Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 5
ER ZINJ HINN RAUNVERULEGI . . .
3
neðri hluta jarðlags nr. 1, elzta
og lægsta jarðlags hinna fjögurra
sem greina má í gjánni. Jarðlag
þetta myndaðist fyrir meira en
milljón árum, en á þeim tíma
var svæði þetta frjósamur vatns-
bakki, þar sem forsögutígrisdýr
með geysilangar skögultennur
flatmöguðu í sólskininu. Hún
greip verkfæri sín, fíngerðan
bursta og tannstöngul úr stáli,
en steingervingar eru allt of
stökkir fyrir venjulegar skóflur
og haka, þótt fljótvirkari reynd-
ust. Siðan lagðist hún á hnén
og tók að virða klettavegginn
fyrir sér. Skyndilega, tók hjarta
hennar ofsalegt heljarstökk.
Nokkrum þumlungum frá augum
hennar sást móta fyrir stein-
gervingi i berginu. Og þetta
virtist vera hluti af hauskúpu,
hlutinn næst gagnauganu. Fyrir
ofan komu í ljós tvær risastór-
ar tennur. Öll reynsla hennar
og þjálfun, já, eðlisávísun henn-
ar blés henni i brjóst þeirri
fullvissu, að þessir ljótu hlutar
væru leifar af beinagrind mann-
legrar veru.
Hún veit ekki, hversu lengi
hún lá þarna á hnjánum frammi
fyrir þessum stórkostlega fundi.
Hún minnist þess eins, að hund-
arnir hennar tóku að sleikja
kinnar hennar, kvíðnir i bragði,
og það varð til þess að rjúfa
töfra þessarar stundar. Hún
Þannig hugsar listamaður sér, að
Zinjmaðurinn hafi litið út.
spratt á fætur og hljóp í áttina
að jeppanum og ók i loftinu
að bækistöðvunum. Dr Leakey
reis upp í beddanum, þegar hann
heyrði hróp og gelt, og á næsta
augnabliki var þessi æsta þrenn-
ing næstum búin að velta bedd-
anum um koll.
„Maðurinn okkar! Það er mað-
urinn okkar!“ hrópaði Mary i
sífellu. „Ég er búin að finna
hann. Flýttu þér! Flýttu þér!“
Dr. Leakey var sljór af lyfjum
þessa stundina, en hún rak sí-
fellt á eftir honum. Hann fékk
varla að ljúka við að klæða sig.
Siðan ók hún honum inn i gjána
og dró hann með sér yfir að
jarðlagi nr. 1. Dr. Leakey þurfti
ekki að líta nema einu sinni á
þessar tennur til þess að sann-
færast. Þær voru ekki aðeins