Úrval - 01.09.1964, Side 30
28
ÚRVAL
Þekktir á meðal loftbelgja-
hetja MóSur Náttúru eru ungu
hringvefararnir eða garðköngu-
lærnar, sem vefa handa sér flug-
belg og svífa burt í honum, þegar
tími er kominn til að yfirgefa
mömmu gömlu. Spunakirtlar
þeirra gefa frá sér örfínan silki-
þráð, og hann sveiflast upp í loft-
ið, þangað til nóg er komið til
þess að afkvæmið geti hafið sig
til flugs og flutt að heiman.
Þessar flugbelgjahetjur fljúga
oft geysilangar leiðir. Þær hafa
fundizt í reiða skipa, sem eru
hundruð milna frá landi. Þær
hafa sézt i 27.000 feta hæð. Sum-
ar kóngulær, sem algengar eru
i Norður-Ameriku og Evrópu,
eru álitnar hafa flogið yfir Atl-
antshafið á þennan hátt.
Móðir Náttúra fann upp skíði
fyrir áströlsku pokadýrin (keng-
úrur og wallaby). Hinir löngu
fætur pokadýranna eru tilvalin
skíði til þess að renna sér á í
lausum rykmettum jarðvegi og
komast hjá því að sökkva djúpt
ofan í hann.
Lampar og kerti eru ekki held-
ur nýir hlutir. Ungar sumra
fugla, sem verpa í dimmum laut-
um, bollum og skotum, hafa
ljós i munni sér til þess að leið-
beina foreldrunum á leiðarenda
á matmálstímum. Ungar sumra
ástralskra spörfuglategunda, sem
finkur eru nefndar, hafa hvíta
eða bleika húð innan í munn-
inum. Aftur undir koki eru þrír
kringlóttir deplar, sem mynda
hring, og þeir lýsa i myrkri
sem fosfór væri. Ungar ástralsk-
ra páfagaukategunda, sem lifa
á blómahunangi, hafa sjálflýs-
andi húðbletti við munnvikin.
Móðir Náttúra hefur einnig
útbúið eldflugurnar með Ijósum
til þess að hjálpa elskendum að
ná saman. Karlflugan gefur ljós-
merki með lampa sinum til þess