Úrval - 01.09.1964, Síða 27
OFVEIÐI OG KJÖRVEIÐI
25
því mikilvæg til þess að viðhalda
hámarksvaxtarhraða einstakling-
anna, þannig að bezt nýtist fram-
leiðni sjávarins hverju sinni.
Með hinni fullkomnustu þekk-
ingu á eðlisháttum fiskstofnsins
á að vera hægt að skipuleggja
veiðarnar, svo að stofnarnir gefi
af sér beztan arð, en þar kemur
einig til greina hinn hagfrœði-
legi grundvöllur veiðanna, en
það atriði hefur verið minna
rannsakað en hin líffræðilega
hlið málsins. Ég vil hér aðeins
benda á, að nauðsynlegt er að
samvinna sé á milli fiskifræð-
inga og þeirra, er bezt þekkja til
rekstursgrundvallar útgerðarinn-
ar. Það verður að reyna að sam-
ræma sjónarmið beggja, ef vel
á að takast til um skipulagningu
fiskveiðanna við ísland.
VVY
/\/\/\
ÆSKAN ER ALVEG VONLAUS:
Kvikmyndahús eitt í Carrollton í Texasfylki sýndi nýlega hina
gömlu, góðu gamanmynd, „Leiðin til fyrirheitna landsins“ (Road
to Utopia), en í mynd þeirri glettast þeir Bob Hope og Bing
Crosby við hvorn annan, „stela“ leikatriðum hvor frá öðrum,
þegar unnt er. En það virðist sem hin alvarlega þenkjandi yngri
kynslóð skilji alls ekki grínið. Eitt atriði myndarinnar sýnir ástar-
atlot milli þeirra Dorothy Lamour og Crosby í glampandi tungls-
ljósi. Þá kemur hausinn á Hope allt í einu fram í eitt horn tjalds-
ins, og hann hvíslar: „Nú er einmitt rétti tíminn fyrir ykkur
krakkar að skreppa fram og kaupa popkorn.“ Kvikmyndafram-
leiðandinn ætlaðist til Þess, að kvikmyndahússgestirnir skelli-
hlægju að þessu gríni. En hvað gerðist? Þess 1 stað risu 600 ungl-
íngar upp samstundis og hröðuðu sér fram í anddyri að poop-
kornsöluvélunum. P. Crume
Afi gamli hafði. ætíð verið mikið vandamál um jólin. Það var
ómögulegt að gera honum til hæfis. 1 ár ákvað ég og börnin að
slá saman og gefa honum 50 dollara seðil, sem hann mátti svo
eyða að vild. Við virtum afa fyrir okkur, þegar hann oopnaði
umslagið. Hann athugaði splunkunýja bankaseðilinn gaumgæfi-
lega, skoðaði myndina á hoonum vel og vandlega og tautaði sið-
an: „Uss! Grant hershöfðingi! Versti forseti, sem við höfum
nokkru sinni haft.“ H.W. Lundgren