Úrval - 01.09.1964, Side 36
34
ÚRVAL
nótt læddist hann inn í kirkjuna
og hjó þessa áletrun á borða, sem
liggur yfir brjóst Guðsmóður:
„Michelangelo Buonarrotti frá
Flórens gerði þetta verk.“ Hann
merkti aldrei neitt verka sinna
upp frá þvi. Hann þurfti þess
aldrei með. „Pietá“ færði honum
frægð, og hann sneri aftur til
Flórens árið 1501 sem frægur
myndhöggvari.
Næsta stórverk hans var hin
risastóra höggmynd „Davíð“,
sem gengur undir nafninu „Ris-
inn“. Hann bjó hana úr risa-
stórri marmarahellu, sem annar
myndhöggvari liafði hætt við að
nota 40 árum áður, þar eð hann
áleit helluna ekki fallna til þess
að vinna úr henni. Myndin er
13 fet á liæð og sýnir Davíð
sem ungan íþróttamann og legg-
ur áherzlu á fegurð mannlegs
likama.
Árið 1500 fékk Júlíus páfi II.,
sem var mikill velgerðarmaður
á sviði lista, Michelangelo til
þess að gera bronsstyttu af lion-
um fyrir kirkjuna í Bologna.
Michelangelo lauk verkinu, en
myndin var eyðilögð þrem árum
síðar, er ibúar Bologna gerðu
uppreisn gegn páfanum. Þetta
var aðeins eitt margra verka
hans, sem nú eru eyðilögð. Hann
eyðilagði sum þeirra sjálfur, en
önnur hafa glatazt.
Er Michelangelo sneri aftur til
Rómar, réð Júlíus páfi hann til
þess að mála flokk málverlca á
loft Sixtínsku kapellunnar. Hann
vildi helzt ekki taka að sér verk
þetta og stakk upp á því, að
Raphael yrði heldur látinn vinna
það, þvi að hann hafði aldrei
málað frescomálverk (veggmál-
verk) áður og skoðaði sig alls
ekki málara. En þetta verk átti
samt eftir að afla lionum einna
mestrar og varanlegastrar frægð-
ar. Þessi málverkaflokkur sjmir
sögu sköpunarinnar, syndafall
mannanna og syndaflóðið. Þau
þekja samtals 10.000 ferfet loft-
hvelfingarinnar, og þar eru sýnd-
rr 343 persónur úr Gamla Testa-
mentinu. Málverk þessi eru tákn
um eina dýrlegustu tjáningu
mannsandans.
Hann lá þarna á pöllunum ár
eftir ár og málaði. Og það tók
hann 4 ár að ljúka verkinu. „Svo
mikil málning hefur lekið úr
penslinum niður i andlit mér,
að hörund mitt er orðið marg-
litt,“ skrifaði liann eitt sinn.
Oft vann hann langt fram á nótt
og hafði þá fest kerti við húfu
sína. Hann leyfði engum að vera
nálægt sér, meðan hann málaði,
jafnvel ekki páfanum sjálfum.
„Hann er hræðilegur, eins og
þið getið séð, og það er'ómögu-
legt að eiga við hann,“ skrifaði
Július páfi i bréfi til vinar síns,