Úrval - 01.09.1964, Page 9
ER ZINJ HINN RAUNVERULEGI
7
Olduvaigjáin (innan ferhyrningsins).
ur og vöSva til þess að reyna að
vinna á húðinni, þannig að hann
kæmist að kjötinu og gæti hlut-
að skrokkinn í sundur. Það var
sama, þótt hann neytti ýtrustu
krafta sinna. Svo valdi hann sér
steina og lamdi brúnum þeirra
saman á þann hátt, sem hann
áleit, að frummaðurinn hlyti að
hafa viðhaft, þegar hann bjó
til fyrstu steinverkfæri sín. Brátt
tókst honum að búa til eftir-
líkingu af exi frummannsins.
Hún var ávöl í endann, þann-
ig að lófinn féll vel að henni,
en hvesst á brúnunum, þannig
að hún myndaði egg, og hana
mátti nota sem nokkurs konar
sög, exi, hníf eða sköfu. Síðan
tók hann sér þetta verkfæri i
hönd, og með hjálp þess tók
það hann aðeins 20 mínútur að
vinna á húðinni, ná henni af
skrokknum og hluta skrokkinn
í sundur.
Þarna hafði fengizt sönnun-
in fyrir því, hvers vegna frum-
manninum hafði tekizt að halda
velli í lífsbaráttunni. Á þessum
örlagatíma fyrir næstum tveim
milljónum ára kviknaði nægi-
lega mikið lif í ófullkomnum
heilavef frummannsins til þess
að hann hætti á að gera svipaða
tilraun og dr. Leakey. Og þannig
hafði maðurinn tryggt sér end-
anleg yfirráð sín yfir dýrunum
og umhverfi sínu. Og upp frá
þvi augnabliki gat ekkert þurrk-
að mannkynið út — nema mann-
kynið sjálft.
Þótt hauskúpa Zinjmannsins