Úrval - 01.09.1964, Page 4
2
ÚRVAL
landssvæði því, sem náttúru-
fræðingurinn Charles Darwin
hélt fram fyrir rúmri öld, að
væri vagga mannkynsins.
Vísindamenn höfðu áður upp-
götvað ævofornar leifar mann-
legra vera á Jövu og í Kína, og
má þar frægastan telja liinn
300.000 ára gamla veiðimann
frá steinöld, en hann gengur
undir nafninu Pekingmaðurinn.
En þar eð sönnunargögnin virt-
ust öll benda til þess, að þessar
forsögulegu mannverur hefðu
þegar náð langt á þroskabraut-
inni, að þær hafi verið farnar
að búa i hellum, nota eld og
búa til frumstæð vopn, þá virtist
það ólíklegt, að þær væru full-
trúar fyrstu mannveranna á jörð
inni. Þar að auki höfðu við upp-
grefti i Afriku fundizt steinverk-
færi enn eldri menningar en
þeirrar, sem Pekingmaðurinn
var fulltrúi fyrir, ásamt sam-
safni litilla, steinrunninna beina,
sem virtust hafa verið brotin
í sundur eftir vissum reglum í
leit að merg. En fornleifafræð-
ingarnir höfðu enn ekki fundið
leifar þess frumstæða manns,
sem hafði gert þessi einföldu
verkfæri.
Föstudagsmorgun þennan, þ.
17. júli, 1959, skildi Mary Leakey
eiginmann sinn eftir í umsjá
innlends aðstoðarmanns og lagði
að venju af stað til staðarins,
sem þau leituðu daglega á án
áfláts. Hún var óvopnuð, og i
fygld með henni voru aðeins
tveir Dalmatíuhundar. Hún ók
jeppanum þeirra eftir ójöfnum
troðningi i áttina til Olduvai-
gjárinnar, en hún var um tvær
mílur frá bækistöð þeirra. 1
gjá þessari var mikið um stein-
gervinga, og leitarstaðurinn var
mjög lítið áberandi. Þessi ófrjóa,
ofsaheita gjá er 30 mílur á lengd
og 300 fet á dýpt. Niðri i henni
geysa oft rykstormar, þar er eng-
in forsæla. Samt er Olduvaigjá-
in alveg sérstaklega athyglisverð-
ur staður í augum fornleifafræð-
inga. Hvergi hefur Móðir Nátt-
úra opinberað leyndardóma sina
í jafn ríkum mæli og sýnt eins
greinilega og snyrtilega hin
ýmsu jarðfræðilegu tímabil, sem
tengd eru forsögulegri tilvist
mannsins. Gjábakkarnir minna
á lagköku.
Mary og hundarnir stigu út
úr jeppanum og gengu inn eftir
gjánni. Þau voru á varðbergi
og höfðu vakandi auga með,
hvort hinir ógestrisnu íbúar gjár-
innar, ljón, hlébarðar, nashyrn-
ingar, eitraðar slöngur og sporð-
drekar, væru á næstu grösum.
Hún gekk yfir harðan hraun-
botn gjárinnar og klöngraðist
17 fet upp eftir brekkunni að
merkjum þeim, sem sýndu, hvert
þau voru komin i leit sinni i