Úrval - 01.09.1964, Síða 7
ER ZINJ HINN RAUNVERULEGI . . .
5
venjur hans, en ef til vill hafa
þær verið harla likar lífsvenjum
risaskepnanna, sem uppi voru
um sama leyti á þessum slóðum.
Fleiri sönnunargögn gerðu
Leakeyhjónunum fært að sýna
fram á, að Zinjmaðurinn var
ekki apategund, heldur mannleg
vera. Opið, þar sem höfuðið er
fest við hrygginn, gefur til
kynna, að hann geltk uppréttur
og bar höfuðið hátt, ólíkt öp-
unum. Gómur hans var næstum
eins livelfdur og gómur okkar.
Tennur hans, 32 að tölu, voru
festar við kjálka, sem voru dá-
lítið ávalir að framan (en kjálk-
ar apanna eru ferhyrndir að lög-
un), og litlar augntennur hans
líktust alls eltki vígtönnum. Þeg-
ar Leakeyhjónin héldu áfram
uppgreftri sínum, fundu þau sið-
ar tvo fótleggi. Það er að vísu
ekki öruggt, að þeir séu af sjálf-
um Zinjmanninum, en þeir sýna,
að þessi forsögualdarmaður var
stuttur og þrekvaxinn með beina
og sterka fætur. Hann liafði eng-
in vopn, sem hann gat notað
gegn óvinum sinum, Það var
aðeins slægðin, sem gat haldið í
honum líftórunni.
Aðrar leifar, sem fundizt hafa
í Olduvaigjánni, veita líka hug-
mynd um þær risavöxnu skepn-
ur, sem Zinjmaðurinn lifði og
hrærðist innan um. Þetta voru
furðulegar skepnur, sem nú eru
löngu horfnar af jörðunni. Fund-
izt hafa stcingerfingar af meira
en 100 forsögurisum. í jarðlagi
nr. 2 í Olduvaigjánni fundust
meðal annars leifar af svíni,
sem var eins stórt og vatnahest-
ur, og vígtennur þess voru svo
langar, að vísindamaðurinn hélt,
að það væru fílstennur. Einnig
fundust leifar af risakind,
sem var 6 fet á hæð um bógana,
og bilið milli horna hennar var
1,5 fet, en hornin sjálf eins sterk
og stálbitar. Risastorkurinn har
„höfuð og herðar“ yfir aðra
fugla þess tíma, því að hann
var næstum jafn hár og tveggja
hæða hús, og hann hlýtur að
hafa verpt eggjum, sem hafa
verið stærri en keiluspilskúlur.
Aðaláhyggjuefni Zinjmannsins
var hungurdauðinn. Hann óttað-
ist sultinn mest af öllu. Risa-
skepnurnar átu allan gróðurinn,
svo að hann varð að lifa á berj-
um, hnetum, rótum, eðlum, bjöll-
um, froskum, músum og öðrum
þeim smádýrum, sem hann gat
veitt með höndum sinum. Iivern-
ig má það vera, að maðurinn,
lítill og varnarlaus, hélt velli,
þótt þessar almáttugu risaskepn-
ur hyrfu hver af annarri? Leak-
eyhjónin álita, að svarið við
spurningu þessari sé fólgið í
þessu eina orði: hungur. Það
hefur liklega verið þessi ásækna,
alvalda löngun Zinjmannsins í