Úrval - 01.09.1964, Síða 31
MÓÐIR NÁTTÚRA FANN ÞAÐ FYRST UPP
29
að reyna að vinna liylli kven-
flugunnar. Ef henni geðjast að
þessum ljósmerkjum, svarar hún
með veikari merkjum, og karl-
flugan ratar til hennar með að-
stoð þessa glampandi ástavita.
Orlítil vatnskónguló í Evrópu
og Asiu býr sér til köfunarhylki
i tjörnum. Þessi kafarakóngu-
ló festir sig við legg vatnajurtar.
A tjarnarbotninum spinnur hún
sér hreiður, sem er likt hvolf-
þaki í laginu, og festir það með
silkiþráðum við leggi og blöð
vatnajurtanna. Síðan syndir
kóngulóin upp á yfirborðið til
þess að ná sér í loftbólur, sem
hún festir við loðnar lappirnar
og kafar með niður á hotn. Hún
skefur þessar loftbólur af sér
undir opnum inngangi hins
hvelfda köfunarhylkis og snýr
svo aftur upp á yfirborðið og
sækir meira loft, j)ar til hylkið
er orðið fullt af lofti.
Enska úlfakóngulóin ber með
sér loft niðri í vatninu líkt og
kafarar gera. Þessi kónguló
geymir loftbólur á loðnum lík-
ama sínum, og menn hafa séð
hana dvelja niðri í vatninu í 10
klukkustundir. Náfrændur úlfa-
kóngulónna eru vatnakóngulær,
sem hlaupa á yfirborði vatnsins
og dvelja þar nokkrar mínútur
í einu undir vatnsyfirhorðinu,
þar eð þær hera loftbólur utan
á fótum sér.
Önnur skordýr, sem venjulega
eru kölluð „baksundskappar“
geta einnig tekið með sér loft,
þegar þau kafa eftir mýflugna-
lirfum og öðrum smákvikindum.
Þessi löngu, rennilegu skordýr
synda á bakinu. Eftir endilöng-
um, miðjum kviðnum er kjöl-
ur, og sitt hvorum megin hans
er gróp þar sem loft er geymt.
Kviður með öndunarröri.
Skordýr þessi synda kröftug-
leg'a undir yfirborðinu, en öðru
Það er ekkert nýtt við það, að þrýst-
ingur sé notaður til þess að knýja
eitthvað áfram. Smokkfiskar og kol-
krabbar hafa knúið sig áfram með
vatnsþrýstingi um langa hríð.