Gunnhildi Art og Guðni Jensson í Teigi hugsi með sína gimbur í 2. sæti. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir tók við glæsi- legum nýjum farandgrip fyrir bestu fimm vetra ána samkvæmt kynbóta- mati RML. Þær eru báðar frá Vestra- Fíflholti í Landeyjum. Dagur sauðkindarinnar Nokkrar geitur komu á sýninguna og til gamans var ákveðið að setja ómtækið á hryggvöðvann á hafurskiði. Hryggvöðvinn á honum mældist 18 mm en til samanburðar var þykkasti bakvöðvinn 44 mm. Tómas Jensson í Teigi og Guðjón Helga- son, faðir Hönnu Valdísar á Sólvöllum, með efstu kollóttu hrútana. Viðar Steinarsson á Kaldbak kampa- kátur með verðlaunin fyrir besta hyrnda hrútinn. Litfegursta lambið er valið af áhorf- endum og að þessu sinni var gimbur frá Núpi fyrir valinu. Ungu bændurnir, Erla Rún og Fríða Rós, tóku á móti verðlaununum í öruggri fylgd pabba síns, Bjarka Guðmundssonar. Systkinin Anna Sigríður og Sumarliði Erlendsbörn frá Skarði taka við verð- launum fyrir besta veturgamla hrút ársins 2022 samkvæmt kynbótamati Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Myndir / Aðsendar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.