Úrval - 01.09.1964, Side 29
MÓÐIR NÁTTÚRA FANN ÞAÐ FYRST VPP
27
leirhreiður, likust leirkerum í
laginu. Eru þau uppi í trjám.
Álitið er, að þessi hreiður séu
liinar raunverulegu fyrirmyndir
að eiztu leirkerum Indíána.
Móðir Náttúra fann upp ská-
stoðir, löngu áður cn maðurinn
reyndi við slíkt. í banyantrjáa-
lundum Asíu vaxa loftrætur
banyantrjánna, sem tilheyra
mórberjatrjáaættinni, niður úr
greinunum, þar til þær ná nið-
ur til jarðvegsins, og þannig
mynda þær skástoðir eða styrkt-
arsúlur. Þótt banyantré virðist
veikbyggt, stenzt það mæstum
alla storma.
Rætur, sem likjast hvolfbofliim
í laginu.
Mangrovetrén i fenjum Asiu
halda sér lika föstum með slik-
um skástoðum. Á bol þeirra og
greinum vaxa rætur, sem vaxa
i boga niður á við, þangað til
þær ná til jarðvegsins, og þar
festa þær sig.
Fyrstu pappírsframleiðend-
urnir voru vespur. Pappirsvesp-;
urnar, sem búa saman í stórum
hópum, tilheyra flokk, sem kall-
aður ep Vespidae, en af honum
má finna ættina Polistes i Banda-
rikjunum, Indlandi og Ástralíu.
Stunga þeirra er mjög hvöss og
sár.
Kvendýrið, sem stofnar sam-
yrkjubúið, hefur pappírsfram-
leiðslu á hverju vori. Hún krafs-
ar trjátrefjar af trjábolum með
efri skoltinum og blandar munn-
vatni sínu saman við trefjarnar
og myndar þannig grófan, brún-
an pappír. Með þessu byggir
hún fyrstu hólfin í búi sínu,
verpir þar eggjum og matar
lirfurnar. Þegar fyrstu vinnu-
vespurnar þroskast, taka þær
við störfunum á búinu, að und-
anskildu varpinu, en það verður
siðan eina viðfangsefni drottn-
ingarinnar. Pappírsframleiðsl-
unni er haldið áfram allt sumar-
ið, og hreiðrið (búið) getur orð-
ið um fet í þvermál.
Það, sem fyrst var knúið á-
fram með þrýstiloftsaðferðinni,
eða réttara sagt með vatnsþrýst-
ingi, var kolkrabbinn. Sívöl
sogpípa í líkama hans sýgur i
sig vatn og spýtir því frá sér
aftur. í hvert sinn er hann spýt-
ir vatninu frá sér, knýr vatns-
þrýstingurinn líkama hans á-
fram i sjónum.
Annað sjávardýr, sem knúið
er áfram á sama hátt, er hörpu-
diskur sá, sem lifir við strendur
Bretlands. Þelta er lindýr með
skel, sem er alsett skorum. Þegar
hann verður fyrir ónæði eða
hættu, skekur hann sig áfram í
sjónum. Vatnið síast inn á milli
skoranna og spýtist út um rif-
ur sitt hvorum megin við hjar-
irnar, sem loka skelinni.