Úrval - 01.09.1964, Page 11
ER ZINJ HJNN RAUNVERUIÆGl . . .
9
eingöngu sem leifar — heldur
sem tákn. Á þeim timum, þegar
framtíð mannsins er enn óviss-
ari en nokkru sinni fyrr, minnir
Zinjmaðurinn nútímamanninn á,
að mannsandinn hefur verið ó-
sigradi gegnum aldirnar horfnu,
hefur getað mætt hverri hætt-
unni af annarri, hann minnir
nútimamanninn á, að eins langt
og greint verður, eða i næstum
tvær milljónir ára hefur hann
gengið uppréttur og borið höf-
uðið hátt.
NEYÐARSENDIR FYRIR FÖLK, SEM TÝNIST 1 ÖBYGGÐUM
EÐA Á SJÖ.
Tæki hetta er einfaldur og ódýr sendir, til notkunar fyrir á-
hafnir flugvéla, er nauðlent hafa á afskekktum stöðum, sjómenn,
veiðimenn og aðra, sem i nauðir rata.
Sendirinn notar hátíðnibylgjur, 243 Mc./sek., og orku sína fær
hann frá kvikasilfursrafhlöðum, er vega 1 pund og endast í 80
klst. Hann notar tvöfalt hálfbylgjuloftnet, og er neðri elndij þess
myndaður af sívalningi, er innifelur rafhlöður og straumrásar-
búnað. Efri endi loftnetsins er dreginn upp úr þessum sívalningi,
þegar tækið er í notkun.
Langdrægni merkjanna er breytileg, eftir eðli umhverfisins og
náttúrustaðháttum. Flugvél, sem flýgur í 9000 feta hæð yfir land-
svæði, sem ekki er mjög óslétt, mun geta heyrt neyðarmerkin í
25—-30 mílna fjarlægð.
Tækið vegur 1.36 kg, með rafhlöðunum. Unnið hefur verið að
gerð þess hjá Navigational Aids Section, Radio and Electrical
Engineering Div., National Research Council, Ottawa, Canada,
og hefur sú stofnun látið þessar upplýsingar í té.
Iðnaöarmál.
DVERGRAFEINDAHEILAR
Svo mikið hefur verið skrifað um dásemdir rafeindaheilanna,
að fullorðnir munu sjálfsagt hafa gaman af slíkum leikfanga-
heila jafnt og börn. Þessi dvergrafeindaheili leggur ekki aðeins
saman, dregur frá og margfaldar, heldur getur hann leyst ýmsar
þrautir og gátur og jafnvel ,,spáð“. Honum fylgir leiðbeininga-
bæklingur. Og' kostar leikfang þetta aðeins $4.95.
English Digest.